Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 36
Verið ung - notið /aim^aster Dagkrem 1) CREME PEACX NORMALES ET GRASSES „LANCASTER Astringent Cream“. Fyrir eðlilegt eða feitt hörund, og því einnig, ef svitaholur eru opnar og hörundið gljáandi. 2) CREME HYDRANTE „LANCASTER Make-up Cream“. Fyrir burrt hörund. Make-up 1) FOND DE TEINT SOUPLE HYDRATANT. Þessi snyrtiáburður heldur húðinni rakri og hindrar hrukku- myndun, og hentar hann sérstaklega viðkvæmu og þurru hör- undi, sem ekki þolir venjulegt púður, sem oftast er notað undir slíka áburði. Hreinsaðar olíutegundir í þessum áburði gera það að verkum, að húðin verður mjúk og ljómandi. Hægt er að fá þennan áburð í mismunandi litum, og púður er óþarft. 2) FARD-CREME. „LANCASTER kinnalitur“. Mjög eðlilegur andlitsfarði, og svo auðveldur í meðförum, að jafnvel byrjendur geta náð ágætum árangri. 3) POUDRE. „LANCASTER haustpúður“. Lancaster púður er ótrúlega fíngert og þægilegt. Þessvegna situr það mjög þægilega á andlitinu og gefur því mjúklegt og ung- legt útlit. 4) LANCASTER steinpúður. Þetta er sérstaklega þjappað, fíngert púður, afar þægilegt fyrir andlitið og auk þess hentugt til skyndisnyrtingar. ÚTSÖLUSTADIB. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Tízkuskólinn, Holts-Apótek, Tjarnarhárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. — VESTMANNAEYJAR: Silfurbúðin. _ VIKAN 39. tbl. verið bætt ofan á svart, með þeim dómsúrskurði, að allir í borginni skuli vita, að ég sé svo lítilsigldur að þau vilji ekki við mig kannast opinberlega ...“ Hann rak vísifingurinn af alefli fyrir brjóst mér. „Getur þú fund- ið nokkra mannlega, skynsam- lega og heiðarlega ástæðu fyrir því, að mér beri að þola annað eins?“ Ég hristi höfuðið. „En ef þau láta varpa þér á dyr?“ spurði ég. „Hverju ertu þá bættari?" „Al,“ svaraði Larry lágt og með festu. „Þau eiga ekki annars úrkosta en að endurskoða af- stöðu s:na gagnvart mér, og end- urgreiða þá skuld, sem þau hafa stofnað til við mig, fyrst ég á annað borð gef þeim tækifæri til þess.“ „Larry,“ sagði ég. „Nú finnst mér það stórmannlegt af þér að gerast boðflenna í þessu brúð- kaupi.“ „Þá hefur þér loksins skilizt meiningin," sagði hann. Við fórum inn bakdyrameginn og síðan í lyftu upp á aðra hæð og komum þar út á gang, sem lagður var þykkri, dúnmjúkri ábreiðu og lá fram á svalirnar yfir stóra samkomusalnum. Leð- urdrengnum, bólstruðum sófum var komið fyrir á milli blaðmik- illa pálmajurta þarna á gangin- um, og í einum þeirra glytti í rauð og illskuleg augu feitrar og hnarreistrar kerlingar, sem starði á okkur og reigði sig. Háreystin niðri í salnum skall á okkur eins og flóðbylgja þegar við komum fram á svalimar — raddir tvö hundruð gesta, sem töluðu hver í kapp við annan og litla hljóðfærasveit, sem mátti sín lítils í þeirri viðureign. Við gátum fylgzt með því af svölun- um hvernig gestirnir mynduðu biðröð út frá brúðhjónunum og tengdaforeldrunum — það var svo sem ekki hlaupið að því, að fá að taka í höndina á henni Pat litlu Swift í dag. Og þeir af gest- unum, sem komu í seinna lagi, flýttu sér að taka sér stöðu aftast í biðröðinni. „Það er marmaragólf niðri í salnurn,11 hvíslaði ég að Larry. „Ef þú stígur á það þínum járn- uðu hnöllum, glymur við svo að undir tekur í lofti og veggjum." Við litum hvor á annan og síðan niður stigann af svölunum sem lagður var mjúkum og þykk- um dregli. „Þú skalt ekki fara lengra niður en í neðsta þrepið,“ hvíslaði ég að Larry. „Mér hlýt- ur með einhverju móti að takast að fá Pat til að koma þangað til þín svo að þú getir tekið í hönd henni.“ „Það nægir mér ekki,“ mald- aði Larry í móinn. „Ég verð að ganga inn í miðjan sal og taka í hönd henni að öllum ásjáandi.“ Mér gramdist þrákelkni hans. „Allt í lagi, allt í lagi ... Fyrst þér finnst mest ríða á að vekja á þér athygli, hvers vegna læt- urðu þig þá ekki húrra á sitj- andanum niður stigahandriðið? Það mundi óhjákvæmilega vekja eftirtekt allra viðstaddra." „Jæja, jæja, þú skalt ráða ...“ Ég var síður en svo ánægður með framvindu málanna. Og ekki bætti það úr skák, þegar Moe Curtis kom auga á okkur uppi í stiganum. Hann kom óð- ara skálmandi í áttina til okkar. „Ég var farinn að halda að þið mynduð alls ekki koma, strákar," sagði hann óþarflega hátt og glaðklakkalega. „Halló, Larry . .. þú hefur vonandi fengið lánaða skó .. .“ Hann þagnaði við, leit spyrjandi á fætur Larrys uppi í stiganum og vildi bersýnilega ekki trúa sínum eigin augum, því að allt í einu teygði hann út höndina og lyfti annarri skálm- inni á brókum hans. „Nei, hvert í logandi ... þetta er það allra ...“ Hann þagnaði við, þegar hon- um varð litið framan í Larry og sá svipinn á andliti hans. „Já, hún Klara systir mín, hún var eitthvað að minnast á að þig mundi vanta skó ...“ „Tilhæfulaust, eins og þú sérð.“ „Jæja, strákar. Ég sé ykkur niðri í salnum.“ Hann hélt af stað eins og hann ætti lífið að leysa, en þegar hann sá að ég veitti honum eftirför, nam hann staðar sem snöggvast, leit til mín og brosti. „Við þekkjum hvorir annan, þú og ég,“ mælti hann lágt. „Og ég veit að þú veizt að þið megið treysta mér. Ég fer ekki að segja neinum frá þessu, þið megið reiða ykkur á það.“ Að svo mæltu klappaði hann á öxlina á mér og tók stefnu út í salinn, en ég tók mér stöðu aftast í biðröðinni eins og mér bar. Pat var yndisleg brúður. Hvít blæjan fór einkar vel við tinnu- dökkt hárið, roðann í vöngunum og allt það. Brúðguminn var sér- lega hnarreistur og hermann- legur í snjóhvítum foringjabún- ingi. Pat rétti mér höndina, ég þrýsti hana fast og kyssti hana síðan á vangann. Og um leið spurði ég hana eins hátt og ég frekast þorði, hvort hún gæti heyrt um mig hálft orð, þegar biðröðin hefði fengið afgreiðslu. Hún gerði aðeins að brosa til mín jafn ástúðlega og áður, og það var bersýnilegt, að hún hafði ekki heyrt stakt orð af því sem ég sagði. Og nú veitti ég því at- hygli, að hún var ákaflega þreytuleg og annars hugar, þó að hún reyndi að dylja það með brosi og glaðværð. „Hvað var það, A1 . ..“ „Mig langaði til að ...“ „Já, ég á eftir að kynna þig fyrir Jim, manninum mínum, eða . . . nei, ég var áreiðanlega ekki búinn að því.“ Það mátti kalla að hún rétti manni sínum höndina á mér, og hann þrýsti hana, fast og karlmannlega, og að því búnu smeygði ég mér út

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.