Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 10
Hérna komum við svo með
fermingarkjólinn, sem er sér-
staklega fallegur. Þú getur
auðvitað saumað hann sjálf
þar sem Sniðaþjónusta Vik-
unnar sníður hann fyrir þig
og merkir fyrir öllum saum-
um og föllum.
Blússan er í 5 stykkjum,
einu að framan, sem myndar
tungu niður að mitti, tveimur
hliðarstykkjum sem ná alveg
út að rennilás í baki og 2
stykkjum í baki, slaufan er
sett hjá tungunni. Og svo eru
litlar ermar og rúnnað háls-
mál, þessi blússa er mjög
klæðileg, svo er pilsið fellt
á ská að framan með djúpu
falli í miðjunni og fellt að
aftan, það er í einu stykki
að framan og tveimur að
aftan.
Efni er hægt að fá í 5 gerð-
um af efni. ,,Rayon-acetate“
mynztrað, til í 6 skærum lit-
um og tveimur gerðum, kost-
ar kr. 696,00. Silkirifs einlitt
í 7 skærum litum og kostar
kjóllinn kr. 454,00. ,,Organdy“
fóðrað með tafti í 2 litum
kostar kr. 394,00 og poplíni
í alls konar mynztri og fal-
legum litum og kostar kr.
Framhald á bls. 38.
SEÐILLINN ER Á BLS. 52.
Vikunnar
------------------\
Þriðja ferð til fjarlægra landa
í leit að framandi réttuni
h'V' • i ",
1 fe
ÍTALÍA.
Ravioli.
Deig: 150 gr hveiti, svolítið salt, 10 gr smjör eða smjörlíki, 1 egg,
1 eggjarauða. — Farsið: 250 gr hakkað soðið nautakjöt, 100 gr spínat,
25 gr hakkaður laukur, 15 gr smjör eða smjörlíki, 25 gr rifinn sterkur
ostur, salt, pipar og 1 egg.
Deigið hnoðað vel saman og látið standa á köldum stað í nokkra
tíma. Flatt þunnt út og gerðir litlir ferhyrningar, ca. 5 cm á hvern
kant. —■ Farsið er búið til úr hakkaða nautakjötinu og spínatinu,
sem hefur staðið stutta stund í sjóðandi vatni og síðan hakkað,
söxuðum lauknum, smjörlíki, osti, salti, pipar og eggi. Lagt með
skeið á hvern ferhyrning, og brotið saman utan um deigið.
Soðið í léttsöltuðu vatni við lítinn hita í ca. 10 mín. Borið fram
með tómatsósu.
UNGVERJALAND.
Ungversk lifur.
400 gr sneidd lifur, hveiti, salt, 50 gr smjörlíki, safi úr % sítrónu,
1 tsk. paprika, ca. 2% dl súr rjómi.
Lifrin skorin í sneiðar og velt upp úr hveiti og salti, brúnuð í
feitinni, paprikunni stráð yfir og súra rjómanum hellt yfir. Soðið
í nokkrar mínútur. Grænt salat og kartöflur borið með.
K f N A .
Vorrúllur eða kínverskar pönnukökur.
125 gr hveiti, 2 egg, Vi 1 mjólk, 1 dl vatn, Vi tsk. salt, 1 tsk. lyfti-
duft, smjörlíki.
Öllu hrært saman og bakað í smjörlíkinu á pönnu eins og pönnu-
kökur, en þær eiga að vera mjög þunnar og um fram allt mjög
ljósar, því seinna verða þær steiktar aftur. Inn í þær má nota margs
konar fyllingu, t. d. þessa: 2 dl soðið selleri, skorið í smástykki, 1
dl finsaxaðir sveppir, 1- 1 Va matsk. smáhakkaður sultaður engifer,
100 gr reykt skinka, skorin í smástykki. — Líka má nota alls konar
kjöt, kjúklinga og fisk, en það þarf þá að kryddast vel og gott er að
jafna það upp með kínverskri soyu. Austurlenzka kryddið, „þriðja
kryddið“, gefur einnig framandi og kínverskt bragð af öllum réttum.
Fylilngin er lögð með skeið á hverja köku, og annað hvort er þeim
rúllað upp eða lagðar saman eins og umslag, en gott er að líma
saman samskeytin með eggjahvítu. Síðan eru þær steiktar í olíu í
potti og lagðar á þykkan pappír svo að feitin renni af þeim. Ef
nota á þær daginn eftir eða seinna um kvöldið má steikja þær enn
einu sinni í olíunni í pottinum, og er það sú rétta kínverska aðferð.
Þá verða rúllurnar að vera mjög ljóssteiktar í bæði fyrri skiptin.
SPÁNN.
Ris a la Valencia.
4 púrrur, 2 laukar, einn hvítlaukshluti, 2 litlir kjúklingar eða 1
Framhald á bls. 55.
10
VIKAN 16. tbl.