Vikan


Vikan - 27.06.1963, Qupperneq 6

Vikan - 27.06.1963, Qupperneq 6
• ‘*u\ mMXM .....<....V"<'< - ' - ^4,, ,,.............. fm&fé&’M fm ■ ■• : ' ' : ' 4' - ; IIISIIIII ÞÓTT ÍSLENDINGAR SÉU FÁIR, HAFA ÞEIR SAMT í SÖGU SINNI FLESTA ÞÁ GLÆPI, SEM SKRÁÐIR ERU í GLÆPA- SKRÁ VERALDARINNAR. MARGIR MUNU ÞÓ VAFALAUST ÁLÍTA, AÐ BARNSRÁN HAFI ALDREI VERIÐ FRAMIÐ Á ÍSLANDI, ENDA ER HVERGI UM SLÍKT AÐ LESA í SKÝRSLUM EÐA ANNÁLUM. ÞÓ HEFUR SLÍKUR GLÆP- UR VERIÐ FRAMINN HÉR, OG ÞAÐ FYRIR AÐEINS RÉTT- UM FIMMTÍU ÁRUM. HÉR Á EFTIR FER FRÁSÖGN AF ÞESSUM ATBURÐI. Svava Magnúsdóttir. Henni var rænt. BARNSRAN FYRIR FIMMTIU ARUM Innarlega á Hverfisgötunni voru nokkur börn að leika sér í sólskininu. Þau voru glöð og áhyggju- laus, og ekkert þeirra grunaði að innan nokkurra mínútna yrði gerð tilraun til að fremja einn furðu- legasta glæp, sem framinn hefur verið á íslandi, og sem álitinn er meðal menningarþjóða sá viður- styggilegasti, sem maðurinn hefur uppfundið, enda víða hegnt með lífláti — barnsrán! Eftir götunni kom gangandi kona. Hún var sýni- lega orðin nokkuð fullorðin, lítil vexti og lotin í herðum, klædd svörtum peysufötum, með sjal yfir höfði sér. Andlitið var orðið hrukkótt og skorpið af aldri og erfiðum lífskjörum, hendurnar beina- berar og dökkar af striti og óhreinindum, neglurnar langar eins og klær, með svartri rönd fremst, þar sem ryk og kolamylsna hafði safnazt fyrir. Þegar konan kom á móts við börnin, staðnæmdist hún augnablik og virti fyrir sér börnin, eins og hún væri að sækja í sig kjark eða taka sína síðustu, endanlegu ákvörðun. Síðan gekk hún hröðum skrefum til þeirra, kallaði á eina stúlkuna, 6 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.