Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 39
Örvita þrenning. Framhald af bls. 33. Hjónabandið hefur ekki haft sér- lega góð áhrif á mig, hugsaði hún. Hún stakk vegabréfinu á sig, en nú .var eftir að koma kvöldskónum ofan í töskuna, og það gekk ekki sem bezt, en loks kom Frank henni til aðstoðar. Hann hló að henni og hún hraðaði sér út á svalirnar. Hún fann til svima og teygaði að sér hreina útiloftið, en þegar henni varð litið ofan á torgið, svimaði hana enn meir. Hæðin seiddi hana til sín, hún þráði að mega láta sig falla, hugsaði hún. Það hafði komið fyr- ir hana í draumum, að henni þótti sem hún hrapaði niður í rökkurljóst hyldýpi, og það hafði verið ljúf og þægileg tilfinning, ekki óáþekkt því að falla í öngvit. Hún hafði eitthvert hugboð um að þannig mundi það líka vera að deyja — að hrapa nið- ur i eitthvert rökkurljóst hyldýpi ... hrapa ... Eftir að hún hafði lesið í svip læknisins, hvað hann áleit um sjúkdóm hennar, hafði hún oft reynt að gera sér það í hugar- lund. Það var eitt af því fáa, sem hún óttaðist ekki. Aftur á móti var lífið svo örðugt við að fást; það krafðist starfs, sjálfsafneitunar, á- reynslu. Dauðinn var hins vegar fá- brotinn og einfaldur. Einungis að ganga honum á vald. „Nú verðum við að halda af stað,“ sagði Frank, þar sem hann stóð á bak við hana. Hún sneri sér að hon- um, því að rödd hans var heit og blíð, eins og um nóttina. Um leið hvarf henni svimakenndin, og hugs- un hennar varð annarlega skýr. „Já, ég veit það ...“ sagði hún og gekk á eftir honum fram í dag- stofuna. Og þá sagði hann allt í einu nokkuð sem kom henni svo á óvart, að hún stóð sem stjörf. „Þú mátt ekki halda, að þetta hafi verið mér lítils virði. Nei, það hefur alls ekki verið mér lítils virði,“ sagði hann. Eða eitthvað þessháttar. Evelyn brosti. Þessi fáu orð voru svo gegnsýrð gersamlegu skilningsleysi, svo framandi við- horfi, að hún gat ekki að sér gert að hlæja. Lítils virði — þau stóðu sinn hvorum megin við arininn, og það var eins og breið gjá hefði myndazt á milli þeirra. Hann kall- aði það sem sé ekki lítils virði, að hún skyldi hafa tekið sér þessa Parísarferð á hendur. Nei, sannar- lega var það ekki neinn hégómi. Fávizka hans var blátt áfram svo furðulee, að hún vorkenndi honum. Hún gekk til hans, tók hönd hans og lét vel að henni. Vertu sæl, sagði hún við Josephine á arinhillunni. Burðarkarlinn knúði dyra og tók töskurnar þeirra. Hann bar græna svuntu og hagaði sér á allan hátt eins og leikari á sviði. Og það var hann, sem varð til þess að opna fyrir henni dyrnar, þegar hún gekk út úr gistihússherberginu. Frank hafði mikinn farangur með- ferðis, eins og slíkum ferðalang sómdi. Litla handtaskan hennar virtist svo undarlega lítilmótleg í samanburði við það. Lítil handtaska, sem kona hafði stungið í náttklæð- um sínum, til þess að halda til móts við elskhuga sinn og dveljast hjá honum næturlangt yfir helgi. „Kærar þakkir, Maurice," sagði Frank við burðarkarlinn og gaf hon- ur drykkjupeninga. Þannig kvaddi hann allt starfsfólkið, og það kom í ljós að hann vissi hvað hver manneskja hét. Ökuferðin, sem þau urðu samferða, varð skömm og þau ræddust sama og ekkert við. Kveðju- stundin varð ekki eins erfið og Evelyn hafði kviðið. Fyrst var það, að Frank hafði undarlegan hatt á höfði, sem fór honum ekki sem bezt; gerði hann svo framandlegan á- sýndum, að í rauninni fannst henni sem hún þekkti alls ekki þann mann, sem hún var að kveðja, að minnsta kosti alls ekki fyrir þann mann, sem hún hugði sig ekki geta lifað án. f öðru lagi hvíldi þokuhjúpur vfir borginni, eins og deyfandi rökkur, sem létti henni síðustu mínúturnar. Þannig var það líka við barnsburð, þá voru konunni gefin deyfandi lyf til að létta henni síðustu mínúturn- ar. Þrátt fyrir það, fannst henni sem hún mundi falla í öngvit. Hún greip um snerilinn á bílhurðinni og bað Frank um að gefa sér sígarettu. Nú tók Frank ofan hattinn. Hár hans lá slétt og fellt eins og blik- andi málmhjálmur að höfði hans, og höfuð hans virtist tiltölulega lít- ið í samanburði við hinar breiðu axlir hans. Þegar hann varpaði frá sér sígarettunni, sá Evelyn og vikn- aði við, að hann leið líka sinar þján- ingar. Hún gat séð það á munnsvip hans, augunum hans og öllum and- litsdráttum, sem hann réði ekki yfir til hlítar. Hann sagði nokkur orð á þýzku, réði ekki við málið, en rödd hans var þrungin ástúð. Ein- hver hjálpaði henni upp í bíl flug- félagsins, og bíllinn ók af stað. Kveðjustundin var liðin og Frank var horfinn henni fyrir fullt og allt, án þess að hún gæti gert sér grein fyrir með hvaða hætti það hafði orðið. Hún fann grátkökk í kverk- um sér, en augu hennar voru þurr. I rauninni þolir maður mun meira, en maður trúir sjálfur, hugsaði hún með sér, og með nokkru stolti. Sætin í flugfélagsbílnum voru mjúk og dregin leðri, og ökuferðin var löng og þreytandi. Evelyn horfði út um gluggann, fyrst voru það göt- urnar í París, síðan tóku úthverfin við. Karlmaður nokkur, sem sat andspænis henni, virti hana fyrir sér um hríð, mælti síðan til hennar á þýzku: „Ætlar frúin líka með flugvélinni til Köln?“ Framhald í næsta blaði ERTU FISKINN? Framhald af bls. 40. en í þá reynið þið að krækja önglin- um, sem þið gerið úr títuprjóni. Veiðistöngin er úr kústskafti eða grönnum lista, með 40—50 cm löngu færi. Veiðisvæðið er þvottafatið hennar mömmu — og hver keppandi stundar veiðarnar tvær mínútur í senn, en þá eru tölurnar á „veidd- um fiskum" lagðar saman og næsti maður, — reynir við „þann gula“. Tökum mal, saumum, setjum upp Gluggatjaldaefni .ULL BOMULL TERYLENE DRALON RAYON IVIapteinn Fata- & gardínudeild Einarsson & Co. Laugavegi 31 - Sími 12816 VIKAN 16. tbl. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.