Vikan


Vikan - 18.04.1963, Page 6

Vikan - 18.04.1963, Page 6
Bjarni riddari Sívertsen. — Málverk á Þjóðminjasafninu. SELVOGUR. Við heyrum þetta geðvonda brim, sem þrumar aldalanga söngva yfir skerjum og flúðum, sjáum fyrir okkur tröllslegu hraunfossana, sem steypast fram af þverhnýptu fjallinu og við heyr- um kliðmjúkan söng fuglanna bergmála í hraunborginni, duna í söltum vellinum niðri við sjóinn, þar sem býlin standa og við finnum að þetta er kynlegur heimur og sérstæður — og það rifjast upp gömul saga. Tveggja alda gömul saga um mann, sem náði miklum þroska. — Hún hófst einmitt hér fyrir tvö hundruð árum: Sagan um Bjarna riddara. Hinn 6. apríl, árið 1763 fæddist hjónunum Járngerði Hjartardóttur og Sigurði Péturssyni, bónda í Selvogi sonur. Þó barnsburður sé ávallt merkilegur, sem slíkur var það ekkert, sem benti til þess, að þessi nýfæddi sveinn, ætti eftir að skila stærra verki, en flestir aðrir, sem í heiminn voru bornir um þetta leyti. Hin salta jörð, brimasöm lending og illfær hraun kröfðust mann- afla og mannsliðs, svo út af fyrir sig var það kærkomið, að eignast dreng, sem myndi -—• ef guð lofaði verða með tíð og tíma liðtækur til verka. Það segir annars fátt um æsku Bjarna Sigurðssonar. Hann ólst upp í guðlegum siðum og erfiðu landi, þar sem dagarnir liðu við útróðra, brim, fjárskaða og annir. Lífsbaráttan var hörð í Selvogi og tímanum var ekki sóað. Það hefur því kannski verið þess vegna, sem hann var ólæs og óskrifandi þegar hann tvítugur að aldri Ólæsi bóndinn, sem varð einn af mestu mönnurn þjóð- arinnar. - Eignaðist skipaflota, skipasmíðastöð og stórfyrirtæki fyrstur íslendinga á síðari öldum. Jónas Guðmundsson, stýrimaður, tók saman. gengur að eiga konu sína, Rannveigu Filippusdóttur, en hún var tuttugu árum eldri en hann og ekkja eftir Jón Halldórsson, lögréttumann. Það kann nú að vera, að ekki finnist öllum að það hafi verið neitt sérstakt gæfuspor fyrir ungan bóndason, að kvænast konu, sem hafði svo ríflegan aldur fram yfir hann, en enginn vafi er hins vegar á því, að án þessarar ágætu konu hefði Bjarni orðið annar maður, því hún gefur lífi hans nýjan og hljómmikinn áslátt, menntar hann og þroskar. Frú Rannveig var óvenjulega vel menntuð kona á þeirra tíma vísu. Hún kennir bónda sínum ungum að lesa og draga til stafs, að reikna og flest það, sem nauð- synlegt er, til þess að vinna þau störf, sem síðar biðu. Bætir upp það, sem á skorti og hann hafði farizt á mis við í æsku sinni. II. Þegar einokunarverzluninni var aflétt eftir nær tveggja alda skeið, átti svo að heita, að allir þegnar Danaveldis hefðu rétt til verzlunar á íslandi og þá auðvitað íslend- ingar sjálfir. Að vísu kom það síðar á daginn, að viss skilyrði voru sett til verzlunarreksturs, svo þeir urðu fáir í fyrstu, íslenzku verzlunarmennirnir. Framhald á bls. 8. Eitt þekktasta verzlunarhús í Reykjavík, þar sem nú er Bókabúð Braga Brynjólfssonar og Smjörhúsið var áður. Það var verzlunar- hús Bjarna ridclara um aldamótin 1800. g — VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.