Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 50
Hann ók að kaffibarnum og læsti bílnum vandlega. Barinn var fullur af fólki, en hún var þar ekki. Hann fór að hafa áhyggjur af, að það væri ekki óhætt að skilja bílinn þarna svona lengi eftir. Hún beið aldrei eftir neinum, en hún sá ekkert athugavert við að láta aðra bíða eftir sér, eins lengi og henni þóknaðist, hugsaði hann. Hún kom klukkan hálf tíu og hún var ekki eins og venjulega í síð- buxum og blússu. Nú var hún í bóm- ullarkjól — grænum með litlum köflum. Hann var mjög einfaldur að sniði, en samt virtist hann dýr. Það glampaði á hár hennar í skini auglýsingal jósanna og augabrúnirn- ar voru eins og svöluvængir við hunangsbrúna húð hennar. Hún var falleg, allt of falleg fyrir þennan óhreina bar. Hann leiddi hana út að bílnum. — Ég hélt að við ætluðum út að ganga, sagði hún. Hann opnaði bílhurðina. — Hver á hann? Forstjórinn? — Nei. Þú átt hann þó ekki? — Ekki ennþá. En ég er að hugsa um að kaupa hann. Hvernig gat hann sagt nokkuð svona kjánalegt? Hann hataði sjálf- an sig fyrir að reyna að sýnast mik- ill í hennar augum, en það var eitt- hvað í honum, sem þvingaði hann til að láta hana halda, að hann gæti veitt henni jafnmikið og kappakst- ursvinur hennar. — Þú hefur auðvitað gott vit á bílum, og veizt hvar hægt er að fá þá ódýra. — Þessi hér er ekki ódýr, svaraði hann. Svipur hennar var kuldalegur og óræður. Hann ók út úr bænum og út á þjóðveginn. — Hann næstum svífur eftir veg- inum, eða hvað finnst þér? sagði hann hreykinn. Hún kinkaði kolli, en leit ekki á hann. Vangasvipur hennar var þreytulegur og honum fannst hann sjá, hvernig hún mundi líta út mið- aldra. Hann jók benzíngjöfina. Hann hafði aldrei áður ekið svona hratt og hann hataði það, en nú gat hann ekki hætt, því að hann var neydd- ur til að gera eitthvað til að rífa Tessu út úr þessu þreytulega kæru- leysi. Það var næstum komið myrkur og trén köstuðu skuggum sínum á bugðóttan veginn. Ekið gat hann þó. Hann átti enga peninga, en hann kunni að fara með bíl, það gat hann . .. Meira benzín, pedalann í botn — hraðamælirinn titraði og steig — hundrað, hundrað og tíu, hundrað og tuttugu, húndrað og þrjátíu ... Hraðar en bíllinn, sem hafði drepið föður hans — hraðara ... En skyndilega heyrði hann eitt- hvert hljóð og leit á hana og sá að hún veinaði, en það heyrðist varla fyrir þytinum í vindinum. — Líttu á veginn asninn þinn! Gættu þín, í guðanna bænum! Fótur hennar hreyfðist upp og niður eins og hún væri að leita að bremsunni og augu hennar voru op- in og starandi af skelfingu. —- Dragðu úr hraðanum! Hann tók fótinn hægt af benzín- inu og hraðinn fór niður í sjötíu. Nú var vindurinn, sem lék um þau, orðinn að léttum andvara. Ilmur- inn af sumarheitri jörðinni barst til þeirra. — Hvað er að þér? spurði hann. — Ég hélt að þú værir vön hrað- anum. — Hvers vegna eruð þið allir eins? hrópaði hún æst. — Það eina, sem þið hugsið um, er að gera ykk- ur mikla í augum einhverrar stúlku — en það hefur engin áhrif á mig. Ég er dauðleið á strákum, sem ekki hafa áhuga á neinu, nema að slá ný met og bílvélum. Hún sló hnefunum í sætið. — Ég vildi fara út að ganga í kvöld. Ég hata alla jafnaldra mína og þessa stráka, sem foreldrar mínir vilja láta mig vera með. En það getur þú auðvitað ekki skilið. Þú heldur, að það mikilvægasta í lífinu sé að aka bíl, eins og þesusm bíl. Svona leikfangi — svona andstyggilegu ríkisdæmistákni! Hún tók andköf, en hélt síðan áfram: — Ef þú kaupir þenna bíl, þá hef ég ekki mikið álit á þér. Hann verður þér þung byrði árum saman, og ef þú ekur honum eins og þú hefur ekið í kvöld, þá verð- urðu búinn að eyðileggja hann áð- ur en þú hefur borgað hann. Ég veit vel hver þú ert. Ég hef séð litlu systkinin þín og mömmu þína, þegar hún er að fara í vinnuna á sjúkrahúsinu. Ef þú kaupir þennan bíl ertu vitlaus! Hvern ertu að reyna að hafa áhrif á? — Þig, sagði hann. •—- Ég ætlaði bara að bjóða þér upp á það sama, sem þú ert vön. Hlustaðu á mig. Hann tók um hendur hennar, og skammaðist sín ekki lengur fyrir olíubrákina undir nöglunum. — Pabbi minn fórst í bílslysi. Einhver ók á hann — kom með hundrað og tíu kílómetra hraða úr beygju. Síð- an þá verður mamma mín að vinna og ég get ekki keypt mér bíl næstu árin. — Getur það verið, að þú hafir einhverja minnimáttarkennd þess vegna? spurði hún. — Þá verð ég að segja, að þú ert hræðilega óþrosk- aður. Pabbi minn varð að vinna sig upp, og veiztu það, mér fannst for- eldrar mínir betri manneskjur áður en þau eignuðust allt, sem þau ósk- uðu sér. Það var ég líka. Þegar fólk á næga peninga, lifir það fyrir hluti. Það er auðvitað mjög þægilegt, en þegar það hefur eignazt það sem það óskar sér, finnst því sjálfsagt að það sé þarna og byrjar strax að hugsa um það næsta, sem það langar í ... Hún sat þögul um stund og hélt svo áfram með lágri röddu: — Þú mátt ekki verða þannig. Þú ert ágætur eins og þú ert. Þú þarft ekki á neinum bíl að halda. Hún stappaði í gólfið. — Svona ferlíki! Ég mundi frekar vilja eiga hjólbörur! Allt í einu fór hann að hlæja. — Hjólbörur — já, það er eitthvað gQ — VIKAN 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.