Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 8
BJARNI RIDDARI Það leikur hins vegar enginn efi á því, að margir íslendingar höfðu hug á að færa sér verzlunarfrelsið í nyt. Bæði sáu menn í hendi sér arðvænlegt starf — nýja atvinnu- grein, og eins blæddi þeim vafa- laust í augum arðránið, sem við- gengizt hafði undanfarna áratugi. Einn þeirra fyrstu, sem hófuF,| verzlunarrekstur, var Bjarni Sig- urðsson. Fékk hann í félag við sig tvo valda bændur úr nágrenninu, þá Þórð Gunnarsson í Þorlákshöfn og Ásmund Jónsson á Litla-landi. Þótt þeir félagar hafi vafalaust verið allstöndugir menn á þeirra tíma mælikvarða, var þetta óneit- anlega nokkur dirfzka. Mjög fáir áttu í þann tíma handbært fé, sem þeir vildu hætta í almennan verzl- unarrekstur. Peninga áttu menn á íslandi í handraðanum, ellegar þeir keyptu sér jarðir, sem í þá daga var öruggasta fjárfesting þeirra, sem vildu safna auði. Þeir félagar fóru rólega af stað með verzlun sína. Var hún einvörð- ungu umboðsverzlun fyrir danska lausakaupmenn, Rylands-bræður. Verzluðu þeir aðallega við bændur í nágrenninu, það er að segja í Þorlákshöfn, Selvogi og þar í grennd. Hvað sem um verzlun þeirra má segja í upphafi, þá varð hún fljótt þyrnir í augum Petersens kaup- manns á Eyrarbakka. Svo mikið er að minnsta kosti víst, að strax og hann fékk veður af þessari nýju samkeppni, fór hann á stúfana, til að reyna að bregða fyrir hana fæti. Segir sagan að hann hafi orðið æfur af reiði, enda ekki nema von, þar sem verzlun hans hafði haft einka- rétt til allrar verzlunar frá Grinda- vík austur í Skaftafellssýslur. Petersen kaupmaður gat vissulega fundið formgalla á verzlun þeirra félaga, því þá vantaði á að uppfylla ýms skilyrði, svo sem að hafa borg- arabréf. Lýsti hann verzlun þeirra því „ólöglega“ við yfirvöldin. Yfirvöldin fóru þó rólega í sak- irnar. Steindór Finnsson, sýslumað- ur, hefur vafalaust viljað fyrir sitt leyti styðja að innlendri verzlun og því veitti hann þeim félögum borg- arabréf í Vestmannaeyjum og er það undirritað þann 16. september árið 1789. Þó borgarabréfið væri þannig fengið — og þar með hinum laga- legu skilyrðum fullnægt til verzl- unar, þá var Eyrabakkakaupmaður ekki af baki dottinn. Tókst honum að fá þá félaga svipta borgarabréf- inu, þar sem þeir voru ekki bú- settir í Vestmannaeyjum, en búsetu- skylda fylgdi borgarabréfinu. Er nú skemmst frá því að segja, að félagar Bjarna gáfust nú upp á verzlunar- hugmyndinni, þar eð öll sund virt- ust hvort eð var lokuð. III. Yfir þeirri einu mynd, sem til er af Bjarna Sívertsen, málverki, sem hann hefur látið mála af sér á efri árum, er undarleg kyrrð. Hún sýnir okkur fínlegan mann, sem þó býr yfir krafti og festu. Þess er vitan- lega ekki kostur, að bera saman, en eitt er þó víst, að minnsta kosti virðist svo, að persóna hans hefur búið yfir einhverjum kynlegum töfrum og seiglu. Svo mögnuðum sannfæringarkrafti, að það liggur við að hann geti hvenær sem honum sýnist gengið í sjálfa ríkisfjárhirzl- una í Kaupmannahöfn og tekið það sem hann vantar, og er það eflaust einsdæmi um búandkarl upp á fs- landi. Skulum við nú víkja aftur að sögunni um sinn. Þegar Petersen Eyrarbakkakaup- maður hafði fengið þá félaga dæmda „ólöglega", fengið þá svipta borg- arabréfinu og þar með splundrað félagi þeirra og bægt frá samkeppn- inni, hafði hann síður en svo svipt Bjarna Sívertsen öllum kjarki eða verzlunarhug. Hann sótti þegar um borgarabréf í Selvogi, en fékk neit- un. Lá nú allt kyrrt um hríð. Um þetta leyti, fregnast það aust- ur í Selvog, að Hafnarfjarðarverzl- un væri að losna. Hafði Bjarni þar snör tök á og brá sér til Kaupmanna- hafnar og hugðist ná undir sig þeirri verzlun. Kom hann til Kaupmanna- hafnar árið 1793. Þetta virðist ótrúleg bíræfni. Bóndadurgur af íslenzkri skerja- strönd tekur sig upp frá þungu heimili og heimtar að gerast kaup- maður í víðfemu verzlunarhéraði. En það er þarna, sem skilur milli Bjarna og hins venjulega manns. Hann lýkur erindum sínum í Kaup- mannahöfn með undraverðum ár- angri. Hann nær ekki einasta undir sig Hafnarfjarðarverzlun, heldur fær hann einnig myndarlegt lán úr ríkisfjárhirzlunni til vörukaupa. Og þar með var teningnum kastað, hin ævintýralega viðskipta- og fram- kvæmdasaga Bjarna Sívertsen var hafin. Þess eru ekki tök, að gefa mynd af umfangsmikilli verzlun, ótal fyr- irtækjum, nýjungum og uppátækj- um Bjarna á þessum árum, en þó verður ekki komizt hjá því að minn- ast tveggja atburða, sem einkum og sér í lagi munu halda nafni hans á lofti. Þó það yrði ekki hlutskipti hans að yrkja jörðina, húsa og smíða, eins og þá var siður myndarlegra bænda, þá var hann vel verki far- inn, smiður góður og verkhygginn til handanna. Þetta, ásamt fjárhags- legu bolmagni og góðri athyglis- gáfu kom honum á sporið. Það er auðvelt að sjá þennan fínlega, seiga bónda, þegar hann í Kaupmanna- hafnarferðum sínum notar hverja stund til þess að læra og skoða. Hann veitti skipasmiðunum við Löngulínu sérstaka athygli. Skoðaði gaumgæfilega vinnubrögð í haf- skipasmíði, og verkþekking hans sagði honum, að hafskip mætti auð- veldlega smíða á Islandi. IV. Þegar Bjarni Sívertsen hóf kaup- mennskuferil sinn, var fsland fá- tækt land. Mjög fátækt. Allt var ógert. Þjóðin stundaði fiskveiðar sínar á opnum skipum við yzta vog. Brimasamar lendingar, veik skip og frumstæð. Allt gerði þetta sitt til þess að halda þjóðinni í fátækt. Það fór heldur ekki fram hjá Bjarna, að útlendinglr, sem hér stunduðu veiðar á hafskipum höfðu meiri afla — betri arð. Því var það ekki undarlegt, að menn renndu hýru auga til þilskipanna. Aldamótaárið 1800, eignaðist Bjami fyrsta þilskipið. Var það lítil skúta, sem hann keypti í Kaupmannahöfn. Þó þessi skúta hafi vafalaust ekki verið með því bezta, sem þekktist, þá verður hún fyrsta skip í miklum og prúðum flota, sem síðar var gerð- ur út frá Hafnarfirði. Eins og áður var sagt frá, þá hafði Bjarni komið auga á þann möguleika í Kaupmannahafnarferð- um sínum, að smíða þilskip á ís- landi. Hann lét heldur ekki sitja við orðin tóm, heldur hófst handa. Og árið 1803 hljóp af stokkunum fyrsta skipið. Hlaut það nafnið Havnefjords Pröven og má það vera réttnefni. Sá Bjarni að mestu leyti sjálfur um smíðina, en annars var yfirsmiðurinn Ólafur Árnason á Hvaleyri, en hann var kunnur skipasmiður í þeirri tíð. Þótti þetta fyrsta seinni alda hafskip vera hið fegursta og traustasta í alla staði. Upp frá því varð skammt stórra högga á milli. Árið 1804 kaupir Bjami konungsjörðina Ófriðarstaði og reisir skipasmíðastöð. Fékk hann til þess myndarlegt lán. Heldur fátt er um þetta fyrirtæki vitað, nema þar hefur verið eitthvað verulegt af tækjum, því þess er getið, að danska póstskipið fékk þar vandaða viðgerð eftir að hafa orðið fyrir tjóni í stórviðri. Þar voru og all- mörg skip smíðuð og fjöldi báta. V. Það fór ekki hjá því, að vel- gengni Bjarna Sigurðssonar, Sel- vogsbónda, vekti eftirtekt. Eins og áður var sagt, virðist sem hann hafi verið sérstakur talsmaður, jafn- vel ómótstæðilegur. Hann gerir sér ferðir til Kaupmannahafnar og fær allt sem hann fer fram á, bæði fé og réttindi. Og það á síðar eftir að verða íslandi til mikillar gæfu. Það var árið 1807. Segir sagan, að það ár hafi hann siglt á skipi sínu, De tvende Söstre, sem var þriðja stærsta kaupfarið, sem þá var í utanlandssiglingum. De tvende Söstre var 163 rúmlestir að stærð. Með skipinu voru allmargir farþegar, þar á meðal Magnús Step- hensen, háyfirdómari og Westy Petræus, kaupmaður, en þeir Bjarni og hinn síðarnefndi höfðu það fyrir sið, að flytja saman í kaupskipum, til þess að dreifa áhættunni. Um þetta leyti geysaði Napoleons- stríðið. Voru siglingar ótryggar og ekki bætti úr skák, að Danir og Englendingar voru komnir í hár saman. Gerði enski flotinn upptæk öll skip, sem hönd á festi og sigldu undir dönskum fána í Norðursjó, en þar var hann einráður. Er ekki að orðlengja það, að þeir hremma De tvende Söstre og höfðu inn til Leith í Skotlandi. Nú voru góð ráð dýr. De tvende Söstre var nefnilega ekki eina ís- landsfarið, sem Englendingar her- tóku, heldur voru þau alls um 15 talsins. Heima beið þjóðin bjargar- laus og var ekki annað sýnt, en ný móðuharðindi myndu dynja yfir, ef siglingar féllu niður. Þá er það, sem Bjarni með aðstoð Sir Joshephs Banks, sem var gamall fslandsfari, vindur sér í það að túlka málstað íslands við brezku yfirvöldin og tekst honum um síðir að losa skipin úr herkvínni. Var þjóðinni þar með borgið frá hörmungum. Er þetta löng og flókin baráttusaga, sem ekki er unnt að rekja hér. Þó má geta þess, að Bjarna stóð til boða að losna einn, en hann mat hagsmuni fslands meira en svo og linntu þeir Magnús ekki látunum fyr en öll skipin voru laus. Máttu þau sigla til Kaupmannahafnar og síðan um Leith til fslands. Einn þeirra, sem urðu fangar Breta var Trampe greifi. Hann komst til Noregs (líklega á skipi Adser Knudsen, kaupmanns) og þaðan til Kaupmannahafnar. Hann keypti nú skip Knudsens, Orion og enska vegabréfið, sem skipið hafði fengið fyrir milligöngu Magnúsar og Bjarna. Tókst honum að komast leiðar sinnar til íslands, þótt eitt- hvað sæju Bretar nú gruggugt við skútuna, þegar hún kom til Leith. Má það nokkuð vel lýsa hugarfari danska kaupmannsins að hætta nú verzlun í Reykjavík, þar sem sigl- ingar voru ótryggar, en þjóðin hins vegar bjargarlaus. Verður vikið nokkuð að þessum málum síðar. Aðra för fór Bjami til Englands til samninga. Þótti sú ferð takast vel og var hann sæmdur riddara- krossi fyrir vikið. Það var árið 1912. Var hann nefndur Bjami riddari upp frá því. Mjög lítið er vitað um útgerð Bjama riddara í einstökum atriðum. Hann mun hafa átt alls um 10 þil- skip, smá og stór. Þau minni voru sennilega smíðuð í Hafnarfirði og gengu þá til fiskveiða einvörðungu, en þau stærri voru í vetrarsigling- um með vörur og afurðir. Einnig blómgaðist útvegur opinna skipa frá Hafnarfirði um sama leyti. Áhafnir skipanna voru bæði Danir og fs- lendingar. Með nokkurri vissu er vitað um einn íslenzkan skipherra, sem sigldi kaupskipum Bjarna milli landa, en það var Steindór, stúdent, Framhald á bls. 37. g — VIKAN 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.