Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 47
þær eru kínverskar eða Evrópubúar — allar konur eru hræddar við mýs. En diskarnir mínir,“ sagði hún, „beztu diskarnir mínir, sem langafi minn í Canton átti.“ „Haldið áfram að borða, Mr. Ballinger,“ sagði hún. Við getum fengið durian hvenær sem er.“ Maðurinn við barborðið þagnaði. „Hvað svo? Hvað skeði svo? Hald- ið áfram," sagði einhver. „Skeði?“ sagði maðurinn. „Hann dó. Ballinger dó. Sé durian neytt með áfengi, er það banvænt. Þegar allt var komið í kring og jaraðrförin hafði farið fram, spurði Jack: „Hvers vegna gerðirðu þetta, Lin?“ „Gerði hvað?“ spurði Lin. „Þú veizt það,“ sagði hann. „Þú vissir að þetta mundi drepa' hann.“ „Þú ert maðurinn minn,“ sagði hún. „Hvernig fór um hlutabréfin?“ spurði einhver. „Þau skiluðu góðum arði. Bæk- urnar voru komnar í lag, þegar næsti maður kom.“ „En stúlkan?" sagði ég. „Hvað gerðuð þér við stúlkuna?“ „Ég?“ „Auðvitað," sagði ég. „Þér eruð Jack, er það ekki?“ „Ég yfirgaf hana,“ sagði hann. „Ég fór heim. Ég gat ekki búið með morðingja, eða hvað?“ Hann faldi andlitið í höndum sér og fór að gráta. Með þessum hræðilegu ekka- sogum karlmannsins. Rósa klappaði honum á öxlina. „Þvílíkur bölvaður bjáni!“ sagði ég- Og svo spýtti ég. Og lét mér í léttu rúmi liggja, hvað Rósa sagði. ★ Magnolíutréð.. Framhald af bls. 9. neilt hættulegt. Hún gekk inn til sín og hélt áfram að hugsa um litlu, grönnu stúlkuna og hækjurn- ar hennar. Hún kom aftur næsta dag. Hækj- urnar stóðu aftur upp við grind- verkið. — Góðan daginn aftur, sagði Rutli brosandi. Barnið brosti á móti og þannig myndaðist vinátta milli þeirra. Allt- af þegar Ruth kom heim af skrif- stofunni, stóð stúlkan þarna og horfði á tréð. Hún stóð þarna daginn, sem fór að rigna. Rigningin kom óvænt, og Rutli flýtti sér heim. Stúlkan tók hækjurnar sinar. Hún var aðeins í þunnum jakka og ber- h jfðuð. — Halló, kallaði Ruth. — Þú verður gegnblaut. Komdu innfyrir. Þetta verður liara skúr. Stúlkunni geklc ótrúlega vel að komast upp stigann. Hún sýndist ósköp lítil, þar sem hún sat í stórum og fornfálegum hægindastólnum, sem var aðalhús- gagnið í stóru, gamaldags stofunni. Hún sat þráðbein í stólnum og teygði út fótinn. — Bráðum verður gipsið tekið af, sagði telpan hátíðlega. — Það gtcður mig, sagði Ruth. Blautar og þunnar flétturnar gáfu ávöhi barnsandlitinu alvarlegan svip. Það var auðséð, að henni fannst mikið til um að vera þarna, og Ruth varð glöð yfir því. — Ilvernig vildi það til, að fóturinn BÚNAÐARBLAÐIÐ flytur bændum: Frásagnir af reynslu annara bænda við búskap, leiðbeiningar ráðunauta og vísindamanna, erlendar nýj- ungar, sem eiga við íslenzka staðhætti. 9 BÚNAÐARBLAÐIÐ er óháð stjórnmálum og stéttasamtökum. ^ BÚNAÐARBLAÐIÐ er ómyrkt í máli og hefur hag bændastéttarinnar fyrir augurn í skrifum sínum. ^ BÚNAÐARBLAÐIÐ kemur út 12 sinnum á ári. Áskriftargjald er aðeins 150,00 krónur á ári. Áskrifendur VIKUNNAR fá blaðið ókeypis ef þeir óska. KiNí&kt&im. Nafn: ..................................................... Heimili: .................................................. Sýsla: .................................................... □ Greiðsla fylgir. □ Sendið í póstkröfu. BÚNAÐARBLAÐIÐ — Skipholti 33 — Pósthólf 149 — Reykjavík. brotnaði? — Eg datt í kjallarastiganum hjá Söru frænku. — Það var óheppni, sagði Rutli. — Má ég bjóða þér eitthvað að borða? Eða biður mamma þín kann- ski með matinn eftir þér? — Mamma dó í fyrra, sagði litla stúlkan. Hún sat enn bein í stóln- um, og rödd hennar var skýr og fullorðinsleg. En svipurinn á litla andlitinu var sorgmæddur og það var eitlhvað vonleysislegt við magr- ar axlirnar, svo að Ruth fékk ákafa löngun til þess að taka þetta barn í faðminn. — Þetta er sorglegt, sagði hún lágt. — Pabbi og ég, héll barnið áfram —- við búum hjá Söru frænku. Sara frænka er afskaplega gömul. Og ég er búin að borða, þakka fyrir, bætti hún kurteislega við. —- Ég borðaði snemma i dag, með Söru frænku, al' því að pabbi hefur yfir- vinnu. Röddin var sorgmædd. — En geturðu þá ekki borðað eina kökusneið? spurði Ruth. Hún var fegin því, að liafa keypt köku. — Annars heiti ég Ruth Denton. Ég er nýflutt liér inn. — Ég heiti Jenny Lee, sagði telp- an um leið og hún tók við kökunni. — Á morgun er laugardagur, sagði hún. — Þá á pabbi fri, og þá ætla ég að koma með hann og sýna honum magnolíutréð. Áður en það deyr. Nú var röddin aftur orðin raunaleg. — Það deyr ekki, sagði Ruth blíðlega. — Blómin fölna, en sjálft tréð hefur staðið þarna í mörg ár. Blómin koma aftur, næsta vor. Þær fóru að tala um annað. meðal annars um skólann, sem Jennv geklc í, og um tímana, sem Jenny missti úr. — Pabbi getur hjálpað mér með reikninginn. Hann er bókhaldari. — Ég gæti líka hjálpað þér með reikninginn, hugsaði Ruth bitur. — Það liggur líka fyrir mér, Þú ert eins skynsöm og karlmaður. Ruth, hafði Donald sagt. En hjartað var konuhjarta. Nú langaði hana skyndi- lega ákaflega til þess að lijálpa telp- unni. —• En hin fögin, andvarpaði stúlkan. — Ég er ekki sérlega góð í sögu og lándafræði og þvílíku. Ég er næstum búin að gleyma þvi öllu. — Það er ég lika, sagði Ruth brosandi. — En kannski getum við rifjað það upp saman. -— Heldurðu það? Heldurðu það raunverulega? Litla stúlkan var glöð og áköf. Nú var liætt að rigna úti. Það var eins og magnoliutréð helði sjálft lirist af sér regnið, eins og lifandi vera. Það var lifandi vera, sagði Ruth við sjálfa sig. Rigningin hafði lika blásið lífi í grágrænt grasið. Telpan haltraði niður götuna, stanzaði og veifaði lil Rutliar. Iiún átti heima skammt frá Rulh, hafði húli sagt lienni. — Jenny, hvíslaði Ruth. — Jcnny VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.