Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 14
:: : : : ! yýyý 'Æ0: . VmsMw. ■ i F - J|p : Dáðst að útsýninu úr hlíð Akropolis. Frá vinstri:Karítas Bcrgmann, Inga Lára Guðmundsdóttir, Gunnar Frederiksen, Hulda Jensdóttir, Númi Kristjánsson og: Ingóii'ur Guðbrandsson, fararstjóri. skýrt mótaðan svip. En lengi má maður horfa á skarann til þess að sjá glæsimenni bregða fyrir; allir sýnast í meðallagi og meðallagið er alveg óvenju gott. Sama er að segja um hið veikara kynið. Ég sá afar fáar afburðafallegar stúlkur og „glamour girls“ með hvítt túberað hár og kolsvarta skugga kringum augun eins og stundum sjást í Aust- urstræti, þær sér maður einungis á næturklúbbum í Aþenu. Þær ganga framhjá í tuga- og hundraðatali, áþekkar að útliti, margar nettar og laglegar og oftast óaðfinnanlega klæddar. Tötralegur maður sést að minnsta kosti ekki á aðalgötunum í Aþenu og fólkið hefur yfir sér einhvern þekkilegan menningarblæ. Ég hef heyrt, að Grikkir séu að ýsmu leyti líkir íslendingum; báðar þjóðimar búa að fornri menningu byggja harðbýl fjallalönd og hafa átt afkomu sína að verulegu leyti undir hafinu. Leiðsögumaður okk- ar í Grikklandi, Sigurður A. Magn- ússon, tók undir þessa skoðun og kvaðst una því stórvel að búa í Aþenu og deila geði við Grikki. Hann hefur verið þar á annað ár og talar grískuna reiprennandi. Úsóið er búið og við stöndum upp, en ösin hefur aldrei verið meiri. Þó er klukkan á níunda tímanum. Skýringin kemur fljótlega í ljós: Allar búðir eru opnar. Athafnalífið með þvílíku fjöri, að maður skyldi halda, að nú væri miður dagur. Grikkir tvískipta deginum sam- kvæmt ævafornri venju. Þeir eru snemma á fótum, en þegar heitast verður um hádegisbilið, þá leggja þeir niður vinnu og hver fer til síns heima. Þá taka menn sér miðdegis- lúr eins og tíðkaðist til sveita á fs- landi, þegar farið var ofan „í túnið“ síðla nætur. Þeir kalla þessa miðdeg- ishvíld „siesta" og hún stendur allt fram til kl. 5. Þá tínist fólkið á vinnustaðina að nýju, búðirnar opna og allt er í fullu fjöri fram yfir 9. Og fyrst eftir miðnættið fer mann- hafið að þynnast. Þeir ganga seint til rekkju, hressir eftir síestuna. Þetta skipulag er talsvert umdeilt. Pólkið kann vel við að dorma í hádegishitanum, en stórfyrirtæki eru andvíg og finnst vinnuaflið nýt- ast illa. f fljótu bragði virðist þetta óhentugt, slítur daginn í sundur og er tæpast nauðsyn utan sumartím- ans. Mér er sem ég sjái þá, sem drífa sig í aukavinnuna af ríkis- og bæjarskrifstofunum hér eftir klukkan 5. Þeim þætti líklega lítið verða úr tímanum og mundu verða að selja íbúðina og kannski bílinn líka. KOÐUNARFERÐ í heitri ár- degissól. Ekið framhjá pálma- lundum, hvítum byggingum í nýgrískum stíl og þriflegum íbúðarhverfum unz staðnæmst er við háborgina, Akropolis, víðfræg- asta stað Aþenu og alls Grikklands. f raun og veru er Akropolis helgur staður fyrir allan hinn vestræna heim. Við þessa hæð er ein megin- uppspretta vestrænnar menningar, fæðingarstaður lýðræðis og frjálsrar hugsunar. Akropolis gnæfir yfir, tiginn minnisvarði og symból fyrir listmenningu og frelsi. Mannkyns- sagan greinir ekki frá neinni hlið- stæðu við þá atburði, sem áttu sér stað í Aþenu á gullöld Hellena. Það má líkja þeirri þróun við gos eða sprengingu. Á tveim mannsöldrum var mikið herveldi sigrað og stórum herskipastól hleypt af stokkum. Sjónleikalistin spratt upp eins og fífill í túni og náði ótrúlegri full- komnun. Höggmyndalist stóð aldrei hærra en þá og hinar fegurstu byggingar, sem nok'kurn tíma höfðu sézt fram að þeim tíma, sáu dagsins Ijós. Og ekki nóg með það: Sagna- ritun varð að vísindagrein og snjall- ir heimspekingar gerðu garðinn frægan. Þó voru aðeins 25 þúsund frjálsir menn í Aþenu. Hádegissólin er hvít og mátulega heit, stillilogn. Á hlaðinu neðan við hæðina, þar sem minjagripasalarnir hampa styttum af Sókrates og Platon, þar stígum við út úr bíln- um. Og göngum hægt upp krókótta stígana. Nú ber hvítar súlur hof- anna við himin og undirstrika þá kenningu, að fegurðin býr í látleys- inu, hinu einfalda formi. Af hverju voru þeir að byggja hofin þama uppi, spurði einhver. Það hefði verið miklu hægara viðfangsefni niðri á jafnsléttunni. Þeir spurðu ekki um fyrirhöfn. Þrælarnir voru ekki spurðir að því heldur. Hellen- ar völdu gjarna borgum sínum staði þar sem fyrir var há hæð og brött. Þar byggðu þeir hof guðun- um til dýrðar og varnarvirki fyrir borgina. Gangan upp stíginn tekur nokkra stund, en stundin er svo hátíðleg að maður fylgist ekki með rás tím- ans. Maður starir og undrast. Og þegar komið er að súlnahliðinu mikla á vesturbrún hæðarinnar, þá skynjar maður í senn nálægð bygg- ingarverkanna og stórfenglegt út- sýnið. Og þá fyllist maður bókstaf- lega lotningu. Sú sýn er svo stór- fengleg, að hún mun naumast úr minni líða. Ég sezt á slitin þrepin uppi við súlurnar og horfi vestur yfir Aþenu og Píreus. Sjórinn er mjólkurhvít- ur og sléttur. Þarna úti á firðinum er eyjan Salamis þar sem Grikkir biðu þess í ofvæni fyrir 2442 árum að taka á móti Persum. Leónídas Spar tver j akóngur var fallinn í Laugaskarði og Persar höfðu flætt yfir Attíkuskagann. Það var ekki um annað að gera en rýma Aþenu. Flytja hvert mannsbarn burt. Kon- ur og börn út í eyjar, mennina á skipin. Þeir horfðu á það af skip- unum þegar Persar kveiktu í Aþenu og hofin á Akropolis stóðu í björtu báli. Þó voru þeir sundraðir eins og ævinlega en hinum slynga Þemistókles tókst að halda liðinu saman. Úrslitastundin var í nánd. Nú skyldi gert út um það, hvort Asía næði yfirráðum yfir Evrópu; hvort vestræn menning yrði kæfð í fæðingunni. Þetta voru fyrstu al- varlegu átökin milli austurs og vesturs að fráskilinni orrustunni við Maraþon tíu árum áður. En þá höfðu Aþeningar barizt einir og gersigrað persneska stórveldið. EIR sigruðu raunar aftur við Salamis þótt ótrúlegt megi virðast. Persakonungur lét gera sér hásæti við sund- ið og horfði á leikinn; þegar skipin renndu saman og Grikkir léku á Persana af mikilli leikni svo skip þeirra rákust saman og brotnuðu. Persar voru ósyndir, en hjá Hell- enum var það skammaryrði að vera ólæs og ósyndur. Þess vegna syntu þeir í land en andstæðingarnir drukknuðu unnvörpum. Vestrið hafði sigrað austrið og rak smiðs- höggið á þann sigur með orrust- unni við Plateu árið eftir, þegar persneski landherinn var sigraður og rekinn úr landi. Þessa daga, sem við dvöldumst í Aþenu, var einmitt að syrta í álinn við Kúbu. Ný átök milli austurs og vesturs gsetu haf- izt hvenær sem var. Svona endur- tekur sagan sig. Nema hvað tækn- inni fleygir fram. Persastríðin voru kölluð átökin milli bogans og lens- unnar. Persneska riddaraliðið var vopnað bogum og þeir hótuðu því í 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.