Vikan


Vikan - 17.01.1963, Síða 2

Vikan - 17.01.1963, Síða 2
Alltdf fjölgar VOLKSWAGEK © © Volkswagen útlitið er alltaf eins þótt um endur- bætur og nvjungar sé að ræða. - VOLKSWAGEN kostar: kr. I2I.S2S.OO með raiðstöð, sprautu á framrúðu, leðurlíkingu á sætum og í toppi. Tvöföldum fram- og aftursætum. VOLKSWAGEIV ER FIMM MAWA BÍLL VOLKSWAGEN ER FJÖLSKYLDLBÍLL Heildverzlnnin Hekla ti.f. Sími 11275. Nú þegar jólin eru afstaðin, en þorrinn og góan framundan, þá fara þeir að líta í kringum sig, sem ætla að fá sér nýtt farartæki í vor. Fyrst er að athuga það áþreifanlega: Bílana á götunni. En síðan þarf sam- anburð á stærð, eyðslu og orku. Og það er aftar í þessu blaði. Það vakti talsverða athygli, þegar Vikan birti í fyrra fyrst blaða samanburð og myndir af rúmlega 80 bílum. Mönn- um þótti þægilegt að hafa allar helztu upplýsingar á einum stað. Það voru líka margir að hugleiða þetta efni, því nær tvö þúsund bílar komu til landsins á árinu. Nú endurtökum við þetta og höfum þó heldur fleiri með en síðast. Það er sannarlega vandi að velja rétt. Og margt kemur til greina, sem viðlíka gott má kallast. Bílaf í sama verðflokki eru yfirleitt mjög svip- aðir að gæðum. Samkeppnin er orð- in svo hörð. f Evrópu er hún hörð- ust hvað smábílana áhrærir. Á hverju ári koma fram nýir smábílar og flestum er það sameiginlegt, að þeim er ætlað að keppa við Fólks- vagninn, sem mestum vinsældum hefur náð í flokki smábíla. í þeim flokki er Fiat með tvo bíla, þó báða heldur minni en Fólksvagninn. Þeir hafa litlum sem engum breytingum tekið að undanförnu og verða eins í ár. Fransmenn hafa tvo í þessum flokki og þykja báðir góðir: Renault og Simca 1000. Sá síðarnefndi er með Corvair-lagi og óbreyttur í ár. Sama er að segja um Renault Dauphine; hann hefur ekki tekið neinum breytingum. Reyndar eru franskir með einn Citroen í þessum flokki, en hann hefur ekki flutzt hingað enn. Þjóðverjar hafa bætt einum við smábílaklassann. Það er Opel Kadett, sem var til sýnis hér í byrj- un desember; allmerk viðbót við þennan hóp, snotur bíll en að sjálf- sögðu óreynt um endingu hans. í Bretlandi eru það einkum Morris og Austin, sem fylla þennan flokk. Þessir smábílar hafa verið fluttir hingað og reynzt vel. Þeir verða í ár með sama sniði. Einn af keppinautum Fólksvagnsins er þýzki smábíllinn NSU Prins, sem lesend-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.