Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 32
16* Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Dimmbrúnt hörund hans var eilítið ljósara þar sem lendaskýlan hafði hlíft því. Hann hafði fæðingarblett á annarri öxlinni og ör á öðrum handleggnum, eftir byltu af hesti. Karlmaður, hugsaði hún í óumræði- legri hrifningu. Karlmaður, karl- maður, hugsaði hún með öllum sín- um líkama, sárþyrstum og biðjandi. Frank geispaði. Loks þorði hún að hreyfa sig. Um leið og hann varð þess vör að hún var vöknuð, greip hann um báða vanga henni og kyssti hana, fast, heitt og lengi. „Kvernig líður þér, elskan mín?“ spurði hann lágt. Og Evelyn fannst, sem hún hefði aldrei hcyrt ástarorð fyrr. ,,Vel, þakka þér fyrir“, svaraði hún og brosti. Andartaki s:ðar fann hún til líkama hans; það var eins og hún fél'.i í heitan dásvefn, eins og líkami hennar sveiflaðist til og frá í hengi- rekkju; nú sef ég, hugsaði hún, í hengirekkju um borð í skipi úti á víðu hafi í stormi og ölduróti; í hengirekkju, sem er borin um myrk- an heitan frumskóg, og vein og ösk- ur villtra dýra kváðu við í eyrum hennar, nístu merg og bein. Nokkru s'ðar hvíldi hún í örmum Franks á heitum sandi suður á Borneó og sólguhið brimið hnsig og reis með þungum gný. Ég sef, hugsaöi Evelyn. Ég vildi fegin eignast barn með þér, hv'slaði hún, og um leið lá barnið við hlið þeim í heitum sandinum, L’kamir þeirra höfðu getið það af sér í ljúfsárri sameiningu, og dimmbrúnt hörund þess var eilítið ljósara á sama stað og hörund hans. Og barnið þeirra lék sér að kufungum, skelj- um og kóröllum í sólgullnum sand- inum og hjalaði á ensku, þó að það væri nýfætt; ég sef og þarna er draumur minn hugsaði hún og myrk og djúp víðátta algleymisins umlukti hana. Hún hlaut að hafa sofnað fast, því að hún hrökk upp við það að síminn á náttborðinu hringdi, og hún var komin heim til sín í Dusseldorfer- strasse. Ég verð að rífa mig á fætur, hugsaði hún. Gasreikningurinn. Ver- onika. Barnfóstran. Litlibróðir. Kurt. Nítján mörk eftir í heimilispeninga —- hvað hafði orðið af því, sem á vantaði? Ekki gat hún komizt af með nítján mörk það sem eftir var mánaðarins. Og það tók hana enn nokkrar mínútur að átta sig. Visnar rósir, farandlegt mynztur á veggfóðrinu, blettur í málningunni á loftinu, gistihús í París. Ilún leit á Frank, en lokaði augunum óðara aftur, eins og hún hefði fengið of- birtu í þau. Hann var svo óumræði- lega sterkur og glæsilegur, eins og nóttin hefði eflt hann og styrkt. Hún settist upp og horfði á hann, fylgdi honum með augunum eftir að hann var kominn fram úr og gekk um golfið, allsnakinn, mjúkur og stæltur. Hún sáröfundaði hann. Henni var ljóst að sjálf mundi hún aldrei verða söm eftir þessa nótt, aldrei framar bera siit barr og ekk- ert yrði eins og það var áður. Hún gat ekki einu sinni munað hvernig hún hafði verið sjálf, áður en þau gengu saman til sængur. Frank sveif um gólfið eins og í dansi. „Það verður hressandi að fá sér kalda sturtu“, sagði hann og rödd hans var hreimsterk og fagn- andi. „ískalda sturtu", sagði hann og lífsgleðin og þrótturinn streymdi frá honum. Hann gekk að opnum glugganum, allsnakinn, svalg að sér tært morgunloftið svo að barmur hans þandist, barði hnúum á brjóst sér og tók eins konar dansskref eins og negrarnir á kvikmyndatjaldinu; hárið féll niður á ennið og allt í einu vissi hún hvernig hann hafði litið út þegar hann var ungur pilt- ur.En svo varð hann allt í einu al- varlegur, kom að rekkjunni og sett- ist á stokkinn hjá henni. „Einhvern tíma verðum við að vera saman í ró og næði“, sagði hann. „Dveljast mánaðartíma á ein- hverjum afviknum stað, í grennd við fljót...“ Hún sat uppi allsnakin, og braut heilann um það hvers vegna þau áttu að dveljast við fljót, en hann var kominn inn í baðherbergið, söng og blístraði svo að yfirgnæfcU gný- inn í steypunni. Og orð hans höfðu vakið með henni fjarstæða en fagnandi von. Ef til vill voru þetta ekki lokin, heldur einungis upphafið .. . Sólin skein á glugga; hún varð að beita sjálfa sig hörku til að fara framúr. Frank kom inn, klæddur græna silkisloppnum. ,,Þú verður að hafa hraðann á, elskan mín“, sagði hann. „Annars nærðu ekki nógu snemma út á flugvöllinn“. „Ég verð enga stund,“ heyrði hún sjálfa sig segja. Frank stóð út við gluggann og horfði út yfir flísalögð hú?þökin. „Ertu ekki með neina ilskó?“ spurði hann ströngum rómi, þegar hann sá að hún steig berfætt út á gólfið — áminnandi, öldungis eins og Kurt. Það varð henni að vissu leyti til hugarléttis, að þessir tveir karlmenn, sem annars voru eins ólíkir og frekast var hægt að hugsa sér, skyldu samt sem áður vera svona líkir hvað þetta snerti — furðulega strangir, þegar um einsk- isverða hluti var að ræða, blíðir og eftirgefanlegir, þegar maður bjóst sízt við; annars hugar, þegar mað- ur þurfti þeirra helzt við. Þeir geispuðu eins, borðuðu eins, sofn- uðu, þegar unaðurinn var sem mest- ur, og báðir voru þeir eins að því leyti til,' að þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um hugsanagang kvenna. Frank lyfti henni á arma sér, bar hana inn í baðherbergið, lagði hana frá sér ofan í baðkerið, eins og hvern annan hlut. Þegar hann var farinn út aftur og hafði lokað hurðinni setti að henni grát. Hún grét, unz hana þraut tár, og grátur hennar var þrunginn hinni sárustu sorg; að verða að skilja þannig við Frank og ástina fyrir fullt og allt og óafturkallanlega. Hún grét þær tíu mínútur, sem hún sat í baðkerinu; svo tók hún þvotta- svamp Franks, kreisti úr honum kalt vatnið yfir andlit sér og það rann saman við tárin. Eftir það leið henni betur. Hún snyrti sig og dyfti gaumgæfilega, og þegar hún hafði klætt sig, gekk hún fram í dagstofuna, þar sem morgunverður- inn beið á borðinu. Frank var þegar farinn að taka á sig gervi hins fram- andi karlmanns, glæsimennisins, sem komið hafði til Berlínar fyrir þrem vikum síðan, og hrundið öllu lífi hennar og tilfinningum úr skorðum. Það setti að henni hálfgerðan hroll eftir heitt baðið. Hún vonaði að Frank veitti því ekki athygli, ekki heldur því, að hún hafði grátið. Hann virtist með allan hugann við morgunverðinn, sem henni þótti fram úr hófi fjölbreyttur og ríku- legur — einnig það var henni fram- andi og bandarískt. Sjálfri veittist henni örðugt að koma nokkru nið- ur, það var eins og hver munnbiti særði hana í hálsinn. Hún hafði oft spurt sjálfa sig hvernig leikarar færu að því að borða á sviðinu, hvort þeir kyngdu matnum í raun og veru, eða hvort þar gætu verið einhver brögð í tafli. Nú fékk hún sjálf að reyna hvernig þeim liði. Hún sat á litlu sviði, sem átti að sýna herbergi í gistihúsi í París; hún ræddi við mótleikara sinn; veðrið var ágætt, að minnsta kosti mun betra en í gær, maturinn var ágætur, en engu að síður var sem einhver brögð væru þar í tafli. Þjónninn, sem lék þögult hlutverk, ýkti leik sinn. Hann þagði á þann hátt, brosti og dró sig í hlé á þann hátt, að áhorfendurnir gátu ekki verið í neinum vafa um hvað þarna væri að gerast. Þannig var það við morgunverð- arborðið; leiksýning, sem Evelyn lifði sig inn í af lífi og sál. Enn hafði hún gaman af að leika. Hún átti enn eina af gömlu brúðunum sínum heima í Dússeldorferstrasse, Margréti gömlu, sem hún lék sér stundum að í laumi. Sem snöggvast varð henni litið til Josephine á ar- inhillunni og Josephine brosti til hennar. Evelyn endurgalt henni brosið. Frank hafði ekki augun af armbandsúrinu sínu. Hann afhenti henni farmiðann og spurði hvort hún væri hrædd við að fljúga. Jú, hún var ákaflega hrædd við að fljúga, en það var eitt af því, sem maður lét ekki uppskátt. Sá ótti var ekki heldur nema lítilfjörlegt brot af þeim ótta, sem það olli henni að eiga það í vændum að verða að skilja við Frank. Fljúga, koma heim, standa andspænis Kurt, skrökva. Það var einungis um eina kjölfestu að ræða í öllu þessu um- róti. Maríönnu ... „Þú verður komin til Berlínar um fimmleytið,“ sagði Frank. „Vinkona mín kemur til móts við ^ — VIKAN 16. tl)l.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.