Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 41
Hvað á að gera í kvöld? Framhald af bls. 16. Og svona líka laglegir strákar. Það voru engar ýkjur að segja, að þeir væru dásamlegir. Svo voru þeir held- er ekkert tilgerðarlegir. Ég heiti Les, þetta er Tony og þetta Dave, og þar með var málið afgreitt. Reyndar var ekki hægt að segja, að samræðurnar hafi náð mikið lengra. Þeir höfðu varla komizt yfir réttu-mér-saltið, eða má-ég-fá tómat- sósuna í samræðunum við þær. Þeir töluðu mest innbyrðis og flest af því var óskiijanlegt fyrir stiilkunum. Eftir matinn liöfðu þeir svo horfið eitthvað út í buskann og ekki sézt framar það kvöldið. Það urðu þeim auðvitað mikil vonbrigði, en hvers virði var einn dagur? Á morgun var annar dagur. Sá dagur kom með sólskin og ævin- týri á næsta leyti. Pam var í rauð- köfióttum buxum með stutt band um dökkt hárið. Joyce hafði fléttað hárið í ljósar fléttur og var í appel- sínurauðum siðbuxum. Buxurnar hennar Carol voru langröndóttar og luin var með hárið slegið niður á axlir. Þær voru allar þrjár mjög snotrar á að lita og voru sér þess vel meðvitandi. Tony, Dave og Les komu of seint að morgunverðinum. Það olli stúlk- unum nokkrum erfiðleikum að sitja og bíða við borðið, þar sem þær hcíðu þegar etið sig mettar. Allar vissu þær hverju þær í sameiningu og hver ein fyrir sig biðu eftir. Það var spurningin: Hvað ætlið þið að 'gera í kvöld? En hve þær þráðu að heyra þessa spurningu, sem í einu vetfangi mundi leysa allan vanda. En hún lét bíða eftir sér. Dagurinn varð samt mjög skemmtilegur. í sundlauginni reyndu ])ær i fyrsta sinn nýju sundbolina sina, sem mundu fara þeim enn bet- ur eftir að þær væru orðnar brúnar af sólinni. í lauginni hittu þær pilt- ana og þau töluðu dálítið saman. Dave, sem var greindaslur þeirra, spurði: Hvernig er vatnið? Er það mjúkt? Hlátur Joyce var eilitið hjartan- legri en hinna. Það var þegjandi samkomulag, að Dave væri frátek- inn fyrir hana. — Við sjúumst, þegar við hittumst næst, kölluðu þeir, þegar þeir fóru upp úr. Pam hristi höfuðið. — Þvflikir gæar! sagði hún. Fyrir liádegisverð höfðu þær fata- skipti og fóru i sportbuxur, aðallega til að geta notað þær, af því að þær höfðu tekið' þær með sér. Þær voru hrífandi með injótt mittið og langa og granna fótleggina. Les út- skýrði fyrir Carol, hvernig mynda- vélin hans færi að því að taka myndir, og Tony trúði Pam fyrir þvi, að honuin þætti vanillusósa ekki góð. Þetta var þó alltaf byrjun. En svo 'hurfu þeir aftur. Þeir virtust vera óaðskiljanlegir vinir og alveg ómóttækilegir fyrir kvenlegan ynd- isþokka. Áhugi Arthurs dofnaði okki, og brátt fengu hinar stúlkurnar líka dansfélaga. Það var alltaf einhver Ron eða -Peter eða Steve nálægur. Það er erfitt að velja réttan litf en valið á málningartegundinni er auðvelt POLYTEX— plastmálningin er sterk og falleg í miklu litaúrvali. PO LYT EX — plastmálning hefur jafna og matta áferd, ____________ er gefur litunum mildan og djúpan blæ. rsiötrn Vikan leið hratt, en gleði stúlknanna var ekki alveg óblandin. Enginn þessara pilta stóðst samanburð við hina þrjá, sem settu sig á svona háan liest. Þegar aðeins tveir dagar voru eft- ir af dvalartimanum, fundu stúlk- urnar að eitthvað lá í loftinu við miðdegisverðarborðið. Samræðurn- ar voru fjörlegri en nokkru sinni fyrr og piltarnir voru óvenju hæ- verskir og réttu þeim allt á borð- inu, sem hægt var að rétta. Pam, Joyce og Carol blómstruðu upp af gleði og von. Þær voru bjart- sýnar og þær vonir, sem þær höfðu alið með sér, en aldrei höfðu rætzt, fengu nú nýjan lífsþrótt við þessa uppörvun. Þegar piltarnir svo urðu þögulli og gotruðu augunum vandræðalega hvor til annars, dró það ekki úr sigurvissunni. — Segð þú það, sagði Tony við Les. — Nei, það verð,ur þú að gera, sagði Les. — Eða þú Dave. Stúlkurnar krepptu hnefana undir borðinu og sátu steinþegjandi og þorðu varla að draga andann af eftirvæntingu. Dave bældi niður óstyrkan hlátur og tók svo að sér flutning málsins. — Hvað ætlið þið að gera i kvöld? Hann horfði feimnislega af einni stúlkunni á aðra. Hinir voru álika vandræðalegir og það var auðséð, að' þeir stóðu sem einn maður á bak við spurninguna. Dökkt, gullgult og rauðleitt höfuð hneigðu sig í takt. Þrenn skugga- skyggð augu glömpuðu glaðlega. Þrjár raddir hvisluðu: — Bkkert sérstakt . . . Og þrjú hjörtu hættu næstum að slá. — Við vorum nefnilega að hugsa um, hélt foringinn áfram, hvort þið gætuð kannski þvegið nokkrar skyrt- ur fyrir okkur. Við eigum engar hreinar eftir. Þrjár laglegar stúlkur náðu sér fljótt eftir reiðina og vonbrigðin. Það var bara fimmtudagskvöld — það kom dagur eftir þennan dag! í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. horfendum virðist vígfimi garpanna meiri, er þeir hafa skoplegar hermi- skylmingar skelmanna til saman- burðar. Kannski finnst hetjunum, að þeir verði á þennan hátt að gefa áhorfendunum til kynna, að orrust- urnar, sem þeir heyja, séu ekki eins alvarlegar og halda mætti af högg- unum, lögunum og öllum tilburðum — í rauninni sé þetta allt í gamni, eins og krakkarnir segja. Til er það líka, þótt óneitanlega þurfi nokkra illgirni til að trúa því, að hetjurnar sjálfar séu ekki alveg vissar um að nokkur fengist til að vera vitni að vopnafimi þeirra, vígkænsku og öðr- um hetjuskap, ef fíflin væru ekki með í ferðinni. Ef maður tæki sér nú það Bessa- leyfi að þýða Ibsen gamla svolitið frjálslega, til dæmis: „Á föruneyti skal foringja þekkja ...“ hver mundi þá dómur sögunnar um þær hetjur, sem ríða um héruð með fifl að föru- neyti... ? Drómundur. VIKAN 16. tbl. — ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.