Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 4
brjóstahöld og mjaðmabelti í fjölbreyttu úrvali. vörur eru þekktar um allan heim fyrir gæði. Úti á kvöldin . . . Kæri Póstur. Mig langar til þess að spyrja þig að einu. Ég er 13 ára. Svo er mál með vexti, að okkur mömmu kemur mjög illa saman, þannig, að hún vill alltaf að ég fari svo snemma að hátta. Og svo þegar vinkonur mínar eru hjá mér á kvöldin, þá rekur hún þær heim klukkan hálf tíu. í vetur síðastliðinn var þetta hræðilegt. Ég var fyrir hádegi í skóla, en bezta vinkona mín eftir hádegi. Þess vegna gátum við ekki hitzt fyrr en á kvöldin, og þá gekk það svona. Mamma rak hana heim klukkan hálf tíu. Vin- konur mínar þora varla að koma til mín nú orðið, þeim finnst þær vera svo óvelkomnar. En nú í sumar hef ég verið agaleg'a frek við mömmu og núna fæ ég líka að vera miklu lengur úti á kvöldin. Þó að ég sé frek við mömmu finnst mér samt agalega vænt um hana. Hvað á ég að gera, Póstur minn? Mér finnst hræðilega leiðinlegt að vera svona frek við mömmu, en ef ég er það ekki þá má ég aldrei hreyfa mig. Viltu nú svara þessu bréfi. Ég hef áður sent bréf en þá fékk ég ekki svar. Svo þakka ég þér fyrir allt það góða sem þú birtir. Pelabarn. P. S. Hvernig er skriftin? Svar til „Pelabarns“. ------— Þú ert nú ekki nema þrettán ára ennþá, vinkona, svo mér finnst þú varla geta verið mjög heimtufrek við mömmu þína, hvað þetta snertir. Hitt finnst mér skiljanlegt að þér sárni hve snemma hún sendir vinkonur þínar heim, en máske gerir hún það af tillitssemi við þig. Þú ættir nú að reyna að koma henni í skilning um hve mikið betra er fyrir hana að hafa vinkonur þínar heima hjá þér, heldur en að þú sért að þvæl- ast með þeim úti á kvöldin. Reyndu líka að benda henni á öll þau óhöpp sem alltaf eru að henda stúlkur á þínum aldri, hver veit nema hún átti sig við slíka ábendingu. Skriftin er ösköp sæmileg, en alltaf finnst mér ljótt að sjá endaorð í línu beygð niður í stað þess að skipta einfaldlega orð- unum. Fleiri bindi. Kæri póstur. Ætlar Kristmann ekki að skrifa fleiri bindi af ævisögunni sinni? Eða er hann fastráðinn hjá Vik- unni? Guggi. --------— Ekki er hann fastráð- inn enn. En ég get ímyndað mér, að hann hafi haft nóg að gera við að skrifa þessa sögu handa Vikunni. Auk þess var hann kom- inn alla leið aftur í síðustu mán- uði eða svo í síðasta hindi af ævisögunni, svo að ég held við ættum að leyfa honum að upplifa efni í svo sem eina bók, áður en hann hefst handa við næsta bindi. Hvað viltu borga ... ? Kæra Vika. Ég er nýbúinn að skrifa nokkuð langa smásögu, sem mig langar til að fá birta. Nú datt mér í hug að fá hana birta í Vikunni. En svo er spurningin: Hvað viltu borga? Semjari. ---------Fimm aura. Við borg- um yfirleitt fimm aura fyrir svona brandara. — Nei, vinur sæll, við kaupum ekki svona auðveldlega köttinn í sekknum. Fyrst er nú að líta á framleiðsl- una. Ef hún reynist nothæf skul- um við kannski fara að tala um borgun. Sínöldrandi. Kæri Póstur. Ég er alveg í vandræðum með hann bróður minn. Hann er tveimur árum eldri en ég og er alltaf sínöldrandi. Ég má ekkert gera, án þess að hann fari að nöldra út af því. Honum finnst allt, sem ég geri, asnalegt og vitlaust. Kanntu nokkurt ráð til þess að lækna svona nöldur? Anna. — — — Þú átt hreinlega að skella skollaeyrum við ötlu þessu nöldri — þykjast bara ekki heyra í honum — þá gefst hann fljótt upp. Annars eiga þeir, sem búa í glerhúsi, helzt ekki að vera að kasta steinum. Hvað varst þú að gera, þegar þú skrifaðir þetta bréf? ^ — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.