Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 44
Skrifleg sönnunargögn. Framhald af bls. 9. en ég vildi -ekki leyfa honum að sjá þaö, og þá urðu auövitað ill- indi og hávaði, og hann kom Pétri til að gráta, og mér leið svo illa. Ég vona að hann faafi ekki verið i mjög slæmu sk,api, þegar hann kom á skrifstofuna. Ég var að hugsa um yður eftir að hann var far- inn, og ég var að velta fyrir mér, hvort hann hefði verið ókurteis við yður. Ég býst við að hann sé oft ókurteis við yður á skrifstofiinni, en þér megið ekki taka það nærri yður, þetta er bara hans vani. Ég vona að yður hafi tekizt að selja þetta hús fyrir hann, þegar hann kemur heim, því að þá verður hann í betra skapi næstu dagana. Ég man að hann sagði mér einu sinni, að þér væruð vel gefinn, og þér getið imyndað yður, að það hefur sina þýðingu fyrir mann, sem er hans eiginn starfsmaður. Ég býst við að ég heyri nú einhvern daginn, að þér hafið byrjað sem uppbóðshaldari eða umboðsmaður á yðar eigin skrif- stofu, og þá verður Hart & Co. að sjá um sig sjálft. En hvað við k.emur bréfi yðar, þá þykir mér það leiðinlegt að þurfa að segja yður að skrifa mér aldrei framar, en þér skiljið það, er það ekki? Ég varð að brenna bréfinu, sem þér skrifuðuð, vegna þess að ég þori ekki að skilja það neins stað- ar eftir. Þér verðið að fyrirgefa mér. Yðar, Sylvia Hart. SKJAL V. Hagþornagötu 17. Kæri Frank. Hér sit ég og skrifa þér einmitt á því andartaki, sem þú ert að fara út úr húsinu. Ég er svo hrædd um að Georg komist að því að þú hafir verið hérna. 'Þú mátt aldrei, aldrei k,oma hingað aftur, jafnvel þó að það sé öruggt. Ég veit ekki, hvað hann gerði, ef hann vissi það. Ég varð svo glöð, þegar þú komst. Ég var uppi að hátta Pétur fyrir hádegisblundinn hans, þegar ég heyrði að það var barið. Ég hugsaði: — Ó, guð, þetta er einhver sölumað- urinn enn, og þegar ég opnaði dyrn- ar, þá varst þetta þú. Það var mjög fallega gert af þér að koma, en ég varð svo hrædd. Það er allt í lagi þó að þú segir, að þú sért vanur að fá þér einhvers staðar að drekka, þegar þú ert úti að sinna einhverj- um viðskiptum fyrir eiginmann minn, og að þú getir alveg eins kom- ið heim að sjá mig, en þú ættir ekki að gera það. Þú veizt, að þú ættir ekki að gera það. Það er i rauninni ástæðulaust fyrir þig áð hafa áhyggjur af mér, Frank. Hvað sem öðru líður, þá hef ég verið gift Georg i fimm ár, og ég ætti að vera fær um að sjá um mig sjálf nú orðið. Og ég er ekki í tengslum við þig, svo að þú þarft engar áhyggjur að hafa af mér. Og ef ég væri ætt- ingi þinn, gætir þú heldur ekkert gert, vegna þess að þú vinnur fyrir Georg, og þú veizt, að þú misstir vinnuna, ef þú segðir eitthvað við hann um mig. DELTA — TERELYNE HERRABUXUR FALLEGAR — STERKAR Ég hef kosið mér þetta hlutskipti og verð að taka þvi. Þetta var frænka gamla vön að segja við mig, þegar ég sagði henni að Georg væri harð- ur við mig. Ég mun enn verða að sætta mig við það. Georg er mjög kænn eins og þú veizt, og hann veit að liann hefur traustatak á mér, þar sem Pétur litli er. Ég get hatað hann, þegar hann kemur Pétri til að gráta, og nú mun ég einnig verða áhyggjufull útaf þér og hræðast að hann verði einnig ákveðinn við þig- Ég get vel ímyndað mér, hvernig hann kemur fram við skrifstofu- mennina sína. Ég er i öngum mínum út af því, ef þú hefur komið of seint á skrifstofuna i dag og hann hefur verið reiður út af því . . . þó svo aði það væri ekki eins slæmt og ef hann vissi, hvar þú hefðir verið. Það er það, sem ég hef verulegar áhyggj- ur af. Og ég mun vera á nálum, þangað til ég veit vissu mína. Þín, Sylvia. SKJAL VI. Hagþornagötu 17. Elsku Frank. Ég held þú ættir ekki að koma hingað oftar. Ég veit, að ég hef skrif- að þetta áður, en í þetta skipti er mér alvara, og þú veizt hvers vegna. Það er ekki vegna þess að ég hræð- ist það að Georg komist að þvi að þú liefur verið hérna, þó að ég hafi áhyggjur af því einnig, en það er af annarri ástæðu, sem þú ættir að gefa gizkað á, án þess að ég segi það. Við ættum ekki að halda þessu á- fram, vegna þess að ég er hrædd við sjálfa mig og að eitthvað komi fyrir. Gerðu það, Frank, við skulum hætta þessu núna og aldrei sjást framar. Við getum bara kvaðzt og þú gleymir mér. Ég er tveim árum eldri en þú, Frank,. Georg sagði mér fyrir löngu, hve gamall þú værir, það var rétt eftir að við giftum okk- ur. Þú munt fljótlega finna einhverja á betri aldri fyrir þig, þú munt kvænast henni og gleyma mér. Þú veizt ekki að ég á mynd af þér, til að minna mig á þig, vissir þú það? Bn ég á eina. Hún er í gestaherberg- inu. Manstu ekki, þegar Georg lét taka mynd af sér fyrir utan skrif- stofuna með öllu starfsfólkinu. Þú ert á þeirri mynd og lítur yfir axl- irnar á Georg. Ég get alltaf læðzt inn i gestaherbergið og séð myndina, þegar þú ert farinn og við erum bú- in að kveðjast. Frank, Georg ætlar til Eastbourne á morgun út af þessu faúsi þar, Hazelsliúsinu er það ekki? og liann verður fjarverandi allan daginn. Ef þú gætir komið hingað í matartím- anum, þá gætum við kvatt hvort annað á þægilegri hátt en i nokkurt annað skipti. Komdu, Frank, vegna þess að mig langar til að sýna þér, hve góðan mat ég get búið til fyrir þig, mikið betri en frú Haines býr til, ég er viss um það. Ég býst elcki við áð hún gefi þér góðan mat. Þú ættir að vera á betri stað en þessum leigubústöðum. Komdu, og við mun- um eiga dásamlega stund áður en við kveðjumst. Ávallt þín, Sylvia. SKJAL VII. Hagþornagötu 17. Frank, ástin mín. Ég elska þig svo heitt. Georg íkom aftur frá Eastbourne og allt var í lagi. Han kom með tvö afríkönsk spjót, sem hann ætlar áð hengja upp á vegginn i borðstofunni til skrauts. Mér er alveg sama, á meðan Pétur getur ekki náð í þau. Hann er ein- mitt nýfarinn á „Ljónið“, svo að ég skrifa þetta í mesta flýti og ætla að læðast út og setja það í póst, áður en hann kemur aftur. Frank, ástin mín, óg elska þig. Ég sagði þér það mörgum sinnum i dag, en ég segi þér það aftur. Frank, við vorum svo heimsk í dag. Við megum aldrei gera neitt þessu lík.t oftar. Og þú fékkst aldrei matinn þinn. Ég hefði ekki vitað hvað tímanum leið, ef ég hefði ekki- .fundið brunalyktina af kartöflunum og komið að pottinum viðbrenndum. Við megum ekki gera þetta aftur. Ég skammast mín svo, þó að ég elski þig heitar en nokkru sinni fyrr, heitar en í morgun, þó að éig hafi þá haldið að ég gæti ekki elskað þig heitar en ég gerði þá. Og við höfum ekki komizt að neinni niðurstöðu, bara vegna þess að þú þurftir að flýta þér svo mikið til skrifstofunnar, þegar við sáum hvað timanum leið. Ástin min, ég vildi að ég gæti kysst þig góða nótt, þó að ég ætli ekki að kyssa þig oftar, ek,ki nokkurn tima. Ég vildi óska að ég þyr.fti ekki að flýta mér svona að skrifa bréfið. Vertu sæll, elsku Frank. * Ávallt þín, Sylvia. Es. Ég opnaði umslagið aftur, vegna þess að ég var svo hrædd um að eftir það, sem skeði í dag, myndir þú hætta að elska mig og ekki kæra þig um að sjá mig framar. Mér liður hræðilega við tilhugsunina. Segðu að þú elskir mig, Frank. SKJAL VIII. Hagþornagötu 17. Elsku Frank. Ég er hrædd um að þetta verði bæði langt og leiðinlegt bréf, en núna verð ég einfaldlega að segja þér allt það, sem ég þarf að segja. Ég virðisl aldrei komast til þess, þegar við erum saman. Við tölum víst um eittlivað annáð þá, er það ekki, ástin min? Fyrst og fremst verð ég þó að segja þér það, sem ég sagði við þig í gær, bara til að sýna þér að mér er alvara. Ég mun ekki fara frá Georg. Það var fallega gert af þér, ástin mín, að biðja mig þess, en þú verður að skilja það að við getum ekki gert það. Georg myndi auðvit- að reka þig, og þá hefðum við enga peninga og ekkert. Er það ekiki hræðilegt að það skuli vera pening- ar, sem hindra og standa í vegi fyrir ást okkar. En þannig er það, ástin min. Við myndum svelta, vegna þess að þú fengir enga vinnu, eftir þá 44 — VIKAN 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.