Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 5
er harla lítil prýði af þessum grip- um. En maðurinn minn er afskap- lega hreykinn af þessum bikurum sínum og vill alltaf hafa þá spegil- fægða, svo að einhver taki eftir þeim. Hann kann að segja heljar- langar sögur af því, hvernig hann fór að því að krækja sér í hvern og einn. Nú er risin upp mikil deila á heim- ilinu. Bikurunum fjölgar sífellt, og ég má standa í fægingum daginn út o8 inn. Þess vegna stakk ég upp á því við manninn minn, að hann fægði sjálfur bikarana sína, og hann varð fár við. Hvað finnst þér um þetta Póstur minn? Ýll. vandamál að etja. Almennings- salerni og þó einna helzt sím- klefar, voru skreytt með hinum sóðalegustu teikningum hátt og lágt. Herferðin gegn þessum sið- lausu listamönnum tókst ekki sem bezt, þar til leitað var til sálfræðings nokkurs. Hann kom með ráð, sem stórbætti ástandið. Galdurinn var einfaldlega fólg- inn í því, að settir voru upp stór- ir speglar á þeim stöðum, sem verst liöfðu orðið úti — og skreyt- ingunum fækkaði til mikilla muna. Fólkið var of upptekið af sjálfu sér til að gefa sér tíma til sóðalegrar myndsköpunar. Það mætti reyna þetta héma. I --------Mer finnst þetta satt að segja ljótt af þér — aumingja 1 aKK ... kallinn þinn, sem er svo stoltur Kæri Póstur. af þessum gripum sínum. Og svo Takk kærlega fyrir flugvallar- getur þú verið svo miskunnarlaus greinina — meira af slíku. Þeir aula- að gera lítið úr þessum sigur- bárðar, sem vilja hafa flugvöll í táknum hans. miðri Reykjavík, ættu að skreppa Auðvitað myndi hann ekki hingað yfir í Kársnesið og kíkja á muna um að fægja þessa gripi mig. Ég er á góðri leið með að verða stöku sinnum — en ef til vill heyrnarlaus og þjáist af sífelldum hefur hann líklega Iifað í þeirri sælu trú, að þú værir jafnstolt af þessum litlu bikurum og hann sjálfur. Úr þessu er líklega allt eins gott, að bikararnir fái að gulna í ró og spekt niðri í kjall- ara. Sóðaskapur ... Vikupóstur. Eitt af því, sem angrar mig mest, er þessi einkennilega sóðafýsn í mörgu fólki. Það er eins og sumt fólk hafi ánægju af því að opinbera sinn sóðalega hugsunarhátt á al- mannafæri. Það eru líklega fá þau salerni á opinberum stöðum, þar sem ekki er allt útkrotað í klámyrðum og sóðalegum teikningum. Auðvitað gremst fólki þetta, en ég veit ekki til þess, að neitt sé gert til þess að sporna við þessu. Mér finnst, að þeir, sem verða uppvísir að slíkum sóðaskap, verði að sæta þungum refsingum — en það virðist heldur lítið um slíkar refsingar, ef ein- hverjar eru. Ég er ekki mikill penna- maður, og þess vegna læt ég vera að skrifa ýtarlega um þetta efni, en ég vona, að einhver verði til þess að taka upp þráðinn, þar sem ég hætti. Þú gætir, Vika mín, vakið máls á þessum ósóma og stuðlað að því að útrýma honum. Kær kveðja. L. --------Þessum annarlegu fýsn- um verður víst seint að fullu út- rýmt — en fyllilega er ég þér sammála um, að slíkur sóðaskap- ur sé þungrar refsingar verður. Ég minnist þess, að í Englandi hafa yfirvöldin lengi átt við sama ótta við, að eitthvað sé að rekast í hausinn á mér. Nesbúi. Þvermóðska ... Kæri Póstur. Þegar maður er búinn að panta leigubíl, verður bílstjórinn þá ekki að aka þangað sem maður vill? Við pöntuðum leigubíl um daginn, nokkrir strákar, og báðum bílstjór- ann að aka nokkra rúnta í mið- bænum, en heldurðu ekki að bölvað- ur karlinn neiti bara. Er svona leyfilegt, eða hvað? Getum við ekki kært hann? Strákarnir í stælnum. ------—Bílstjórinn var í fullum rétti. Það brýtur í bága við lög- reglusamþykkt Reykjavíkur, að farartæki aki um götur bæjar- ins, truflandi meira og minna umferðina — að tilefnislausu. Þetta árans „rúnt“ er hvimleið iðja, og mér finnst ekki nema sjálfsagt að banna slíkt. Að elska náungann ... Kæri Póstur. Hvernig var með þessa fjárans sögu: „Að elska náungann?" Mér skildist á teikningunni að hún eigi að gerast á Akureyri. Mér finnst þetta frekleg aðdróttun. Akureyr- ingar eru ekkert svona. Það eru bara Sunnlendingar, sem halda það. Ein af Akureyri. ------ — Það stóð KEA þarna á teikningunni. Annað var það nú ekki. Vortízkan 1963 Úrvalið glæsilegra en nokkru sinni fyrr. GEFJIJN KIRKJUSTRÆTI VIKAN 16. tbl. — g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.