Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 40
þagnaði snögglega. Volden ... auðvitað var hann þessi hrífandi náungi, sem hafði verið henni til svo prýðilegrar skemmtunar þegar þau hengdu út þvottinn saman. Og allt í einu rann upp fyrir henni ljós: Þau hlutu að hafa skipzt á fötum. Hún hafði leynt hvarfi náttkjólsins síns og þar með tilkomu ísbláu nælon- flikurinnar, sem skilin hafði ver- ið eftir í staðinn; ekki þorað að minnast á það vegna eiginmanns- ins. — Maðurinn er vitlaus, sagði slátrarinn. — Hann stóð þarna og umlaði einhvern fjandann. Og sé hann á höttunum eftir þér, skal ég mola í honum hvert bein. Ó, skyldi nokkur eiga jafn af- brýðisaman eiginmann og ég, hugsaði hún. Hann þolir ekki einu sinni að aðrir hugsi um mig. Ó, guð, ef herra Volden hefði nú verið nógu óvarkár til að nefna þetta með náttkjólinn. Þá hefði maðurinn hennar drepið þau bæði. — Hvað ertu að hugsa um? spurði Jensen slátrari. - Jú, eftir á að hyggja, þá hef ég víst séð mús í kjallaranum, sagði hún. Jafnskjótt og eiginmaðurinn var lagður af stað í bridsklúbb slátraranna þá um kvöldið, brá frú Jensen sér upp á efstu hæð með lyftunni. Hún hélt á ísbláa náttkjólnum innpökkuðum undir hendinni. Hún þurfti lengi að hringja hjá Volden. Seint og um siðir lauk Elsa upp. Hún var með rautt í kringum augun og strengda drætti um- hverfis munninn. Hún virti frú Jensen fyrir sér frá hvirfli til ilja. Ó, afsakið ... Mér þætti gaman að vita, hvort maðurinn yðar .. . Litla frú Jensen beit í sundur setninguna. Mér þætti gaman að vita, hvort maðurinn yðar væri með náttkjólinn minn, hafði hún ætlað að segja, en þessi starandi augu virtust nísta hana í gegn. Líka hún! hugsaði frú Jensen. Afbrýðissöm eins og maðurinn minn. Hún klórar sjálfsagt úr mér augun. Það þýðir ekki að koma með neinar skýringar . .. — Hvað er það varðandi manninn minn? spurði Elsa. — Ja, maðurinn yðar var að tala við manninn minn ... Við búum á fyrstu hæð. Og hann spurði hvort við hefðum séð mús í kjallaranum. — Mús í kjallaranum ... ? Maðurinn minn, sögðuð þér? sagði Elsa. Aumingja Hans-Pét- ur, hugsaði hún. Hefur þetta fallið honum svo þungt að hann hafi gengið af vitinu? Elsku góði Hans-Pétur minn! Er ég búin að gera hann brjálaðan? Hef ég verið of tortryggin og afbrýði- söm og ósanngjörn á allan hátt. — Ég veit ekkert um þetta. En maðurinn minn . . . (röddin brast), — maðurinn minn hefur undanfarið haft langt um of mik- ið að gera, og ég vona að þér takið það ekki of illa upp, þótt eitthvað af hugarórum hans . . . Frú Sissí Jensen horfði á hina óhamingjusömu konu. — Kæra frú ... ég vissi ekki að ... — Það eru taugarnar! hikstaði Elsa. — Ha-nn er tryggasti og stórkostlegasti maður, sem til er, en vesalings ... honum hefur gengið ýmislegt á móti, og ... afsakið, frú Jensen, að ég hef ekki boðið yður inn . .. viljið þér ekki þiggja einn tebolla? Frú Sissí brosti innilega. —■ Nei, þakka yður fyrir, sagði hún. — Ég verð að flýta mér heim aftur. Ég óska manninum yðar góðs bata, frú ... Og ef það væri eitthvað, sem ég gæti gert fyrir yður ... — Þúsund þakkir, snökti Elsa. Hans-Pétur kom seint heim um kvöldið. Kona hans var vakandi og beið eftir honum. Jafnvel þótt það væri ófyrirgefanlegt athæfi af honum að fara með ókunnugu kvenfólki uppí hennar eigið rúm, var hjarta hennar troðfullt af meðaumkun. Auðvitað vildi hún skilja, og svo framvegis og svo framvegis, en hann var maður þrátt fyrir allt. Hún mátti ekki fara svo illa með hann að það ofbyði andlegri heilbrigði hans. Hann varð að fá að lifa lífinu áfram, jafnvel án hennar. Hans-Pétur hrökk við, er hann sá konu sína sitja undir leslamp- anum með höfuðið alsett krullu- pinnum. — Hans-Pétur, sagði hún. Röddin var döpur. — Já, svaraði hann varlega. — Frú Jensen á fyrstu hæð kom hingað. — Frú . . . frú Jens .. . Jæja! Þá var komið að aftök- unni. Þessi unga, barnalega frú Jensen hafði auðvitað spurt eftir náttkjólnum sínum, og Elsa hafði lagt saman tvo og tvo. Að sjálf- sögðu trúði hún ekki að þau hefðu skipt óvart á kjólum . .. hún hélt auðvitað að frú Jensen væri ástmey hans. — Og frú Jensen sagði ... heyrði hann sagt í mikilli fjar- lægð. Frú Jensen ástkona mín! Hann stamaði fram einhverjum furðulegum hljóðum, en Elsa horfði fast á hann. — Hún segir að þú hafir talað við manninn hennar um mýs í kjallaranum. — Mýs í kjallaranum ... mýs, - Já, þú skilur. Ég elska þig, Elsa mín, en ... — En? spurði hún hvasst. — Það eru mýs í kjallarnum. Mýs, mýs, mýs ... sagði hann. Ef hann bara gæti verið nógu sannfærandi, hlaut Elsa að trúa því að þetta með músina væri enginn hugarburður — að hann hefði ekki ætlað að tala um ann- að en mýs við frú Jensen. Hvað áttu við með þessari vitleysu? — Mýs ... sagði hann. — Það er allsstaðar fullt af þeim. f kjallaranum og miðstöðvarher- berginu . . . Og ... ég sá eina í lyftunni . . . Og svo hélt ég kannski að Jensens-hjónin, sem búa á fyrstu ... Elsa fól andlitið í höndum sér. Hún hafði aðeins hugsað um sjálfa sig, hið særða stolt sitt, ekki tekið nokkurt tillit til aum- ingja góða Hansa-Pésa. Hún hafði einhversstaðar séð á prenti að kuldalegt viðmótíhjónaband- inu gæti auðveldlega brotið nið- ur heilsu manns. — Vesalings Hans-Pétur, and- varpaði hún. — En Elsa .. . sagði hann skelfdur. — Ég átti ekki við það, ekki svona. Kannski hefur það engin mús verið. Ef þú segir að það hafi engin mús verið, þá hef- ur það ekki verið mús ... Hún flýði inn í svefnherbergið. Hann stóð sem steinrunninn. Hann gerði ráð fyrir að hann yrði að notast við sófann og púð- ana eins og síðustu nótt. - Hans-Pétur, heyrði hann sagt innan úr svefnherberginu í ógnar vesældarlegum tón. — Komdu hingað inn, Hans- Pétur. Hún grét svo að rúmið lék á reiðiskjálfi. Hann steinþagði. Enda vissi hann ekki hvað segja skyldi. Svo afklæddi hann sig og lagðist í hitt rúmið. Kyrrlát- lega eins og mús. Hann var í þungum hugsunum á skrifstofunni daginn eftir. Þetta með mýsnar í kjallaranum var hryggileg saga. Ef hann þekkti Elsu rétt, var hún nú þeg- ar búin að hringja á húseigand- ann, heilusverndarráðið og mein- dýraeyðinn. Annað hvort það eða þá hitt, að hún hélt að hann væri farinn að sjá sýnir um há- bjartan daginn. Hún hafði horft svo undarlega á hann við morg- unverðarborðið, að hann hafði flýtt sér að heiman áður en hún fór að tala um mýs. En ef Elsa sæi nú mús sjálf? Þá yrði hún að trúa honum. Mús í rökkrinu, kannski í svefnher- berginu, einmitt þegar hún væri í þann veginn að sofna. Hún myndi hljóða upp yfir sig af skelfingu og klifra upp á komm- óðuna, en hann ganga fram djarflega, þrífa í rófu músarinn- ar og hendi henni út um glugg- ann! Kannski hann ætti að kaupa sér litla leikfangamús og sleppa henni lausri seint um nóttina. Ekki til að hræða Elsu, heldur til að hún yrði lítil og varnarlaus og varpaði sér í sterkan faðm hans! Og þar með hefði hann líka sannað að hann hefði séð mús. Þetta var ráðið. Þá hlaut Elsa — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.