Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 21
Evelyn slökkti ljósið og tók að afklæða sig. Hún kveið því að leggjast í framandi sæng. Lestin rann út í myrkrið og gnýrinn jókst stöðugt ... Á morgun ... á morgun ... kváðu hljóðin við teinana. Á morgun ... á morgun ... kváðu hjólin við teinana. Á morg- un ... á morgun ... En Evelyn gat ekki gert sér í hugarlund hvað morgundagurinn kynni að bera í skauti sér. Fimmtudagur. EIGINMAÐURINN. Um ellefuleytið þraut sakborn- ingin, þvottakonuna, skyndilega þrek og mátt. Hún fól andlitið í höndum sér og stundi: „Ég get ekki meira ... ég get ekki ...“ Landsyfirréttardómarinn hafði búizt við þessu. Séð hvað í vænd- um var. Hann veitti nána athygli manni hennar, sem sat þarna, ný- rakaður og hressilegur og virtist ekki hafa neitt mein af gæzluvarð- haldinu. Droste sá skelfingunni bregða fyrir í augum hans, þegar kona hans laut fram, en aðeins rétt sem snöggvast. Droste reis úr sæti sínu. „Herra verjandi," mælti hann. „Við viljum ekki ofreyna hina á- kærðu eða ofbjóða á nokkurn hátt. Þér ættuð að gera henni það ljóst, að það er henni sjálfri og manni hennar því fyrir beztu, að hún segi okkur allan sannleikann tafarlaust.“ Verjandinn tautaði eitthvað yfir hinni ákærðu, sem enn sat með andlitið í höndum sér, og rautt hár hennar var flókið og rakt af svita. Áheyrendur virtust óttaslegnir, blaðamennirnir hvísluðust á, en á meðal þeirra voru tvær stúlkur, og það leyndi sér ekki, að þær höfðu mikla samúð með hinni ákærðu. Rup, eiginmaður hennar, sat tein- réttur og virti fyrir sér kviðdóm- j endurna; einkum horfði hann títt til frú Rósu Budecker, sem var of- urstaekkja, hálffimmtug að aldri og átti tóbaksbúð á horninu við ' Búlowstrasse. Það var eins og hinn meðákærði hefði frá því, er hann var fyrst leiddur inn í réttarsal- inn, stöðugt leitað einhvers sam- bands við þessa konu, annaðhvort sjálfrátt eða ósjálfrátt. Það var eins og hann sneri máli sínu ævinlega til hennar einnar, þegar hann bar vitni, en varaðist að líta á dómarann. Droste gat ekki annað en viðurkennt Framhald á bls. 47. VIKAN 7. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.