Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 19
„Ég á ekki einu sinni hundrað krónur til 7. . „Fyrirgefið þér, frú! Viljið þér aðeins segja við mig eitt orð?“ „Hvað er það?“ „Viljið þér ekki kaupa af mér þessa litlu plötu hérna, hún er úr hreinu gulli og áreið- anlega mjög mikils virði. En það stendur þannig á, skal ég segja yður, að mig vantar peninga núna í augnablikinu, svo að þér getið fengið hana fyrir aðeins hundrað krónur.“ „Er þetta gull?“ „Já, já, hreina gull. Þetta er mjög verð- mæt plata, og þér tapið áreiðanlega ekki á því að kaupa hana af mér. Hvernig lízt yður á það? ... Aðeins einar hundrað krónur." „Nei, þakka yður fyrir. Ég hefi engan áhuga.“ Og konan sneri sér snúðugt undan og gekk hröðum skrefum í burtu. Það var kannski heldur ekki nema von, því maðurinn, sem ávarpaði hana þannig úti á miðri götu hérna í Reykjavík fyrir nokkru síðan, var vægast sagt ekki traustvekjandi, ef dæma skyldi eftir klæðaburði eða fram- komu, þrátt fyrir það að hann væri hrein- legur að sjá og myndarlegur á velli. Hann var klæddur velktum, síðum ryk- frakka, sem sýnilega passaði honum ekki of vel, og upp úr vasa hans sást á stútinn á flösku, sem ætla mátti að innihéldi brenni- vín. Buxurnar voru krumpaðar og skórnir slitnir. Um hálsinn hafði hann bundið þykk- um ullartrefli innanundir uppbrettan frakka- kragann, en á höfðinu var gamall svartur „harður“ hattur, sem sýnilega hafði einhvern tíma átt betri daga. Dökk sólgleraugu skýldu augum mannsins, og vangar hans og efrivör voru hulin þykku, svörtu skeggi. Hann var sýnilega einn þeirra ólánssömu manna, sem ganga oft hér um götur og reyna með ein- hverju móti að krækja sér í aura fyrir votum vörum, og láta sér kannski stundum i léttu rúmi liggja hvaða aðferð þeir nota til þess. Þeir eru því vægast sagt ekki traustvekjandi, enda var leikurinn líka til þess gerður, að þessu sinni. Jú, því leikur var það óneitanlega í þetta sinn. Vikan hafði orðið sér úti um örlitla málm- plötu, þunna og ræifilslega, einmitt í því augnamiði að gera nokkrum samborgurum saklausan grikk, — og kannski líka til að gera einhvern ríkan í bili — og til að kynna sér viðbrögð þeirra til þeirra manna, sem stunda þá iðju að næla sér í peninga hjá ókunnu fólki. En þessi ómerkilega málmplata var alls ekki eins ómerkileg og margur skyldi ætla, því að þótt flestir mundu álíta hana vera úr lélegri látúnblöndu, beyglaða og glans- lausa, þá var hún svo sannarlega úr skíra gulli — tuttugu og fjögur karöt. Hún var fengin hjá Skart h.f. og Valur Fannar, gull- smiður vottaði, að hún kostaði hvorki meira né minna en tíu þúsund krónur!! Xíu þúsund krónur! Ef einhver þeirra vegfarenda, sem þessi Framhald á næstu siðu. Yikan sendi mann út á götu með gullplötu að verðmæti tíu þúsund krónur og hann reyndi að selja hana á 100 krónur. Hann reyndi við fólk á öllum aldri, en það var ekki ginnkeypt fyrir gullinu — allir töpuðu tíuþúsundkallinum. I I 100 KRONUR-KOSTAKJOR - 19 VIKAN 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.