Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 51
hnútinn og byrja á nýjan leik.“ Dyrnar opnuðust og Forbes gekk inn ásamt háum vel klæddum manni. Hinn síðarnefndi kinkaði kolli til Trents. „Sæll Hugo. Mér þykir þetta ákaf- lega leitt. Mjög þungbært fyrir ykk- ur öll.“ Hereule Poirot gekk fram. „Komið þér sælir, Riddle majór. Þér munið eftir mér?“ „Já, vissulega." Þeir tókust í í hendur. „Svo að þér eruð kominn hingað?“ Það var ofurlítill undrunarblær á röddinni. Hann leit forvitnislega á Hercule Poirot. Fjórði kafli. „Jæja?“ sagði Riddle majór. Það var tuttugu mínútum síðar. Lögregluforinginn beindi þessari óákveðnu spurningu til lögreglu- læknisins, sem var roskinn maður, rýr og hæruskotinn. Hinn síðarnefndi yppti öxlum. Hefur verið dauður í meira en hálfa klukkustund — en ekki meira en eina klukkustund. Þér kærið yður ekki um sérfræðiskýringar, svo að ég sleppi þeim. Maðurinn hefur ver- ið skotinn gegnum höfuðið og skammbyssunni verið haldið fáa þumlunga frá hægra gagnauga. Kúl- an hefur farið beint í gegnum heil- ann og út aftur.“ „Kemur fullkomlega heim við sjálfsmorð?“ „Já, fullkomlega. Líkaminn hefur síðan sigið niður í stólinn og skamm- byssan fallið úr hendi hans.“ „Þér hafið fengið kúluna?" „Já,“ Læknirinn hélt henni á loft. „Gott,“ sagði Riddle majór. „Við skulum geyma hana, til þess að bera hana við skammbyssuna. Það gleður mig, að málið er ljóst og ekkert, sem veldur erfiðleikum.“ „Þér eruð viss um, að það séu engir erfiðleikar, læknir?" spurði Poirot blíðlega. Læknirinn svaraði seinlega: „Ja, ég býst við, að yður kynni að þykja eitt atriði dálítið undar- legt. Þegar hann hefur skotið sig, hlýtur hann að hafa hallað sér ofur- lítið til hægri. Annars hefði kúlan lent í veggnum fyrir neðan spegil- inn í stað þess að skella í honum miðjurn." „Óþægileg aðstaða fyrir sjálfs- morðingja,“ mælti Poirot. Læknirinn yppti öxlum. „Ó, já — þægilegt — ef þér eruð að gera endi á öllu —“ Hann lauk ekki við setninguna. „Má nú fara með líkið?“ spurði Riddle majór. „Já, ég er búinn. Á aðeins eftir lögregludómarann. “ „En þér, yfirlögregluþjónn?“ Það var óeinkennisklæddur maður, hár vexti og sviplítill, sem Riddle majór beindi þessari spurningu til. „Allt í lagi, herra. Við höfum feng- ið allt, sem við þurfum. Við eigum aðeins eftir að taka fingraför hins látna á skammbyssunni." „Þá getið þið haldið áfram við það.“ Jarðneskar leifar Gervase Cheven- ix-Gores voru færðar á brott. Lög- regluforinginn og Poirot voru einir eftir. „Jæja,“ sagði Riddle, „Hér virðist allt ljóst og brotalaust. Dyrnar læst- ar, lykillinn að dyrunum í vasa hins dána. Allt kemur heim við reikn- ingsbókina — það er aðeins eitt atriði.“ „Og hvað er það, góði vinur?“ spurði Poirot. „Þér!“ sagði Riddle djarflega. „Hvernig stendur á yður hér?“ í stað þess að svara, rétti Poirot honum bréfið, sem hann hafði feng- ið frá hinum látna fyrir viku síðan, ásamt skeytinu, sem að lokum kvaddi hann á staðinn. „Hm,“ sagði lögregluforinginn. „Merkilegt. Við verðum að komast til botns í þessu. Mér er nær að halda, að þetta standi í beinu sam- bandi við sjálfsmorð hans.“ „Ég er á sama máli.“ „Við verðum að athuga, hverjir eru hér á heimilinu." „Ég get sagt yður nöfnin á þeim. Ég var einmitt að spyrjast fyrir hjá herra Trent.“ Hann hafði yfir nafnalistann. „Kannski þér, Riddle majór, vitið eitthvað um þetta fólk?“ „Auðvitað veit ég eitthvað um það. Frú Chevenix - Gore er á sinn hátt alveg jafn geggjuð og herra Gervase gamli. Þau höfðu mikið dá- læti hvort á öðru — og voru bæði jafn geggjuð. Ég hef aldrei vitað jafn reikula manneskju, og þó á hún til einhverja dularfulla skarp- skyggni, sem getur hitt naglann á höfuðið á hinn furðulegasta hátt. Menn hlæja oft að henni, en hún lætur sig það engu skipta. Hún er gersneydd allri kímnigáfu.“ „Ungfrú Chevenix-Gore er aðeins kjördóttir þeirra, skilst mér?“ „Já.“ „Mjög fríð stúlka." „Hún er fjandi ginnandi stúlka. Hún hefur leikið illa flesta unga menn hér um slóðir. Gefur þeim undir fótinn og snýr síðan við þeim baki og hlær að þeim. Situr vel hest og hefur dásamlegar hendur.“ „Það kemur okkur nú ekki við sem stendur.“ „E - e - nei, ef til vill ekki.. . Jæja, þá er það hitt fólkið. Ég þekki auðvitað Bury gamla. Hann er oft- ast hér. Nærri því eins og heimilis- köttur. Eins konar skjaldsveinn frú Chevenix-Gore. Mjög gamall vin- ur þeirra hjóna.Þau hafa þekkt hann alla sína ævi. Ég held, að þeir hr. Gervase og hann hafi báðir haft áhuga á einhverjum félagsskap, sem Bury stjórnaði." „Oswald Forbes, eruð þér nokkuð kunnugur honum?“ „Mig minnir, að ég hafi hitt hann einu sinni." „Ungfrú Lingard?" „Aldrei heyrt hana nefnda.“ „Ungfrú Susanna Cardwell?“ „Fremur snotur stúlka, rauðhærð. Ég hef séð hana á gangi með Rut Chevenix-Gore nokkra síðustu dag- ana.“ „Hr. Burrows?" „Já, ég þekki hann. Einkaritari Chevenix-Gores. Okkar á milli sagt, ég hef ekki mikið álit á honum. Hann er snotur og veit af því. Ekki fyllilega af fyrstu skúffu.“ „Hefur hann verið lengi hjá hr. Gervase?“ „Um það bil tvö ár, held ég.“ „Og það er enginn annar — ?“ Poirot þagnaði. Framhald í næsta blaði. $éS> H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Kœlitœki fyrir kaupmenn oy kaup- félög, ýmsar gerðir og stærðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. Frystikistur, 2 stœrðir 150 l og 300 /.— fyrir heimili, verzlanir og veitingahús. vikan 5i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.