Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 22
FYRIR UNGA FÓLKI Ð Til tilbreytingar frá öllu þvaðrinu og myndleysunni ætlum við að sýna ykkur hérna þrjár myndir af lag- legri kvikmyndaleikkonu, sem meðal annars hefur leikið í kvikmyndunum Solomon and Sheba og Only two can play. Senni- lega hafið þið þekkt hana eins og skot, hún heitir Eva Eden. Hennar raunverulega nafn er Rosa Domaille (á ættir að rekja til franskra), en henni leiddist, að fólk skyldi alltaf spyrja: Rosa hvað? svo hún tók sér þetta nýja nafn, sem er bara alls ekki slæmt í munni. Henni þykir það þó verst, að amerísk nektar- dansmær gengur undir sama nafni, og er þeim iðulega ruglað saman. — Mín hugmynd um góða kvöld- stund er sú, segir þessi unga stúlka, — að henni skuli eytt í hljómleikasal. Ef ekki, er góð bók öðru betri, -— Við gefum ykkur það góða ráð, að þreyta aldrei kapp- drykkju við þann merkismann, sem sýndur er á þessari mynd. Hann heitir Mr. Maffray og er Frakklands mesti bjórsvelgur. Til þess að öðlast heimalandsmet í bjór- drykkju, svalg hann án þess að taka glasið frá vörum, sex potta af dökkum lagerbjór í einum teyg. — Til þess þarf sterk lungu og víða vömb. — f verðlaun fékk hann skikkj- una, sem hann skrýðist, og glasið, sem hann drakk úr — það væri ekki mikið gagn að því, hér á þessu bjórlausa útskeri, ha??? 22 — VIKAN 7. tbl. Gleyminn blámaður í kyrrlátri götu í New York stendur ljósmyndavinnustofa Vincent Armas. Armas þessi hefur brúðkaupsmyndir og barnamyndir fyrir sérgrein, og varð því heldur undrandi, þegar kolsvart- ur svertingi kom æðandi inn til hans og bað hann um að taka af sér nokkr- ar myndir í einum kolgrænum hvelli. Það var ekki einu sinni, að Surtur væri í sparifötunum, né hefði gert neitt sérstakt fyrir útlit sitt, en af því að Armas hafði svo sem ekkert sérstakt að gera, lét hann tilleiðast að smella nokkrum myndum af blámanninum. Hann dró fram mittisháa súlu, sem surtur hallaði sér fram á og starði grimmdarlega í auga myndavélarinnar. Þegar mynduninni var lokið, vildi Armas hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Þá gerði blámaðurinn sér lítið fyrir, og sló Armas niður, og stakk síðan af með innihald peningakassa hans, 249 dollara. En hann hafði ekki gætt alls. Þegar Armas kom til sjálf sín á ný, Framhald á bls. 49. Góð bók öðru betri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.