Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 33
Hann gekk að opnum glugg- anum, allsnakinn, svalg að sér tært morgunloftið svo að barmur hans þandist, barði hnúum á brjóst sér og tók eins konar dansskref eins og negrarnir á kvik- myndatjaldinu. mig,“ sagði Evelyn. „Maríanna. Manstu ekki eftir henni?“ „Er það hún, sem hefur svo fal- legt hörund?" spurði hann. Evelyn yppti öxlum. Hún hafði aldrei veitt því athygli hvort Marí- anna hafði fallegt hörund eða ekki. Og henni kom það óneitanlega á óvart, að Frank skyldi hafa komizt að raun um það. Hún hefði viljað allt til þess gefa að vita með vissu hvort Frank elsk- aði sig. Ekki hvort að hann elskaði sig á sama hátt og hún unni honum — hún vissi vel, að það kom ekki til greina — heldur einungis hvort að hann elskaði sig. Hvort hann hefði elskað sig, þegar hann sendi henni mímósurnar, þegar hann hringdi til hennar í Berlín, þegar hann féll í svefn við hlið henni í nótt. Þá hafði hún verið viss um það, en nú fór hún að efast um það aftur. Hún háði harða baráttu við sjálfa sig, en loks varð henni það ofraun að leyna með sér þeirri spurningu, sem engin kona hefur nokkru sinni getað leynt með sér. „Elskarðu mig?“ Frank gerði hlé á borðhaldinu, greip um hönd henni og svaraði: „Já, vina mín. Víst elska ég þig.“ Það sannfærði hana samt ekki, því að vitanlega gat hann ekki neinu öðru svarað. Þegar ástin var ann- ars vegar, fékk maður aldrei að vita sannleikann. Hunangið loddi við fingurgóma hennar og hún skrapp inn í bað- herbergið til að þvo sér um hend- urnar. Svo átti hún í hálfgerðum átökum við handtöskuna sína, og um hríð stóð hún og virti fyrir sér vegabréf sitt, annars hugar. Ljós- myndin var eilítið tekin að dofna, hún hafði látið taka hana til þess að geta sett hana í vegabréfið, þeg- ar hún undirbjó brúðkaupsferð sína. Þetta var fögur Evelyn, og í hálsmálinu á köflótta kjólnum gat að líta gullnæluna með perlunni, sem faðir hennar hafði einu sinni gefið henni, og sem hán bar enn. Þetta var hraustlegri og glaðlegri Evelyn; grönn að vísu og fínleg, en ekki eins holdskörp, þreytuleg og niðurbrotin og hún var nú orðin. Framhald á bls. 33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.