Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 2
LAND-
-ROVER
Alltaff ffölgar Volkswagen
ÍHtfwM iVr
HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Laugavegi 170 — Sími 11275.
2 — VIKAN 16. tbl.
í fullri alvöru:
ENN RÍÐA HETJIiR
UM HÉRUÐ
í fornsögum vorum eru víða
dregnar upp glæsilegar myndir í
orði af reið goða og annarra höfð-
ingja með fríðu föruneyti um héruð
landsins. Er lýst reiðtygjum þeirra,
litklæðum, vopnum og verjum og
hvergi sparað skrúðið, enda hafa
þetta eflaust verið hinir garpsleg-
ustu menn í söðli, þeirra fylgjarar
hinir fræknlegustu menn og fákarnir
hnarreistir og fjörólmir.
Fjórða hvert ár ríða enn hetjur
um héruð landsins með fríðu föru-
neyti. Garpslegir menn, en ekki fer
þó mikið fyrir vopnum þeirra eða
verjum, þar eð hvort tveggja er inn
byggt, en hin skæðustu vopn og ör-
uggustu hlífar eins fyrir það. Þau
munu frekast sömu málmættar og
sverð þau, sem geirmerktir vógust
á í Valhöll forðum, því að allir rísa
þeir upp er orrustu lýkur, sem fyrir
þeim falla — sumir jafnvel enn
sprækari á eftir.
Þá eru fákarnir og reiðtygin ekki
neitt hres — gljáfágaðir kadiljákar,
gullbjúikkar og jagúarar, króm-
skreyttir, ólmir af fjöri og renni-
vakrir. Eða söðlarnir ■—• bólstraðar
nælonsessur, dúnmjúkar undir
bossa og dillandi við hverja hreyf-
ingu gæðinganna. „Pa ridestellet
skal storfolk kendes“, segir Ibsen
gamli í Gaut — já, það má nú segja,
maður.
Og svo er það föruneytið.
Þar hefur á orðið nokkur breyt-
ing, sem eiginlega er ekki gott að
koma orðum að — að minnsta kosti
ekki ef maður vill komast hjá að
móðga viðkomandi. Garparnir gömlu
völdu sér til fylgdar þá helzt, sem
þeir treystu bezt, til að standa við
hlið sér ef til átaka drægi, beita
sverði og bera fyrir skjöld, ef með
þurfti. Þessir garpar, sem nú halda
um héruð, virðast velja menn sér
til fylgdar með tilliti til þess, að þeir
dragi athyglina frá átökunum og
þeim sjálfum, með .. . hvað á mað-
ur að segja svo enginn móðgist —
með alls konar leikaralátum, að
ekki sé sterkara að orði kveðið.
Þar með er alls ekki sagt að þessir
fylgjarar séu nein fífl, heldur ein-
ungis að þeir láti eins og fífl, en eins
og allir vita er það list fyrir sig og
ekki á neinna fífla færi.
í hvaða tilgangi hetjurnar velja
sér slíka fylgjara... jú, það væri
óneitanlega skemmtilegt rannsókn-
arefni. Kannski er hann sá, að á-
Framhald á bls. 41.