Vikan


Vikan - 17.01.1963, Qupperneq 17

Vikan - 17.01.1963, Qupperneq 17
eftir PETUR LYNG sjá eftir svallið. Mér fannst sem mér væru allir vegir færir um kvöldið, þegar við vorum ein, það er alltaf eins beg- ar Dóra er hjá mérz þá er ég ann- ar og betri maður. Eg gleymdi öllu nema henni þetta kvöld og stein- svaf um nóttina, þreyttur og ánægður, en það gerði Dóra ekki, því hún var vansvefta og þreytt. Um morguninn sagði hún: .•— „Heyrðu, er barnaheimili hérna hinum megin við þilið?u „Nei“, svaraði ég kæruleysislega, „bað eru bara strákarnir hans Kára“. Ég var satt að segja orðinn svo vanur þeim, að ég var steinhætt- ur að heyra í greyjunum. „Hvað, er enginn h.já þeim, þeir voru grenjandi til skiptis í alla nótt?“ „Hann er svo þreyttur, hann Kári, að hann sefur þó að þeir láti til sín heyra. Hann er alltaf í skólan- um, en hefur strákana á barna- heimili á daginn“. „Hvar er kon- an hans?“ „Hún er löngu hlaupin frá öllu saman, dauðleið á barna- stússinu og bleyjuþvottinum“. „Er hann aleinn með þá?“ „Já, hann vill ekki láta foreldra sína vita að hún sé hlaupin frá sér, hann held- ur að hún komi aftur einhvern tímann, annars mundi mamma hans auðvitað hjálpa honum“. „En þetta er alveg ómögulegt fyrir hann að vera með tvo litla stráka og stunda erfitt háskólanám jafn- fram“. „Já, það finnst honum líka, en hann er ákveðinn að þrauka þangað til í vor“. Ilún spurði mig ekki meira um þetta um morguninn, en rak mig með harðri hendi í skólann, og ég sem hafði séð fram á ánægjuleg- an dag heima hjá henni. Verst var, að ég gat sjálfum mér um kennt, því ég glopraði því út úr mér, að ég hefði ekki farið í skólann í nokkra daga. Eftir að ég fór, bankaði hún hjá Kára, heilsaði, og bauðst til að hjálpa honum að klæða strák- ana. Hún bjó til kaffi handa Kára og gaf strákunum graut og mjólk, það höfðu þeir víst aldrei fengið áður að morgni til, því Kári hafði naumast tíma til að klæða þá og koma þeim af stað á morgnana, áður en hann hljóp í skólann. Dóra sagði mér þetta allt um kvöldið, þegar ég kom heim . Ég var feginn því að hún hjálp- aði honum, satt að segja fann ég sárlega til með honum, þegar hann var að basla við strákana, eða rauð- eygður og syf.jaður hangandi yfir námsbókum seint á kvöldin, beg- ar þeir voru loksins komnir í ró. Já, það var sannarlega ljótt hvern- ig stelpuskjátan hún Inger hafði farið með hann. Hann, sem var lík- lega efnilegasti íslenzki námsmað- urinn í Osló. Hann var sá okkar, sem vísastur var til að hrasa ekki á hálum strætum stórborgarinn- ar. Hann var nefnilega svo feim- inn við kvenfólk, að hann blóðroðn- aði ef kvenmaður svo mikið sem yrti á hann. Það versta var þó, að hann gekk mjög í augu kven- fólksins, því að hann var stór- myndarlegur, hár vexti og Ijós- hærður, „eins og víkingur“, sögðu Oslóarstelpurnar og þóttust ekk- ert taka eftir feimni hans, en eltu hann á röndum og heimsóttu hann á kvöldin, auðvitað margar sam- an, en samt gat engum dulizt, sem eitthvað vildu skilja, hvað þær vildu honum. Svo varð ein hlut- skörpust, hún hét Inger, ekki sér- lega lagleg, dökkhærð stelpa, en hún kunni að mála sig og gera sig girnilega. Okkur hinum fannst hún frekar leiðinleg og hávaða- söm, en Kári var ánægður með hana. Þau giftu sig þegar hún var komin nokkra mánuði á leið að eldri stráknum. Ég vissi af þess- ari litlu tveggja herbergja íbúð, sem einmitt var laus um það leyti. Þau tóku hana á leigu af því að hún var ódýr og stutt frá skólan- Ég heyrði, ef svo má að orði kom- ast, allt hjónaband þeirra gegnum Framliald á bls. 44. VIKAN YJ

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.