Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 13
 einhvern snefil af skilningi á lífinu eins og það er fegurst, og á Rómaborg. Áður en ég gæti farið til Iscliia varð ég að finna þenn- an mann, helzt. átti hann aldrei að hafa komið fram fyrir áhorf- endahóp i leikluisi eða kvikmyndahúsi. Ég vildi fá ótaminn mann, fulan af lífsþrótti og ófáguðum eiginleikum. Giueseppi reyndi að telja mig á að fara til Ischia, og láta sig um að finna „rómverska apamanninn“, eins og hann kallaði hann, en ég var ákveðinn. Giuseppi gat fundið einhvern, sem gat leikið manninn. Ég ætlaði að finna manninn sjálfan. Þannig atvikaðist það, að ég hitti Tonio, og steyptist um leið inn í atburðarás, sem var miklu meina spennandi en nokkurl handrit, sem ég hefði nokkurn tima getað skrifað. Ég heyrði hans fyrst getið i kvöldverðarboði lijá Marcelli bræðrunum í tilefni frumsýningar á einni af myndum þeirra. Reyndar má frekar segja að ég liafi hlerað um liann í samtali, sem fór fram í liálf- um liljóðum milii tveggja kvenna. „Elskan min,“ lieyrði ég aðra segja, „ég er búin að fara þrisvar að sjá hann. Hann er sko það guðdómlegasta, sem ég hef séð.“ Ég taldi víst, iað hún væri að tala um kvikmyndaleikara eða skemmtikraft í næturklúbb, og var i þann veginn að færa mig frá þeim. „Hann er gæzlumaður i dýragarðinum," hélt hún áfram, „og það er rétt eins og hann sé eitt af dýrunum sjálfur.“ „Hvar getur maður fengið að sjá þetta fyrirbæri?“ spurði hin. „Á hverjum morgni klukkan ellefu við ljónabúrið," sagði kon an, sem var svo lirifin. „Hann heitir Tonio, og ég segi þér satt, að það cr þess virði að fara snemma á fætur og út i dýragarð, bara til þess að sjá hann. Passaðu þig að fara bara ekki of nærri, hann gæti kastað þér i gin ljónanna.“ Hún hló við tilhugsunina, en hætti siðan skyndilega. „Varlega," sagði hún, „hér kemur herra minn og húsbóndi.“ Ég sneri mér við, og sá miðaldra mann nálg- ast tvær ofmálaðar konur, ofhlaðnar skartgripum. Hann muldr- aði eitthvað í þá átt, að hann vildi fara lieim. Ég ákvað að fara heim líka, og vera í dýragarðinuin klukkan ellefu daginn eftir. Þarna gæti leynzt möguleiki; að þessi Tonio, sem leit út eins og Ijónin, sem hann gætti, væri einmitt maðuriftn, sem mig vantaði í myndina mína. Næsta morgunn leigði ég mér vagn til þess að fara með mig í gegn um Borghese garðana til dýragarðsins. Við innganginn heyrði ég öskur í ljóni, þegar ég var að greiða vagnstjóranum. Er ég kom iiin i dýragarðinn, jókst hávaðinn að mun, og brátt komst ég að raun um uppruna hans. Á stórum steinsteyptum palli, sem á voru klettar og hellar, og sem var aðskilinn með breiðri gryfju frá fólkinu, stóð ljónynja og öskraði, eins og liún stæði frammi fyrir ógurlegum óvin. Sams konar pallur var við hliðina á þeim fyrr- nefnda, en aðskilinn með hárri vírgirðingu, og virtist þessi piall- ur vera auður. Ég heyrði mannamál og þrusk mikið fyrir aftan mig, og er ég leið við, sá ég furðulega fylkingu. Fremst gekk maður, sem virt- ist við fyrstu sýn sem holdi klæddur huldumaður, dökkt, hrokkið hár, stór eyru og skásett augu, allt gerði sitt til þess að auka per- sónuleikann hjá þessum manni. Líkamsbyggingin kom alveg heim við inanninn, sem ég var að leita að. Hann gekk með léttleika rándýrsins, og þegar hann kom nær, gat ég greint á svipbrigðum hans, að þarna gekk maður með óbeizlaðar tilfinningar. Áhugi minn hélzt i hendur við undrun mína, þvi Tonio, — þetta gat ekki verið neinn annar, -— studdi hönd sinni bhðlega á háls annarrar ljónynju, sem tölti við hlið hans, án nokkurs taums eða annars sjáanlegs aðhalds. Þau gengu þarna saman eins og þau ættu heim- inn, og ekkert virtist trufla þau, ekki einu sinni hundhvolpur, sem hljóp stöðugt í hringi i kring um þau. Einu sinni, þegar hundurinn glefsaði i fjöri í framlöpp ljón- ynjunnar, ýtti hún honum góðlátlega í burtu með trýninu. Hund- urinn valt nokkrar veltur i grasinu, og reis siðan upp aftur, og gelti glaðlega. Maðurinn leit ekki einu sinni við þessum auka- leik þessarra einkennilegu göngufélaga sinna, né virtist hann taka eftir aðdáun fólksins, sem elti i hæfilegri fjarlægð. Þegar liersingin nálgaðist pallana tvo, jukust öskur hinnar Ijónynjunnar af miklum mun, og urðu reiðilegri. Tonio var nú kominn í nokkurra feta fjarlægð frá pöllunum. Hann lyfti upp nokkrum plönkum, og byrjaði að leggja þá yfir gryfjuna við auða pallinn. Lausa ljónynjan starði á stöllu sina, sem urraði reiðilega á móti, og hnipraði sig saman eins og til að búa sig undir ið stökkva yfir gryfjuna, vitandi að bilið var of breitt. Mannfjöldinn horfði á með ánægju. Tonio var núbúinnaðleggjaplankanayfirgirðinguna, ogkallaði: „Flavia!“ Ljónynjan brá strax við og hljóp til hans, en rakkinn liljóp i kring um þau í kæti sinni. Tonio gekk yfir gryfjuna á plönkun- um, og dýrin tvö á eftir lionum. Þegar hann var kominn upp á pallinn, nuddaði risiakötturinn sér vinalega við annan fót manns- ins, og sælukenndarbros breiddist um andlit Tonios. Siðan hljóp Ijónynjan frá honum, og livarf inn í einn af hellunum efst á pall- inum, en Tonio tók plankana í burtu. Að undanskildu lækkandi urri hinnar ljónynjunnar, var þessari sýningu lokið. Nú vissi ég, að leit mín var á enda. Þegar mannfjöldinn fór að dreifast, hélt ég í humátt til Tonio, en athygli rain varð skyndi- lega dregin að einkennilegri sjón. Niður gangstíginn kom sérkennilega Ijót mannpersóna, og utan um háls lians var hringaður stór snákur. Ég hef megnustu viður- styggð á öllum snákum, svo ég færði mig vel úr vegi. Maðurinn tók eftir ótta mínum, og brosti hughreystandi: „Hún er livorki eitruð né hættuleg," sagði hann og strauk snáknum blíðlega, sem gaf frá sér eitthvert hvissandi hljóð, sem gæti liafia Aærið vináttu- merki við manninn. Ég var ekki sannfærður, og færði mig enn tvö fet fjær mann- inum með slönguna. Hann gaf mér engan gaum, en kallaði til Tonio. Tonio stanzaði og kom til baka. Mér til undrunar, gelti rakkinn að snáknum, stökk upp livað eftir annað, og reyndi að ná taki á honum. Eftir stutta stund lét maðurinn slönguna frá sér á jörð- ina, og hún skreið um, en lét galsalæti rakkans lafskiptalaus. Þeg- ar leikur þeirra hafði borizt góðan spöl frá mönnunum, áræddi ég að minnka fjarlægðina á milli okkar, og gekk til þeirra. „Ég heiti Claude Marino," siagði ég við Tonio, „og er kvikmynda- leikstjóri.“ Óvináttugrettan á andliti hans hvarf fyrir vingjarnlegu hrosi við þessa kynningu, og slöngumaðurinn sýndi einnig áhuga. Framhald á bls. 44. VIKAN 7. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.