Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 49
hann hana. Hún sat ein á stól við
afgreiðsluborðið.
Hún var í síðbuxum og röndóttri
blússu, og hárið var vott og lá nið-
ur axlirnar. Það var Þykkt og ljóst
og svo vel hirt, að það stirndi á það
eins og glóandi gull.
Hann hafði aldrei séð hana í
kaffibarnum áður, og hann stóð kyrr
svolitla stund, til að jafna sig. Svo
settist hann á stól við hlið hennar
og pantaði brauðsneið og kaldan
drykk.
Hann vissi ekki að hún þekkti
hann aftur og varð undrandi, þegar
hún leit á hann og brosti.
— Við höfum víst sézt áður, sagði
hún. — Var það á kappakstursbraut-
unum, eða hvað?
— Á bílaverkstæðinu, svaraði
hann og rödd hans var þvinguð og
hás. — Ég vinn þar.
— Já, nú man ég það.
Hún lagði skeiðina frá sér og hall-
aði sér fram og horfði á hann. Svo
stóð hún upp og setti peninga í juke-
boxið, kom svo aftur og gekk með
þessum sérstæða þokka, þessu ör-
yggi, sem hann öfundaði hana af.
Þetta öryggi hennar byggðist ekki
eingöngu á vissunni um að hún væri
falleg, heldur einnig á því hve rík
hún var.
Rödd hennar var skýr og tær eins
og kalt vatn, þegar hún sagði: — f
hvert sinn og við hittumst, starirðu
á mig.
— Fyrirgefðu, sagði hann fljót-
mæltur og eldroðnaði. — Finnst þér
ég vera ósvífinn?
— Ég hef ekkert á móti því, að
fólk horfi á mig.
Hún er auðvitað vön því, hugsaði
hann. Rík og falleg og þreytt á allri
aðdáuninni.
— Hafið þið alltaf átt heima hér?
spurði hún.
— Aðeins síðan faðir minn dó.
Áður komum við hingað á sumrin,
en nú búum við í sumarhúsinu allan
ársins hring.
— Líkar þér vel að vinna á bíla-
verkstæði? spurði hún.
Ég vinn þar bara á sumrin. Hann
reyndi að tala kæruleysislega. —
Ég fer í háskólann í haust.
— Það var skemmtilegt, sagði
hún. — Fyrst þú ert svona vel gef-
inn, hlýtur þér að leiðast hér. Það
hlýtur að vera alveg dautt hér á
veturna.
— Mér líkar vel hér, sagði hann
og var hissa á því, að hann var allt
í einu farinn að halda uppi vörn
fyrir bæinn, fátæklegt húsið, móð-
urina og allt líf þeirra. — Mér líkar
vel hér, þegar allir sumargestirnir
eru farnir.
— Staðurinn ætti erfitt með að
vera til án sumargesta.
— Sumargestirnir lifa svo til-
gangslausu lífi, sagði hann.
— Það er verst, hve þú virðist
vera gamall, sagði hún og hló lágt.
— Hve gamall ertu?
— Nítján ára.
— Það er ég líka. Ég hélt að þú
værir eldri. Það eru kannski fötin,
sem gera það ... Mér þykir svo gott
svona kaffi, en mamma vill ekki
að ég fari hingað. Við erum vön
að fara á hótelið á eftirmiðdögun-
&
SS
4,
©
5 blöO aOeins kr. 20.50
um — eða í klúbbinn i Grinsham.
Hefurðu komið þangað?
— Nei.
— Hótelið er hræðilegt.
— Ég get hugsað mér það.
En hann hugsaði: Hundrað her-
bergi, heitt og kalt vatn, veizlusal-
ur, bar, danssalur ... var það hræði-
legt ... ?
— Viltu ekki eitthvað að borða?
spurði hann.
— Ég get það ekki. Ég verð að
fara heim í hádegismat, það koma
gestir til okkar í dag. En get ég
ekki hitt þig hér í kvöld?
— Allt í lagi, sagði hann, og gat
varla komið upp orði. Hjarta hans
barðist um og hann tók í sig kjark
og spurði: — Finnst þér gaman að
ganga?
„Fara út að ganga? endurtók hún
og starði á hann galopnum augum.
— Ég veit það satt að segja ekki,
ég hef naestum aldrei gert það. Við
förum allt í bíl.
Hún lét sig renna niður af stóln-
® Gillette er skrásett vörumerki
um og lagði höndina á handlegg
hans andartak.
— Þá segjum við klukkan níu.
Hérna, sagði hún. — Komdu ekki
of seint, því að ég bíð aldrei.
Hann drakk hratt út úr glasinu
og fór að hitta frú Ramsden, sem
bjó í næsta húsi við móður hans.
Hann bað hana að sitja hjá börn-
unum í kvöld og borgaði henni
fyrirfram, svo að móðir hans þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af því. Svo
læddist hann upp í herbergið sitt,
tók þar hreina skyrtu og buxur og
flýtti sér svo aftur á verkstæðið.
Fyrir utan verkstæðið stóð dýri
sportbíllinn, sem átti að seljast, og
það glampaði á hann í sólskininu.
Hann hafði einu sinni ekið honum,
og þá var forstjórinn með. Það var
sama dag og eigandinn kom með
hann, og Davíð hafði bara ekið hon-
um fram og aftur á lóðinni, en þetta
var stórkostlegur bíll og vélin gekk
eins og klukka. Hann var a. m.
k. eins góður og bíllinn kapp-
akstursmannsins, vinar hennar ...
í kaffitímanum þvoði hann og
bónaði bílinn og burstaði hann allan
að innan. Hann þurrkaði sérstaklega
vel af framsætinu — þar sem hún
átti að sitja. Hann var að hugsa
um að taka hann að láni. Aðeins
þetta eina kvöld. Enginn þyrfti
nokkru sinni að vita um það.
Sá, sem átti að leysa hann af vakt-
inni, kom klukkan átta, og þá var
orðið svalara.
Hann læsti alla bílana inni, nema
sportbílinn, hann lét hann standa
úti á götunni. Lyklana hafði hann
í vasanum. Hann hafði fataskipti í
litla bakherberginu við verkstæðið
og í speglinum sá hann æst og rjótt
andlit sitt.
Hendur hans voru enn svolítið
svartar, þótt hann hefði þvegið sér
vandlega og lyktina af benzíni og
olíu var ekki auðvelt að losna við.
En því hlaut hún að vera vön, sem
hafði svo mikið samneyti við bíla-
eigendur.
VIKAN 16. tbl. —