Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 50
fótanna, eins og hnefaleikamaður, sem að lokum bugast undan högg- um sterkari andstæðings. Næstu tvær myndir, fegurri en nokkur högmynd reyndust vera leifar ungs pilts og stúlku. Þau höfðu flúið saman, án efa hönd í hönd, þar til þau féllu, annað hvort fyrir hvirfilvindi eða þakhelluhríð, sitt í hvoru lagi, og dóu þar sem þau teygðu hendurnar hvort á móti öðru. Sá fjórði var aldraður maður. Betlari, ef dæma skal eftir klæða- burði. Á flóttanum gætti hann þess vandlega að missa ekki brauðið og kjötbitann, sem einhver góðhjart- aður samborgarinn hafði gefið hon- um. En þótt hann væri betlari, var hann með hina glæsilegustu sand- alaskó á fótum, svo vel gerða, að jafnvel hinn mesti spjátrungur hefði þótzt fullsæmdur af þeim. Þessi betlari hefur án 'efa verið bezt skóaði ölmusumaðurinn í allri Pompeji. Þótt þessar vel varðveittu líkams- minjar bregði upp skýrri mynd af lífi og dauða Pompeji, hafa ver farnar minjar einnig sína sögu að segja. 1936 voru grafnar upp forn- minjar í húsi leyndardómanna, þar sem snilldarleg veggmálverk lýsa hinum leyndu Dionysus-helgisiðum. Þar voru einungis beinagrindur. í lítilli kompu þjónsins fundust bein hans, þar sem hann lá á grúfu á gólfinu. Hinn dyggi þjónn stóð vörð, þótt tortímingin héldi innreið sína og húsbóndinn væri horfinn. Undir súlnagöngum hússins fund- ust beinagrindur verkamanna, sem verið höfðu að brjóta niður — eða endurbyggja vatnsgeymi, þegar gos- ið kom. Þeir voru innilokaðir í neð- anjarðarbyrgi, og dóu úr kolsýrings- eitrun. Kolsýringurinn var enn, tæpum 19 öldum síðar, svo mikill þarna niðri, að fornleifafræðingar, sem unnu að rannsóknum þar, urðu að hafa súrefnistæki. Margir leituðu athvarfs í skóla- húsi borgarinnar, Palaestra. Þegar skólahúsið var grafið upp árin 1932 til 1935, fundust leifar verkamanna, sem voru að bæta spjöll, sem urðu á húsinu í jarðskjálfta 17 árum áður en Pompeji eyddist. Þegar gosið hófst, flúðu verkamennirnir inn á salerni skólahússins, þar sem þeir skutu slagbröndum fyrir hurðirnar og biðu þess, að ósköpunum linnti. Þegar skólahúsinu var lokað, varð múlrekinn eftir úti ásamt múldýri sínu. Hann barði í örvæntingu á dyrnar, en þegar enginn opnaði, bjó hann sig undir dauða sinn. Hann vafði teppinu sínu þétt utan um sig, eins og ormur vefur sér púpu, settist með bakið að vegg hússins og beið þar þess er verða vildi. Beinin úr múldýri hans fundust skammt frá, og utan um háls þess var festi með lituðum glerperlum, eins og ökumenn þeirra tíma skreyttu skepnur ' sínar almennt með. Þrátt fyrir þetta allt, virðist Pompeji á okkar dögum vera lifandi borg. Þegar ferðamaðurinn gengur um götur borgarinnar, fram hjá verzlunarhúsunum og húsunum, þar sem listafögur veggmálverk gleðja augun, á hann einna helzt von á því að heyra fagnaðarlæti frá hring- leikahúsinu í fjarska, eða að mæta lokkaprúðum manni með undarleg- an handvagn á undan sér, eða að múlrekinn komi með hrópum út úr hliðargötu með klyfjaðan múl- 50 VIKAN asnann á undan sér. En fagnaðarlætin heyrast ekki. Ferðamaðurinn mætir engum vagni, og múlrekinn lætur ekki sjá sig. Það er aðeins fegurð þessarar fornu borgar og blámi himinsins — og Vesuvíus, sem gnæfir rólegur, þög- ull og tignarlegur, yfir Pompeji, rétt á sama hátt og hann gerði að morgni hins 24. ágúst árið 79 eftir Kristsburð, áður en reiðarslagið dundi yfir. ★ í fullri alvöru. Framhald af bls. 6. dýrt. Við megum ekki spenna bog- ann of hátt. Að sjálfsögðu er betri pappír dýrari í innkaupi, en þann aukakostnað vildum við gjarnan Þrautreynd dieselvél. Vélin í Volvo L-4751 er hin þekkta Volvo dieselvél TD47B, sem hefur verið notuð í fleiri tegundum Volvo vörubifreiða. Afköst vélarinnar er 120 hö. SMMT (137 hö. SMMT (137 hö. SAE) við 2800 snún./mín. L4751 er með 5 hraða gírkassa, og er hann synchroniseraður á öll- um nema 1. gír. Mjög auðvelt er að skipta, og stuttar hreyfingar með skiptistönginni. Tvískipt eða einfalt drif eru fáanleg eftir vali. Tvenns konar hemlar. L-4751 er með tvöföldu hemla- kerfi, þannig að ef hemlar bila að aftan eða framan, eru fullir hemlar eftir á hinu kerfinu, og eykur þetta mjög öryggi bifreiðarinnar. Vélhem- Nei, halló, Jói. Hvernig tókst þér að losna við keriinguna og krakkana? leggja í — en að greiða svo þar að auki þriðjung innkaupsverðs í tolla, það er okkur ofviða. Ef okkur dytti í hug að prenta allt blaðið á sæmilega góðan papp- ír — sem mundi færa Vikuna í íyrsta flokk tímarita að útliti og pappírsgæðum — mundi það kosta rúmlega 500 þúsund krónur í tolla á ári hverju. Þegar útgefendur verða að sjá í hvern eyri til þess að halda útsöluverði niðri, þá eru slíkar upphæðir orðnar of háar til þess að vera viðráðanlegar. Þessir tollar eru — eins og áður er sagt — á allan pappír, sem er meiri að gæðum en venjulegur blaðapappír. Þess vegna leggst þessi aukakostnaður á alla þá út- gáfu hér á landi, sem ekki getur notazt við lélegustu tegundir papp- írs. Allar námsbækur, fræðibæk- ur, skáldsögur, skáldverk, mynda- bækur, ferðapésar, dagatöl, toll- skráin og símaskráin. Allt er þetta undir sömu sökina selt, — jafnvel pappírinn í okkar þjóðarbókmennt- um, fslendingasögunum, er tollaður, en enska útgáfan af Njálssögu er flutt til íslands, tollfrjálst. G. K. Volvo. Framhald af bls. 3. Húsið er eitt af hinni vel þekktu og öruggu Volvo stálhúsum. Það er mjög vel hita- og hljóðeinangrað. Loftið er klætt með hljóðdeifandi plötum, og gólfið er smíðað í einu lagi til þess að skilja húsið betur frá vélinni. ill er ennfremur á bifreiðinni, og auk þess er handhemill í beinu sam- bandi við afturhjólin. Volvo L-4751 verður fáanlegur hérlendis snemma á næsta ári. Stiginn varð aS dægradvöl. Framhald af bls. 37. tvinnakefli, en það festir þú á fjöl, með skrúfu, eða nagla, sem gengur í gegnum perlu, eða litla blikkplötu, sem á að vera undir keflinu, svo snúningur skífunnar verði hraðari. Svo gerir þú ör úr pappa, límir hana á grannan lista, sem auðveld- ast er að negla við kantinn á fjölinni, en gættu þess, að örvaroddurinn nái inn yfir skífuna, svo örin sýni hvaða tala kemur í þinn hlut, er hún stanz- ar. Dauðs manns spegill. Framhald af bls. 29. geysistórir hægindastólar og ósvikn- ir Chippendale stólar. Ekki var mik- ið um skrautmuni, en nokkrar eir- styttur á arinhillunni drógu að sér athygli Poirots og virtust vekja að- dáun hans. Hann tók þær í hönd sér, hverja á fætur annari og athugaði þær gaumgæfilega, áður en hann lét þær nákvæmlega á sinn stað aftur. Af einni þeirra, sem stóð lengst til vinstri, losaði hann eitt- hvað með nöglinni. „Hvað er þetta?“ spurði hann Hugo með fremur litlum áhuga. „Ekkert stórkostlegt. Ofurlítil flís úr spegli.“ „Það er skrýtið hvernig skotið hefur mölvað þennan spegil. Brot- inn spegill táknar ógæfu. Veslings Gervase gamli... Ég býst við að lánið hafi verið búið að elta hann full lengi.“ „Frændi yðar var heppnismaður?" „Það má nú segja. Heppni hans var orðin að þjóðsögu! Allt, sem hann snerti á, varð að gulli! Ef hann veðjaði á óþekktan hest, sigraði hann með yfirburðum! Ef hann keypti hlut í vafasamri námu, fannst þegar í stað gullæð í henni! Hann hefur á ótrúlegasta hátt losnað úr hdnum allra verztu klípum. Oftar en einu sinni hefur hann komist lífs af fyrir hreinasta kraftaverk. Hann var bezti drengur, á sinn hátt. Hann hafði vissulega farið víðar og séð fleira en flestir aðrir samtíðarmanna hans.“ „Þér hafið haft miklar mætur á frænda yðar?“ sagði Poirot vin- gjarnlega. Spurningin virtist koma dálítið flatt upp á Hugo Trent. „O-e-e—já, auðvitað," sagði hann hálf hikandi. „Sjáið þér til, hann var dálítið erfiður stundum. Óttalega þreytandi í umgengni og allt þess háttar. Til allrar hamingju hef ég ekki þurft að vera mikið með hon- um.“ „Ilonum þótti vænt um yður?“ „Ég held varla, að þér hefðuð orð- ið þess var, satt að segja var það honum fremur til ásteitingar, að ég skyldi vera til, ef svo má segja.“ „Hvernig stóð á því, hr. Trent?“ „Jú, sjáið þér til, hann átti engan son sjálfur — og það tók hann mjög sárt. Hann var brjálaður í öllu, sem við kom fjölskyldunni. Ég held að honum hafi ekki getað sárnað annað meira, en að hugsa til þess, að þegar hann dæi, þá væri lokið tilveru Chevenix-Goreanna. Þeir hafa ver- ið við líði síðan Normannarnir unnu England. Gamli maðurinn var hinn síðasti þeirra. Ég geri ráð fyrir að frá hans sjónarmiði hafi það verið skrambi slæmt.“ „Þér eruð sjálfur ekki á sömu skoðun?“ Hugo yppti öxlum. „Mér finnst allt slíkt orðið frem- ur úrelt.“ „Hvað verður um óðalseignina?" „Sannast að segja veit ég það ekki. Það er hugsanlegt, að ég fái hana. Eða hann hefur eftirlátið Rut hana. Að öllum líkindum heldur Vanda henni á meðan hún lifir.“ „Frændi yðar hefur ekki gert upp- skátt um lokaákvarðanir sínar?“ „Ja, hann átti sína uppáhalds hug- mynd.“ „Og hver var hún?“ „Hann vildi að við Rut giftum okkur.“ „Það hefði vafalaust verið mjög ákjósanlegt." „Alveg sérstaklega ákjósanlegt. En Rut — ja, Rut hefur sínar eigin skoðanir á lífinu, og þær fremur ákveðnar. Takið eftir, hún er fram- úrskarandi ákveðin ung stúlka, og hún veit það sjálf. Hún er ekkert að flýta sér að festa ráð sitt.“ Poirot hallaði sér fram. „En þér sjálfur munduð hafa ver- ið fús til þess, hr. Trent?“ „Satt að segja sé ég ekki betur en það sé nákvæmlega sama, hverj- um maður giftist nú á dögum. Það er svo auðvelt að fá skilnað. Ef hjónunum kemur ekki saman, er ekkert auðveldara en að höggva á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.