Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAU6HTER 4. HLUTI Hann nam sem snöggvast staðar undir glerhjálmi sólbaðsflatarinnar og naut fagurs útsýnis yfir Austurá og hina miklu, gráu borg, sem var nú farin að sofa fyrir fótum hans. En að ári fer ég, sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann gekk inn á karladeildina, nam staðar und- ir ljósinu og leit á fyrstu sjúkra- söguna. Eða, árið á eftir -— þótt ég verði að fara einn. En fyrst um sinn getur víst enginn neitað því, að menn hafa mikla þörf fyrir mig hér. Sofandi sjúklingarnir lágu svo hljóðir og kyrrlátir 1 löngum hvílu- röðunum, að þessi risavaxni sjúkra- salur virtist í fyrstu heimkynni dauðans. Andy gekk eftir ganginum milii sjúkrarúmanna ásamt vöku- konunni og nam staðar við hverja hvílu til að sjá, hvað hita sjúklings- ins liði. Þegar hann kom að rúmi sjúk'.ings, sem svaf enn djúpt eftir svæfingu — svo djúpt, að erfitt var úr því að skera, hvort viðkom- andi væri lifandi eða dauður — laut hann niður að rúminu og hlustaði eftir hægum andardrættinum með þjálfuðu éyra. Næsta hvíla, sem að- greind var frá öðrum í stofunni með færiveggjum, sagði dapurlega sögu sína án orða. Eftir stutta athugun undirritaði Andy dánarvottorðið við skrifborð hjúkrunarkonunnar. Á leiðinni til lúxusdeildar einka- sjúklinganna gekk Andy inn í lítið herbergi fyrir enda gangsins til að heimsækja eftirlætissjúkling sinn — lítinn dreng. Hann virtist ósköp lítill í hvítri sjúkrahvílunni, og bjarminn frá náttlampanum jók á blámann, sem var yfir andliti hans. Hjúkrunarkonan hvíslaði lágri röddu: „Við erum hætt að gefa hon- um súrefni. Hann sefur vært.“ Andy leit til súrefnistjaldsins, sem enn stóð úti í horni. „Hafið það tilbúið, ef eitthvað skyldi koma fyrir. Og hringið til mín, ef um einhverja breytingu verður að ræða í nótt.“ Hann átti erfitt með að slíta sig frá hvílu drengsins. Jackie Smith var fæddur með þeim ósköpum, sem leiddu til þess, að hann var kallaður „blátt barn“, en hann var ólíkur flestum öðrum, sem haldnir voru sama kvilla, að honum hafði tekizt að lifa fyrstu árin. Hann var orðinn sex ára gamall, en var svo grann- ur og fíngerður, að það var eins og hnnn tilheyrði þegar öðrum heimi. Andy fletti aftur í sjúkra- .sögu hans ■— þarna var brugðið upp ljósri mynd af heilsufari hans, svo ljósri, að það var eins og um kennslubók væri að ræða. Þegar Jackie hafði aðeins verið samsafn af frumum í móðurkviði, hafði eitthvað komið fyrir þann hluta fóstursins, sem átti síðar að verða að hjarta og æðum. Jackie hafði þess vegna verið í heiminn borinn með blóðrásargalla — op var á veggnum milli vinstri og hægri hólfa hjartans. Auk þess hafði æðin, sem lá til lungnanna frá hægri hlið hjartans, aldrei þroskazt til fulln- ustu. Árangurinn af þessu varð sá, að megnið af því blóði, sem hefði átt að streyma um lungun til að taka við lífsnauðsynlegasta súrefni, fór þess í stað beina leið frá hægra til vinstra hjartahólfs, án þess að koma við í lungunum. En þetta barn úr fátækrahverfinu var einnig að öðru leyti dálítið sér- stætt og óvenjulegt. Faðir drengsins var tónlistarmaður, móðir hans kennslukona. Jackie litli var enn kornungur, þegar á daginn kom, að hann hafði erft gáfu föður síns, og foreldrar hans höfðu sparað allt, sem þau gátu með nokkru móti neitað sér um, til þess að hægt væri að kosta hann til náms. Hvorugt þeirra hafði grunað í upphafi, hve veikur Jackie var í raun og veru, fyrr én hann hafði fengið lungna- bólgu um vorið og verið næstum dáinn úr henni. Drengurinn hafði verið lagður í sjúkrahúsið, og Andy hafði þegar veitt athygli hinum bláa litarhætti hans og gert sér grein fyrir ástæðunni. Hann hafði skýrt foreldrunum, að ekki væri nema um eina leið úr vandanum að ræða — að framkvæma skurð- aðgerð á hjartanu. Svo var for- forgöngumönnum þess þáttar skurð- lækninga fyrir að þakka, að von var til þess, að Jackie gæti náð fullri heilsu aftur. En samt var þar um að ræða aðgerð, sem aðeins fáir læknar þorðu að taka að sér. Á morgun ætlaði Andy að reyna — með heimild foreldranna. Vitanlega mundi þetta verða erf- itt, en það voru einmitt verkefni af þessu tagi, sem hann hafði svo miklar mætur á. Og það var ekki hægt að bera honum á brýn, að: hann væri að leika sér að lífi drengs- ins, því að Jackie var dauðadæmd- ur, ef ekki væri hægt að lagfæra í honum hjartað, svo að það starfaði eins og til væri ætlazt. Þetta mundi. verða barátta upp á líf og dauða,. en það mundi líka verða von till þess, að launin yrðu ríkuleg. Það var þessi hluti sólarhrings- ins, sem honum þótti skemmtileg- astur — síðkvöldin, þegar hann gat litið yfir dagsverkið í mestu mak- indum og gefið gleði sinni lausan tauminn, þegar árangurinn hafði orðið góður. Hann tók varla eftir því, þegar hann fór inn í lyftuna og lét hana flytja sig til efstu hæð- ar í Schuyler-turni — deildarinnar með glæsilegu einkastofunum,, pastellitunum og sólbaðsflötinni miklu á þakinu. Þarna var allt víS< það miðað, að efnaðir sjúklingar- gætu drepið tímann á sem þægi- legastan hátt. Annars áttu mildir' litir og Patricia Reed mjög illa saman, að hans dómi. Þar að auki var engin knýjandi ástæða til þess,. að hún væri þarna á landamærum' ríkis hans. Samt var hann nú á leið: til fundar við hana. Hann nam sem snöggvast staðar undir glerhjálmi sólbaðsflatarinnar- og naut fagurs útsýnis yfir Austurá. og hina miklu, gráu borg, sem var nú farin að sofa fyrir fótum hans.. Meðan hann virti fyrir sér þau. fáu ljós, sem enn blikuðu í glugg- um leigukumbaldanna fyrir norðan og vestan, heyrði hann fótatak úti á ganginum — og dró sig ósjálfrátt inn í skuggann. Hvíta veran, sem flýtti sér framhjá þarna fyrir utan„ Framhald á bls. 53. 22 ~ VIKAN 16- tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.