Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 43
hvít, bleik, blá, graen og gul “Lux-sápan gerir hörund mitt svo óvidjafnanlega hreint”, segir Jane Fonda. “Ég hefi notaó Lux-sápu í fjölda mörg ár”. Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku Lux-sápu.—Konur eins og hin dáða Hollywood stjarna, Jane Fonda. “Það er ekki til betra fegrunarmeðal f heimi, en Lux-sápa”, segir Jane. “Ég hefi notað Lux-sápu 1 fjölda mörg ár”. Með því að nota Lux-sápu daglega, verðið þér þátttakandi f fegrunarleynd- armáli Jane Fonda. Lux sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fegurð, sem vekur eftirtekt hvarvetna. Notið ávalt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX-SAPUNA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS 940/IC-644I þessa sjón — og birt ykkur hana hér í Vikunni, mynduð þið flest hrista höfuðin og segja: — Ekki fer þeim fram í því að prenta eðlilegar litmyndir, blessuðum. Þetta var ó- raunhæft, landslagið og litbrigðin knúði mann til þess að spyrja sjálf- an sig: Er þetta raunverulegt? Er ég hér í raun og veru, Eða er þetta aðeins óhlutlæg skynjun? Svo hvarf síðasta sólarljósið. Tunglið var að koma í staðinn, á síðasta kvartéli, og merlaði ósnortna snjóbreiðuna undir fótum manns. Það var eins og festingunni hefði verið snúið við, og hún lögð eins og teppi fyrir fætur okkar með öllum sínum sindrandi stjörnum. Ekkert hljóð rauf fjallakyrrðina, annað en marrið undir fótum okkar. Nú hefði verið rétti tíminn til að segja: Stund, stattu kyrr. En nú komum við upp yfir klifið, og framundan var trukkurinn, kom- inn aftur niður á veg. Garðar var að komast að honum, þung voru síð- ustu sporin. Ég vonaði að einhver ætti þar flösku með gosi, því ofan í þreytuna hafði ég fengið brjóstsviða. Það fyrsta, sem ég sagði, er trukkn- um var náð: — Á ekki einhver gos? Mér var rétt Sinalcoflaska, sem ég setti þegar á munn mér. En það sannaðist þá sem oftar, að eigi er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Það kom lítið sinalco upp í mig ■—- ekki fyrr en ég saug eins og kálfur á spena. Þá fékk ég bragð, — og það get ég sagt ykkur, að frosið sinalco er jafnvel betra en þítt. Það var nokkuð dregið af fjalla- köppunum. Jafn óðum og þeir komu, settust þeir upp á pallinn. Rafn var að skattyrðast við Svein Kjarval: — Þú sagðir mér, að það væri allt í lagi að renna sér á rassinum niður fönnina, en þegar ég kom niður á mannbroddunum, varstu með þrjá fingur brotna, rófubeinsbrotinn, marinn á síðunni og setið úr bux- unum. Svo vcifar þú bara og segir: Allt í lagi. — Það var líka allt í lagi. Ég var með alla fingurinn heilar, en einu sinni stefndi ég beint á nibbu. Þá hugsaði ég: Rófubeinið mitt, ó, rófu- beinið mitt. En ég fór fram hjá því líka. Ég staulaðist fram eftir pallinum og settist í mjúkan spónabinginn. — Nú er gott að hafa spænina, sagði ég, — jafnvel þótt það sé hrossatað í þeim. — Já, það er nú sama, svaraði Sveinn. — Þótt það væri kúamykj- ur, bezt, ef hann væri volgur. Það var von að hann segði það. Þótt við gætum klætt kuldann af skrokknum, og værum heitir af göngunni, fundum við frostið gerla, og flestir voru að reyna að bræða í gosdrykkjaflöskunum til þess að geta sopið úr þeim á venjulegan hátt, og stungu þeim undir klæði sín á líklegum jafnt sem ólíklegum stöðum. Ylur hefði verið vel þeginn, þótt flesta hefði kannski ennþá flökrað við að setjast í kúamykju til þess að orna sér á rassinum. Nú er þessi saga eiginlega á enda. Með aðstoð spilsins gekk okkur vel yfir Gljúfurá, og eftir að i yfir- byggða trukkinn kom, var kuldinn ekki lengur til baga. Garðar sefaði sult þeirra, sem af honum vildu þiggja svið, hangikjöt, skinku, beik- on, súrsaða lundabagga og bringu- kolla, slátur og guð veit hvað, og síðan var sungið og hjalað alla leið til Reykjavíkur, og þangað komið á tólfta tímanum á sunnudagskvöld. Það var nú það. Mikið á sig lagt fyrir 30 heimska fiska? Ójá, — kannski — og þó .. . Svo mikið er víst, að ég vil nota tækifærið til þess að þakka þessum ágætu félögum fyrir mjög skemmti- lega og eftirminnilega helgi. Sig. Hreiðar. Gleraugu, sem enginn sér. Framhald af bls. 11. hvort þeir, sem fá hjá mér sjón- gler og ég kenni að nota þau, bera þau, að staðaldri eða hætta alveg og taka gleraugun upp aftur, því fólkið kemur ekki til mín aftur, þegar ég hef útskrifað það með sín sjóngler. Ef því líkar vel við þau, finnst því ekki frekar þurfa um það að fást, ef þeim mislíkar við þau, leggur það þau á hilluna og hugsar ekki meira um þau. Ég býst við að íslendingum sé þannig farið, að ef þeir venjast ekki fljótt við þessa aðskotahluti í augunum, vilji þeir ekki leggja mikið á sig til þess að losna við gleraugun. Ég heyri það utan að mér, að þessum og þessum hafi gengið svo illa að venjast þess- um kontakt sjónglerjum, og hafi alveg hætt við þau, en t. d. Banda- ríkjamenn eru mjög harðir af sér, meðan þeir eru að venjast. Það er kannski rétt, að landinn vilji ekkert á sig leggja. Það er aldrei hægt að segja um það fyrirfram, hvort þessi eða hinn geti notað kontakt sjóngler. Þar kemur ýmislegt til greina. Augna- lokið getur verið of strítt, viðkom- andi getur haft einhverja augnveiki sem ekki þolir snertingu sjónglerj- anna, og þeir eru til, sem ekki sjá eins vel með snertiglerjum og venju- legum gleraugum, þótt aðrir fái mun betri sjón með sjónglerjum. Glerið flýtur á tárahimnu framan á auganu og tárin, sem safnast undir glerið, geta verkað sem linsa og stuðlað jafnframt að skýrari sjón heldur en gleraugu, sem eru þurr og fjær auganu. Fólkið kemur til mín með resept frá augnlæknum upp á venjuleg gleraugu, og ég get haft hliðsjón af því resepti eða gleraugum fólksins, en annars verð ég að mæla sjónina upp á nýtt, eftir að linsurnar hafa verið settar í augun. Það gerir leið- rétting táranna, sem ég sagði þér frá áðan. Ég læt fólkið nota glerin tvo tíma á dag fyrst, og síðan smá- lengja tímann, þar til það hcfur van- VIKAN 7. tbl. — 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.