Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 38

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 38
KOMIÐ, O G SKOÐIÐ PRINZINN LÍTILL, EN RÚMGÓÐUR RÖSKUR OG RAMMB YG GÐUR LEIKANDI LIPUR, STÖÐUGUR BER 5 MENN OG FARANGUR ÞÆGILEGUR OG BJARTUR SPARNEYTINN OG VANDAÐUR ÓSKABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR FÁLKINN H.F. Laugavegi 24 — Reykjavík. Yerð kr. 119.700.- SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI: Lúðvík Jónsson & Co. Bílaprófun Vikunnar. Framhald af bls. 35. framrúðunni tekur vel við ýmsu smádóti. Hann er sparneytinn og það liggur við, að tveir komizt fyr- ir í einu stöðumælisrúmi. Það er alveg óvart, ef ég hæli þessum bíl meira en öðrum. Ég varð ekkért sérstaklega hrifinn af honum, en það var líka fátt, sem kom óþægilega við mig. Það væri þá einna helzt vinnslan. Hún er ó- skaplega léleg. Við vorum tveir í bílnum og ég náði góðri ferð að Artúnsbrekkunni, en varð samt að skipta niður í þriðja og líklega í annan, hefði bíllinn verið fullur af fólki, að ég nú ekki tali um far- angri. Það er kannski ekki við miklu að búast af 34 ha mótor, en mér finnst ekki ósanngjarnt að bú- ast við sterkari mótor í bíl, sem að mörgu leyti öðru er ágætlega úr garði gerður. Gírarnir eru samstilltir nema sá fyrsti, en samstillingin er ekki nógu góð. Sæmileg milli fjórða og þriðja en það brakaði alltaf hjá mér, ef ég ekki tvíkúplaði milli þriðja og annars. Útsýnið er gott úr bílnum, nema hvað spegillinn skyggir dá- lítið á til vinstri, ef bíllinn er með hægri handar stýri. Og öskubakk- inn er utan seilingar ökumanns. Startarinn er í gólfinu rétt við sætisbrún ökumanns og hann fór í taugamar á mér. Margir hafa fært hann upp í mælaborðið, og það myndi ég gera. Það eru engir húnar innan á hurð- unum. Gluggarnir eru opnaðir eins og hillur í bókaskáp, með því að draga glerið fram og aftur. Frá- gangur á því virðist góður, og mér er sagt, að bíllinn sé vel rykþétt- ur. Ef maður vill komast út, kippir maður í spotta í hurðinni, sem þá opnast. Mælafátæktin er sama og gerist, aðeins hraða- og benzínmæl- ir. Mælaborðið er fyrir miðjum bíl og lítur þokkalega út. Miðstöðin er kraftmikil og dygði líklega fyrir tvo, ef hægt væri að koma því heim og saman. Rúðusprautu er stjórnað með takka í mælaborðinu, og ef um hægri handar stýri er að ræða, verður maður að biðja farþegann í framsætinu að gera svo vel og sprauta svolítið upp á rúðurnar. Mótorinn er framan í bílnum og liggur þversum. Hann, gírkassinn og drifið er allt sambyggt og nýtur góðs af sömu olíu. Af henni þarf um fimm lítra í hvert sinn, og ráð- legt talið að skipta um eftir ca 1500 km akstur. Að lokinni reynsluför var ég þakklátur fyrir það, að ég skyldi herða mig upp í að reyna að komast inn í hann! sh. Japönsku Minolturnar. Framhald af bls. 35. af Leica-vélum, tiltölulega vandað- ar en að minnsta kosti þriðjungi ó- dýrari en þær þýzku — og engin leið að þekkja þær sundur í fljótu bragði. En japönsku ljósmyndavélarnar eru ekki eingöngu eftirlíking. Þær fullkomnustu standa ekki einungis jafnfætis þeim, sem beztar eru framleiddar á Vesturlöndum — heldur taka þeim fram að sumu leyti, að minnsta kosti í bili. Þegar Glenn ofursti gerði sína frægu reisu út í geiminn, var ákveðið að hann skyldi freista að taka myndir úr geimfarinu með „venjulegri" Ijós- myndavél, auk þess sem geimfar hans var að sjálfsögðu búið sér- smíðuðum myndatökutækjum, sem hann þurfti ekki að skipta sér neitt af. Að sjálfsögðu var honum valin ljósmyndavél af þeirri vönduðustu gerð, sem unnt var að komast yfir. Nú er vitað að Bandaríkjamenn hafa hingað til smíðað beztu ljósmynda- vélar í heimi, að Vestur-Þjóðverjum þó ef til vill undanteknum — og sænsku Hasselblad-verksmiðjunum, en vélar þeirra komu ekki til greina þarna af tæknilegum ástæðum; þ. e. þær voru ekki nógu sjálfvirkar. Myndavélin, sem fyrir valinu varð, var þó hvorki bandarísk né vestur- þýzk heldur japönsk — Minolta Hl-Matic, framleidd af Chiyoda Kogaku Selko Co. Ltd., í Osaka. Myndirnar sem Glenn tók þannig „prívat“ í þessari geimferð — þær fyrstu, sem þannig hafa verið teknar á slíku flandri — þóttu með af- brigðum góðar. Þessi gerð er nú fáanleg í öllum vestrænum löndum, og einnig hér á landi, og nefnist almennt „Minolta SR-7“. Hún er svo sjálfvirk sem hugsazt gétur, þegar um „venju- lega“ ljósmyndavél er að ræða. Hún er knúin örlítilli rafhlöðu, sem skipta þarf um á tveggja ára fresti — allt annað í vélinni fullyrða framleiðendurnir að endist ævi- langt, jafnvel miðað við þann háa aldur, sem menn ná nú yfirleitt á Vesturlöndum. Fyrir kraft þessarar litlu rafhlöðu ganga svo allar hinar margvíslegu og ótrúlegu nákvæmu stillingar, sem ekki er rúm til að geta hér nánar. Með Ijósmyndavél þessari fæst svo heill bílfarmur af alls konar aukalinsum og tækjum, meðal ann- ars til vísindalegrar ljósmyndatöku, aðdráttarlinsur, zoomlinsur og allt það. En framleiðendurnir eru ekki japanskir til einskis. Linsufestingin er þannig úr garði gerð, að nota má líka þýzkar Leica-linsur, ef vill. ★ Sniðaþjónusta Vikunnar. Framhald af bls. 10. 347,00. Sendið eftir efnissýnissýnis- hornum, þau fáið þið gegn frímerktu umslagi með nafninu ykkar á. Kjóllinn er til í no. 38, 40, 42. Flísilíninn í pilsið, rennilás og tvinni kostar kr. 96,00. Útfyllið pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð, lit og gerð og sendið til Sniðaþjónustu Vikunn- ar, Skipholti 33, Reykjavík ásamt kr. 100,00. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 37503 á þriðju- dögum og föstudögum milli kl. 2—5. — VIKAN 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.