Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 20
7. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM f sömu svifum heyrðist landsyfir- réttardómarinn ræskja sig frammi í stiganum, en þannig var hann van- ur að tilkynna komu sína. Veronika þrammaði fram á ganginn og kveikti öll ljós. Hún flýtti sér svo miikð, þegar hún heyrði að hús- bóndinn var á leiðinni, að hún gleymdi að loka eldhúsdyrunum og lyktin af blómkáli barst inn í svefn- herbergið. Evelyn reis á fætur og starði á Maríönnu. „Þér er óhætt að treysta á mig. En fyrir alla muni taktu þetta ekki svona hátíðlega. Það er hinn mesti misskilningur að þarna sé um líf eða dauða, að tefla. Þið Kurt eruð bara allt of einstrengingsleg í allri hugsun ...“ Þær héldu fram á ganginn til móts við landsyfirréttardómarann. „Ég ætla að biðja þig um að hafa innöndunartækið til taks,“ sagði hann formálalaust. Hann var radd- vana af hæsi. Evelyn fór fram í eld- húsið og blandaði heitu vatni og furunálaolíu í réttum hlutföllum á geymi tækisins, og óljóst fannst henni, sem hún hefði alltaf endur- tekið sömu hlutina, öll þessi sex ár, sem hún hafði verið gift. Að hún hefði stöðugt verið að blanda vatni og furunálaolíu á geymi innöndun- artækisins. „f síðasta skiptið," hugs- aði hún ósjálfrátt, þegar hún hellti furunálaolíunni út í vatnið. Það var að vísu algerlega órökræn hugs- un. Hún ætlaði einungis að skreppa til Parísar og dveljast þar í tvo daga, og síðan mundi allt hjakka aftur í sama farinu. En þótt undar- legt mætti virðast, gat hún ekki með neinu móti gert sér grein fyrir því, að hún ætti eftir að koma heim aftur og hefja aftur sína hversdags- legu tilveru. Það var ekki nema eitt, sem komst að í huga hennar — hún var að fara, og för hennar var heit- ið til Parísar. Frank hafði kallað á hana og hún hlýddi kalli hans. Þar var ekki um neitt hik að ræða, engan vafa. Hún átti ekki nema um eitt að velja. Hún sat við borðið eins og í draumi. Blómkál, gervihérasteik, eplabúðingur. Maríanna talaði án afláts, landsyfirréttardómarinn sagði fátt og Evelyn mælti ekki orð frá vörum. Klukkan sló átta, óvenju- lega hratt. „Þú verður að láta niður í tösk- urnar þínar í snatri," sagði Marí- anna. „Annars komum við of seint til Geltow ...“ Hún sagði þetta af slíku kæruleysi, að einungis fær- ustu leikkonu hefði verið til þess trúandi, og Evelyn hélt niðri í sér andanum. Hún hafði alltaf ímyndað sér, að það hlyti að vera örðugra að skrökva að dómurum en nokkr- um öðrum. Kurt leit spyrjandi upp frá diskinum. „Ég ætla að taka Evelyn með mér til Geltow um helg- ina,“ bætti Maríanna við. „Byrjar ykkar helgi á föstudög- um?“ spurði hann hás, en hvorki ónotalega, eða að honum þætti þetta undarlegt. „Mér finnst að ég eigi skilið að taka mér góða hvíld yfir eina helgi,“ sagði Maríanna. „Og Evelyn er sannarlega þurfandi fyrir sól' og hvíld ..." „Ég var að vona að þú yrðir við- stödd réttarhöldin á morgun,“ sagði Kurt við Maríönnu. Evelyn hlýddi á orðaskipti þeirra — það var eins og hún kæmi málinu alls ekki við. „Þú ert sjálfselskur, eins og fyrri daginn," svaraði Maríanna. „Jæja, ég get þá skroppið til ykk- ar á sunnudaginn," sagði Kurt. „Þú verður að gæta þess, að Evelyn vaði ekki í fæturna," bætti hann við. „Ég tek hana með mér í tveggja stunda gönguferð á hverjum degi, en læt hana liggja í sólbaði þess á milli,“ svaraði Maríanna. Þau ræddu um hana, rétt eins og þau væru að semja um einhvern dauðan hlut sín á milli. Evelyn hvarf inn í svefnherbergið, en eigin- maður hennar var setztur við inn- öndunartækið, og Maríanna sat hið næsta honum og ræddi við hann. Forlög, hugsaði Evelyn. Stórt orð, og hún hafði aldrei ímyndað sér að það stæði í neinu sambandi við hana sjálfa. Þetta eru forlög mín — ég hef tekið þau í mínar eigin hendur. Hún kveið óljóst einhverri annar- legri hættu. Ósannindum var aldrei að treysta, þau voru eins og köngul lóarvefur. Og ef maður hennar kæm- ist að sannleikanum, væri áreiðan- lega öllu lokið. Þá það — þá væri því lokið. Það voru þá forlög, hugs- aði hún þrákelknislega. Hún kepptist við að láta ofan í töskurnar. Svartur kjóll. Kvöldkjóll. Hún átti ekki nema einn náttkjól. Brúðkaupsgjöf og skreyttur dýrum knipplingum. Peningar, hugsaði hún og hnyklaði ósjálfrátt brúnir. Hún hafði ekki hugmynd um hvað far- miðinn kostaði. Hún fór fram í eld- húsið, fékk Veroniku tuttugu mörk og stakk því, sem af gekk heimilis- peningunum í töskuna sína. „Ég skrepp til Geltow yfir helg- ina,“ sagði hún. „Þér verðið að sjá um þetta allt saman; sjá um að alltaf sé nóg af ávöxtum til heima á kvöld- in og að blanda furunálaolíuna ...“ Veronika horfði undrandi á eftir henni. Það var ekki nýtt að hús- móðirin skryppi til Geltow í nokkra daga, en það var nýtt að hún hefði að því svo hátíðlegan formála. Hún kraup sem snöggvast við rekkju Litlabróður og það setti að henni grát. Eins og að hún væri viss um, að hún kæmi ekki söm heim frá París á laugardaginn. Eða hún kæmi alls ekki aftur. En hvað um það. Hún varð að fara. Hún átti ekki nema um eitt að velja. Þetta voru hennar forlög ... Hún reis á fætur aftur, og ekkert var henni raunverulegt lengur. Kveðjur. Vertu sæll, Kurt. Sé þig aftur á sunnudaginn. Hringi kannski til þín frá Geltow. Verið þér sælar, fóstra. Verið þér sælir, stigagangur. Verið þér sæl ... þetta getur ekki verið, mig dreymir einungis. Dreym- ir að ég sé á leið til Parísar á stefnu- mót við framandi mann. „En ... ef Kurt hringir nú til Geltow, Marianna?" „Vertu alveg róleg. Ég sé um það ...“ Götuljós. Elfin. Vertu sæl, Berlín ... „Marianna ... ef ég fell í yfirlið, þegar ég er orðin ein... Hvað á ég að gera „Maður fellur ekki í yfirlið, þegar maður er einn,“ svaraði Mari- anna hæðnislega. Járnbrautarstöðin. Burðarkarlar. Farmiði... þakka yður fyrir. Svefn- vagn ... Já, þakka yður fyrir. Eve- lyn hefur aldrei á ævinni keypt farmiða, hún þorir ekki að fá burð- arkarlinum töskurnar sínar, þorir ekki að spyrja brautarstarfsmenn- ina um neitt. Það er lán, að Marí- anna er með. „Telpan byrjuð að ganga óstudd ...“ segir Maríanna glettnislega. „Þú sendir mér símskeyti, ef þú þarft einhverrar aðstoðar við .. .“ „Já, þakka þér fyrir.“ „Ég vildi gjarna fá að vita hvar þú ætlar að dveljast í París ...“ „Ég ... ég veit það ekki ...“ Og allt í einu setur ákafa hræðslu að Evelyn. Frank hafði sagt henni nafnið á gistihúsinu, en henni hafði orðið svo mikið um þetta allt, að hún veitti því ekki athygli. Sem snöggvast sá hún sjálfa sig standa eina og vegalausa uppi í París, svip- ast árangurslaust um eftir Frank, hafa ekki neina peninga til að kom- ast heim aftur ... falla í yfirlið á götunni ... „Lestin,“ mælti Maríanna lágt, og það leyndi sér ekki að nú var hún líka gripin nokkrum kvíða. Hún ýtti Evelyn upp klefaþrepin. „Hvenær kemurðu aftur?“ spurði hún. „Á laugardaginn. Ég kem beina - leið til Geltow.“ Maríanna vafði hana örmum. Þrýsti henni að barmi sér og kyssti hana fast á munninn. „Ég vona það ...“ Lestarþjónninn hratt Maríönnu út úr klefadyrunum og út á brautar- pallinn. Evelyn hikaði við eitt and- artak. Síðan gekk hún inn í svefn- klefann sinn. Loftið þar inni var kæfandi þungt, og konan, sem þegar lá í neðri rekkjunni, virtist móðguð yfir komu hennar. Evelyn kleif upp í sína rekkju, kveikti á litla lamp- anum yfir höfðalaginu, en konan í neðri rekkjunni hafði fyllt farang- ursnetið uppi yfir töskum sínum. Selma Rabbinowitz, Bukarest, stóð á merkispjöldunum. Lestin ók af stað og merkispjöldin komust á hreyfingu. Evelyn slökkti ljósið og tók að afklæða sig. Hún kveið því að leggjast í framandi sæng. Lestin rann út í myrkrið og gnýrinn jókst stöðugt. Á morgun ... á morgun ... 2Q — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.