Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 46
Sjón er sögu ríkari
Sjón er sögu
ríkari-þér hafió
aldrei séó hvitt
lín jafn hvítt.
Aldrei séó litina
jafn skæra. Reynió
sjálf og sannfærizt.
OMO sparar þvottaefnið
0M0 er kröftugra en önnur þvottaefni, og
þar sem þér notió minna magn, er OMO
notadrýgra. Reynió sjálf og sannfærizt!
0M0
skilar
hvafasta
hvottinum!
X-OMO I7J/IC M1I
umsögn, sem Georg myndi gefa f>ér.
Þú veizt, hvernig hann er. Ég myndi
vinna verkamannavinnu þín vegna,
ástin mín, en ég gæti ekki afhorið
það að sjá þig atvinnulausan og þola
skort. ÞaS er nógu slæmt að vita af
þér í þessum liræðilegu leigubústöð-
um.
Og ég gæti aldrei farið frá Georg,
vegna Péturs. Það ct ágætt dæmi um
hvernig Georg er, hve kærulaus hann
er með þessi spjót, sem hann kom
með frá Eastbourne, að skilja þau
eftir, þar sem Pétur getur náð í þau.
Og ef ég færi i burtu, myndi Georg
krefjast þess að fá að hafa Pétur,
aðeins af því að hann veit að ég get
ekki afborið það. Ég gæti hreint ekki
skilið Pétur eftir hjá Georg, elskan.
Það yrði hræðilegt. Það er aðeins
mánuður síðan hann varð tveggja
ára, þú skilur, elskan jnín, að Georg
myndi aldrei geta hugsað um hann
eins vel og ég.
Lífið er hræðilega erfitt fyrir elsk-
endur, finnst þér það ekki, elskan
mín? Við verðum einfaldlega að
halda áfram, áfram, og vona að eitt-
hvað komi fyrir. Við skulum því
ekki tala oftar um það, vegna þess
að ég verð svo leið út af því, og mig
langar svo til að vera hamingjusöm,
og hraust og glaðleg með myndar-
lega elskhuganum mínum.
Þá er það annað, sem ég ætla að
segja þér. Ég vona að þú eyðileggir
öll þessi bréf, sem ég sendi þér, ást-
in. Bréf eru mjög liættuleg, eins og
])ú veizt. Það er hræðilega óþægi-
legt, að frú Haines skuli ekki hafa
síma i húsinu, þá gæti ég hringt til
þín og við þyrftum ekki að vera
að skrifa, Það væri dásamlegt ef ég
gæti hringt til þín á kvöldin og
talað Iengi við þig, er það ekki,
elskan? Ég þyrfti þó að biða, þangað
til Georg færi út á „Ljónið“.
Þá yrði kominn háttatfmi næstum
því, og ég gæti sagt þér, hve mikið
ég óskaði að hafa þig hjá mér og
að ég ætlaði að láta mig dreyma um
þig alla nóttina. Elskan jnín, ég elska
þig svo hræðilega. Þú ætlar að eyði-
leggja öll bréfin mín, er það.ekki?
Ég hef aðeins fengið eitt bréf frá
þér, og ég varð að brenna því.
Ég veit ekki, hvenær ég fæ að
sjá þig aftur, ástin min. Þetta er
allt svo erfitt, og Georg er svo mik-
ill óþokki við mig. Mig langar ekkert
til að þreyta þig með vandræðum
minum, elskan mín, en hann er svo
harður og grimmur, og þessa síð-
ustu dagana, þ»gar hann hefur séð
mig svona hamingjusama, hefur
liann farið að brjóta heilann um það,
og þá hefur hann orðið verri, ég er
viss um það. Hann kom Pétri til að
gráta í rúminu, og hann drakk mikið
meira en vanalega. Ég er mjög fegin
að ástkær elskhugi minn drekkur
aðeins bjórglas á kvöldin og ekikert
annað.
Ég verð að ljúka þessu langa bréfi
núna, e-lskan min. Það er hræðilegt
að þurfa að hætta við að skrifa
elskhuga sínum, bara til að geta
farið að hugsa um te fyrir Georg.
Heitustu ástarkveðjur, elsku hjartans
Frank minn, ég sendi þér hundrað
kossa.
Ávallt þin elskandi,
Sylvia.
SKJAL IX.
Hagþornagötu 17.
Dagurinn i gær var svo dásamleg-
ur, hjartað mitt, að ég hreinlega
verð áð setjast niður og skrifa þér
um það. Það virtist allt of gott til
að vera satt, Georg fór til East-
bourne aftur (ég vona að hann komi
ekki með fleiri spjót með sér) og
frænka sagði að hún skyldi hafa
Pétur allan daginn.
Þetta var dásamlegur dagur, sem
við áttum. Þegar Georg kom heim
um kvöldið, var ég enn að liugsa
um það með sjálfri mér, en ég varð
að hætta, þegar Georg spurði mig:
— Af hverju ertu alltaf að brosa
svona? Og um nóttina, þegar ég lá
vakandi i rúminu mínu, hugsaði ég
um það allt saman aftur, og hvilíkur
æstur íri, þú ert. Mér finnst
blá augu vera fallegust allra, og þln
augu eru þau fallegustu bláu augu,
sem ég hef séð, ástin. Og mér finnst
svo fallegt, hvernig þú skiptir hár-
inu líka. Ég hugsa að ég hafi fyrst
af öllu tekið eftir þvi, hvernig þú
skiptir hárinu. Það og hvernig and-
litið hrukkast í kringum augun á
þér, ])egar þú brosir.
Ég man, hve hræðilega reiður þú
varst annað skiptið, sem þú komst
liingað og Georg var veikur í hend-
inni og hann var svo ókurteis við
mig i þinni áheyrn. Augu þín skutu
gneistum, eins og þeir segja í sög-
unum. Ég hef alltaf heyrt að írar
séu skapheitir, en þú ert fyrsti ír-
inn, sem ég hef hitt.
Þú ætlar aldrei að verða svona
reiður við mig, er það elskan min?
Ég hugsa að ég gæti ekki afborið
það. Þú ert svo stór og sterkur, að
ég á stundum erfitt með að trúa því
að þú sért í rauninni elskliugi minn.
Þá verð ég að lok,a augunum og
hugsa mjög mikið um það, og þá
get ég munað, hvernig ég hef haldið
'höfði þínu við axlir mér og kysst
þig og hve unglegur þú varst þá.
Þú ert aðeins tuttugu og fimm ára,
elskan mín, og ég er tuttugu og sjö,
og mér finnst ég geta verið mamma
þín. Mér fannst það í gærkvöldi, þeg-
ar ég lokaði augunum i myrkrinu og
reyndi að muna allt það, sem gerzt
hafði um daginn. Það var allt svo
raunverulegt, elskan. En það var
hræðilegt að finna stríða kjálkana
á Georg við hlið sér á koddanum, í
staðinn fyrir mjúka vangana þína.
Hann á engan rétt á að vera í þínum
stað. Ég ætti að hata Georg, þó að
hann væri ekki svona andstyggileg-
ur við mig, elskan. En við getum
aðeins vonað að eitthvað komi fljót-
lega fyrir. Ég elska þig svo heitt,
ástin mín. Armar mínir þrá þig og
ég þrái þig svo hræðilega, en samt
get ég ekki liaft þig hjá mér. Ástin
min, segðu mér, að þú elskir mig
líka. Stundum get ég ekki annað en
efazt um það, þegar heimurinn er
svona andstæður mér. Hugsaðu til
— VIKAN 16. tbl.