Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 19
Það varð ekki betur séð, en Vesúvíus ætl- i aði að leggja allan heiminn í rúst. Fyrir einu andartaki gnæfði tindur eldfjallsins friðsamlega yfir Pompei í árdegisgeislun- um, en í næstu andrá dundi reiðarsalagið yfir, og skelfilegt, svart ský huldi sólina. í sama bili kvað við ægileg sprenging. Fjallstindurinn rifnaði, og eldregn dauðans hófst. Stórir vikurklumpar þeyttust úr iðr- um jarðar, upp í gegn um eldfjallið og 1 dreifðust yfir dauðadæmda borgina, brutu veggi húsanna, sliguðu þökin og huldu stræt- in. íbúarnir lögðu hljóðandi á flótta, þrifu | upp þakhellur og sessur, til þess að skýla sér með fyrir grófgerðu vikurhaglinu. Margir íbúa Pompei — sérstaklega hinir auðugu — fengu sig ekki til þess að yfirgefa dýrmætar eigur sínar, en leituðu þess í stað skjóls heima fyrir. Þessi ákvörðun kostaði þá lífið. Skaflar af vikri, gjalli og ösku hækkuðu jafnt og þétt, huldu dyr og glugga og grófu fórnardýr sín lifandi, þar sem þau höfðu leitað skjóls í kjöllurum og húsagörðum. Eitarðar tegundir jarðgass stigu upp af vikr- inum og öskunni og bundu endi á líf þeirra, sem leitað höfðu hælis á efri hæðum hús- anna. Brátt náðu skaflarnir þakskeggjunum, og innan tíðar voru þökin komin í kaf. Dag- ar Pompei voru allir. En Vesúvíus var ekki ánægður. Hann hélt áfram, og jós hverju tonninu á fætur öðru af vikri á gröf Pompei, eins og til þess að koma í veg fyrir, að leifar þessarar borgar litu framar dagsins ljós. Á þremur dögum var staðnum breytt úr líflegri borg í risa- vaxinn kirkjugarð, undir um það bil sjö metra lagi af gjalli og ösku. í þessum kirkju- garði voru lík sextán þúsund Pompeibúa, áttatíu prósent af íbúatölu borgarinnar. Sagan um eyðileggingu Pompei er ekki ný. , En sífellt kemur eitthvað nýtt fram í dags- Ijósið, og sagan verður aldrei sögð til fulls. Skýringin á því liggur í augum uppi. Pompei eyddist ekki í eldi, eins og svo margir staðir, sem eyðzt hafa af eldgosum. Sami vikurinn og askan, sem lögðu Pompei í rúst, hafa einnig varðveitt minjar borgar- innar og þess lífs, sem þar var lifað, betur en nokkurt safn hefði getað. Rannsóknar- starfið á Pompeji er því ekki rannsókn rústa, heldur stórkostlegs minjasafns. Sem dæmi má nefna sögu Pompciíbúanna þrettán, sem fundust nú fyrir skömmu. Það er ásakanleg saga um skelfingu og hugrekki. Líkur benda til, að þar hafi þrjár fjöl- skyldur verið á ferð. Tvær fjölskyldur leigu- liða, og þriðja fjölskylda kaupmanns. Þetta fólk bjó syðst á Pompei, fjærst eldfjallinu, og hefur sennilega verið góðir nágrannar, eins og oft gerist með fólk, sem á heima fjarri miðborgum og þarfnast innbyrðis félags- skapar. Þegar ógnirnar dundu yfir, komu þessar þrjár fjölskyldur saman, að því er virðist, og ákváðu eftir stutta yfirvegun að leita athvarfs í sterkasta húsinu og bíða þar, unz vikurfallið hætti. Það er auðvelt að gera sér Framhald á bls. 49. Fjölskyldurnar þrjár grafnar upp. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.