Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 37
Alilir utan hættu, suður geíur. £ K-D-G-8-5 ^ A-D-6 0 K-D-4 * K-7 A 10-7-2 G-10-9-7-3 3 9-8-3-2 6-4 8-2 G-10-8-6 D-G-6-5-4 Suður 1 tígull 4 grönd 6 spaðar A A-9-3 V K-5-4 ❖ A-9-7-5-2 * A-10 Vestur Norður Austur pass 2 spaðar pass pass 5 tíglar pass pass pass pass Flest ykkar þekkja það, að spyrja um ása með því að segja fjögur grönd. Þessi sagnaðferð virðist vera mjög auðveld í meðförum, en þó er hún harkalega misnotuð af mörg- um spilamanninum. Sagnaðferðin er kennd við Bandaríkjamanninn Easley Blackwood, sem er höfundur hennar. Áður en þið spyrjið á fjórum gröndum, skuluð þið spyrja sjálfa ykkur: Eftir að makker hefur gefið upp ása sína, eruð þið þá viss um að óhætt sé að segja slemmuna? Sé svarið játandi, þá skuluð þið spyrja á fjórum gröndum. En sé svarið neitandi, þá skuluð þið segja ein- hverja aðra sterka sögn, sem getur fengið makker til þess að spyrja sjálfan um ása. í spilinu að ofan, varð suður mjög æstur þegar norður sagði tvo spaða á móti opnuninni. Hann spurði strax á fjórum gröndum, en eftir að hafa fengið þær upplýsingar, sem hann óskaði eftir, var hann ekki í aðstöðu til þess að nota sér þær. Allir ás- arnir voru fyrir hendi, en alls kyns efasemdir sóttu að suðri. „Var trompliturinn þéttur?“ „Jafnvel þótt norður eigi tígulkónginn, þá getur hann átt tvö smáspil með honum“? „Ef til vill er tapslagur í hjarta“? Suður komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að jafnvel þótt norður ætti þá kónga sem vantaði, þá gæti hann ekki sagt alslemmu af neinu öryggi. Hann spurði því ekki um kónga, heldur sagði sex spaða beint. Eftir útspilið lagði norður spilin upp á sjö og hélt síðan fyrirlestur yfir suðri. Aðalinnihald hans var, að góða dómgreind þyrfti til þess að ákveða hvor makkeranna ætti að spyrja á fjórum gröndum. Þogar hægt er að koma því við, á sá, sem á þriðju fyrirstöðurnar, að spyrja. Þriðjufyrirstöður eru náttúrulega drottningar eða tvíspil. Ef suður hefði aðeins hækkað spaðasögn norðurs í þrjá, þá hefði norður getað spurt. Eftir að hafa fengið uppgefna þrjá ása og einn kóng, þá getur norður talið þrettán slagi og þar með sagt alslemmuna af öryggi. BJARNI RIDDARI. Framhald af bls. 8. sonur Rannveigar, konu Bjarna af fyrra hjónabandi. Steindór þessi var fæddur í Selvogi 1777. Lærði hann síðar skipstjómarfræði í Kaup- mannahöfn. Hann andaðist 22. des- ember 1825. Af þessu má ráða, að Steindór hefur verið með fyrstu seinni alda skipstjórum, er stýrðu skipum í millilandasiglingum, eða um svipað leyti og Símon í Dynjanda í Arnar- firði. (Skútuöldin bls. 63 og 64. Gils Guðmundsson). Árið 1825 missti Bjarni konu sína. Tók upp úr því að draga heldur úr verzlunarrekstri hans. 1831 flyzt hann til Kaupmannahafnar. Hann andaðist þar sumarið 1833. Ævisaga Bjarna riddara, er um margt merkileg. Hún segir frá at- vinnulífi. Hún er saga örvæntingar og sigra, manndóms og atorku. Saga um fegurð mannlífsins. Hver sér ekki í anda hina gáfuðu konu, þeg- ar hún kennir bónda sínum ólæsum að draga til stafs? Úti grenjar vetr- arstormurinn í blásnum melnum sem gert hefur hann um aldir. f moldarbænum lága dreymir menn um nýja tíma og hugsjónir fæðast. Um Bjarna hefur fremur fátt ver- ið ritað. Minna en skyldi. Þó er til töfrafögur lýsing, stutt, en af mann- legri tlifinningu slegin saman, án þess að gleyma því praktíska og hversdagslega. Þessa lýsingu er að finna í Skútuöld Gils Guðmunds- sonar. Segir þar orðrétt: Saga hans var ævintýri líkust. Nokkuð til í því! ★ ÚTSÖLUSTAÐIR: Verzlunin Tíbrá, Laugavegi, Tízkuskólinn, Laugavegi 133, Holtsapótek, Langholtsvegi, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Bankasíræti, Tjarnarhárgreiðslan, Tjarnargötu, Silfurbúðin, Vestmannaeyjum. Heildv. ÞÖRHALLUR SIGURJÓNSSON H.F., Þingholtsstræti 11. — Símar 18450 & 20920. vikan 16. tbi. — 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.