Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 13
HANN HAFÐI TEKIÐ BÍLINN
í LEYFISLEYSI — TEKIÐ HANN
TRAUSTATAKI, AÐEINS ÞETTA EINA
KYÖLD, TIL ÞESS AÐ HAFA ÁHRIF
Á STÚLKU, SEM ÁTTI ALLT.
STÚLKU, SEM VAR RÍK
OG TILBEÐIN ...
Hann gat ekki hætt að hugsa um hana. Tessa, hét
hún. Hann sagði nafn hennar aftur og aftur. Hann vissi
hvað hún hét, því að hann hafði heyrt vini hennar kalla
hana það. Sjálfur hafði hann aldrei talað við hana.
Hún var í huga hans hvern morgun, þegar hann vakn-
aði — en hann þurfti að vakna mjög snemma til að
bera út blöðin. Þá hugsaði hann um það, hvort hún væri
líka vöknuð. Sjálfsagt ekki, stúlka eins og hún vaknaði
líklega ekki fyrr en hálf níu. Henni væri færður morg-
unverður í rúmið — appelsínusafi, kaffi og ristað brauð
á bakka með litlum blómsturvasa.
Hann fór aftur á móti í gömlu gallabuxurnar sínar
og upplitaða peysu, steikti sér nokkrar flesksneiðar með-
an hann beið eftir að mamma hans kæmi heim af næt-
urvaktinni á sjúkrahúsinu og tæki við að gæta barnanna,
sem enn sváfu.
Hann var búinn að hella á teið og sat og horfði út
um eldhúsgluggann þegar hann sá móður sína koma
eftir götunni frá spítalanum.
Hún var lagleg og snyrtileg, en hún virtist vera dauð-
þreytt. Hún gat ekki farið að sofa fyrr en hún væri búin
að koma börnunum í skólann, og þá var ekki víst að
hún gæti sofnað vegna hávaðans af sumargestunum, sem
þyrptust niður að ströndinni.
Hann sneri sér að henni, þegar hún kom inn, og brosti
til hennar.
— Hefur allt gengið vel, Davíð? spurði hún.
Hún sparkaði af sér skónum eins og venjulega og sett-
ist niður til að fá sér te.
— Já, 'allt hefur verið í lagi, sagði hann.
Hún leit í kringum sig. — Það var fallegt af þér,
vinur minn, að taka til í eldhúsinu fyrir mig. Ef þig
langar að fara eitthvað út í kvöld, get ég beðið frú
Ramsden að gæta barnanna.
— Nei, sagði hann. — Þú verður að borga fyrir það.
— Það verð ég hvort sem er að gera, þegar þú ferð
í háskólann í haust.
— Þess vegna er það ekki nema sanngjarnt, að ég
geri það ókeypis núna.
Hann kyssti hana á kinnina og fór út að hjólinu sínu.
Það var kaldur vindur frá hafinu og hann fékk gæsahúð
á handleggina meðan hann hjólaði hús frá húsi.
Borgin er svo skemmtileg snemma á morgnana,
mannlaus, hvít og hrein í sterku sólarljósinu. Ein af
ferðamannabúðunum var opin og við dyrnar lágu lit-
sterkir björgunarhringir, skóflur, strandskór og hattar.
Nokkur blöð fóru í stóra hvíta húsið þar sem Tessa
átti heima, og hann leit upp í gluggana, þar sem glugga-
tjöldin voru alls staðar dregin fyrir, og reyndi að geta
sér til, hvaða herbergi hún hefði.
Þvílíkur munur á þessu húsi og litla, fátæklega lága
húsinu, þar sem hann bjó sjálfur.
Klukkan hálf níu átti hann að koma á bílaverkstæðið,
þar sem hann hafði vinnu yfir sumarið. Honum féll
vinnan vel, þar var líf og fjör og hann fékk að gera
við einfaldar bilanir og meira að segja að aka bílunum
til reynslu.
Frá benzíngeyminum gat hann séð stóra, hvíta húsið,
þar sem Tessa bjó. Hún var vön að fara niður að strönd-
inni og fara í sjóinn um níuleytið.
Hún var lítil og mjög grönn og átti smaragdgrænan
sunabol, sem fór vel við sólbrúna húðina. Hún notaði
ekki sundhettu, og þegar hún kom upp úr sjónum, flaks-
aðist blautt hárið í vindinum og hún hreyfði sig með
í'ólegu öryggi, sem beindi athygli allra að henni.
Honum líkaði ekki við klíkuna, sem hún var með.
Það voru háværir unglingar með mikið sjálfsálit og
mikið dálæti á hröðum akstri. Vinur hennar var kapp-
akstursmaður, og stundum var hún með honum, þegar
Framliald á bls. 48
______________
VIKAN 16. tbl. —