Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 36
Nigel Rickerby kom æðandi inn á afgreiðslusal fyrirtækisins. Hann réði sér ekki fyrir bræði vegna þess að Tamworth-mappan var horfin. Eftir tveggja og hálfs dags árangurslausa leit, var Molly Wood, sem hefði átt að vita hvar mappan var niður komin, en vissi það samt ekki, orðin sannfærð um að hún hefði fengið vængi og flögrað út um gluggann. Hitt starfsfólkið fylgdist af miklum áhuga með framvindu málsins. Áður en mappan hafði tekið upp á því að hverfa svona gersamlega, hafði Nigel augsýnilega verið á góðri leið með að verða ástfanginn af Molly. Hann var æðsti forstjóri skjalasafnsins, og hún var ein af aðstoðarstúlkum hans. — Hvar er ungfrú Wood? spurði hann með þrumuraust. Allir litu undrandi á hann. Hann var einn þessara rólegu, sístarfandi manna, sem komst sjaldan úr jafnvægi. — Ungfrú Wood er að hita teið, hr. Rickerby, sagði Beryl Thorne og brosti ísmeygilega. ekki ætlazt til þess að skrifborðið yðar sé bækistöð fyrir nagdýr. Molly setti bakkann á skrifborðið hjá Beryl, tók músina af Nigel og lét hana aftur ofan í skúffuna. Andlit henpar var fíngert og hjartalagað, augun græn. Hún var mjög misfríð, stundum var hún reglulega snot- ur, en svo gat hún líka átt það til að vera því sem næst ófríð. Þessa stundina var hún rjóð í kinnum af reiði og beinlínis lagleg. •— Hvítar mýs eru ekki venjulegar húsamýs, sagði hún ákveðin á svip. — Og ef erindi yðar er að spyrja um Tamworth-möppuna, get ég frætt yður á því að hún er alls ekki í húsinu. Ég hef leitað alls staðar. — Yður er ljóst, að þér berið ábyrgð á henni? sagði Nigel. AÐ SJÁLFSÖGÐU ERUÐ ÞÉR HIRÐULAUS, HAFÐI HANN SAGT. ÞVÍ ER ALLTAF ÞANNIG FARIÐ UM BRJÓSTGÓÐAR MANN- ESKJUR, SEM LÁTA AUGNABLIKSTILFINNINGUNA RÁÐA GERÐUM SÍNUM SMÁSAGA EFTIR BILL GILL — Getur nýja stúlkan ekki séð um það? spurði Nigel. — Hún er með höfuðverk, sagði Beryl — hún liggur fyrir í augnablikinu. — Einmitt það! Nýja stúlkan hefur lagt sig og ungfrú Wood er að hita te! Sú staðreynd að Tamworth-mappan hefur verið týnd í tvo og hálfan dag er víst bara aukaatriði! Nigel var nú orðinn svo æstur og hávær að það var eins og allt léki á reiðiskjálfi. — Hefur nokkur aðstoðað ungfrú Wood við leitina? spurði hann. Allir stein- þögðu nema Beryl. — Mappan hlýtur að koma í leitirnar. Hún getur hafa lent í annarri skúffu. Nigel varð strangur á svip. — Ég leitaði í öllu skjalasafninu síðdegis í gær, sagði hann. — Vinnur ungfrú Wood við þetta skrifborð? Beryl kinkaði kolli. —• Ég er viss um að hún er ekki þar. Án þess að virða hana viðlits, skálmaði Nigel að skrifborðinu, þreif í efstu skúffuna og opnaði hana, og það var auðséð að hann hnykkti við. — Er þetta afgreiðslusalurinn í Magnus Supplies Ltd, eða er þetta — skóla- stofa? spurði hann. Beryl og öll hin sátu niðurlút og hreyfingarlaus og horfðu niður á skóna sína. Hvað gat það verið, sem Molly geymdi í skrifborðmu sínu í þetta skipti. Nigel stakk hendinni niður í skúffuna, og tók þar upp mús, sem hann hélt á loft, svo allir gætu séð hana. — Mýs! tautaði hann, og það situr önn- ur á púðurdósinni hennar! í sömu andránni opnuðust dyrnar, og Molly kom inn með tebakkann. Henni brá svo mjög, þegar henni varð litið á Nigel og músina, að minnstu munaði að hún missti bakkann. — Mol . . ungfrú Wood, sagði Nigel, sem hélt ennþá á músinni, — það er — Já, auðvitað. — Hafið þér nokkra hugmynd um hvað getur hafa orðið af henni? Molly hristi höfuðið. — Nú dámar mér, ungfrú Wood. Manneskja, sem geymir mýs í skrifborðinu sínu .. . Nigel þagnaði í miðri setningu. — Hvítar mýs eru alls ekki venjulegar mýs, sagði Molly og reyndi að stilla sig. Nú var Nigel nóg boðið. — Ungfrú Wood, sagði hann og byrsti sig. — Yður er borgað fyrir að sjá um að allt sé í röð og reglu, en ekki fyrir að ala upp mýs. Að svo mæltu fór hann. — Þetta er nú meiri monthaninn, hveesti Beryl. — Þú ættir ekki að hugsa meira um hann, Molly. Molly sat í hnipri við skrifborðið, augun voru óvenju- lega skær og gljáandi. Hann getur ekki að þessu gert, andvarpaði hún. — Hann er að vonast eftir því að hækka í tign, og hvarf möppunnar hefur orðið honum til mik- illa leiðinda. Þrátt fyrir allt ber ég þó ábyrgð á möpp- unum. — Og þú ert fram úr hófi kærulaus, sagði Emma Cleves. Emma hafði alltaf verið mjög hrifin af Nigel. Auk þess var hún fjarska hirðusöm. Staður fyrir hvern — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.