Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 30
Nýkomnar telpupeysur úr Odelon nr. 34 - 36 -38 Ullarvöruverzlun Laugaveg 45 Hann starði sem dáleiddur i glitrandi augu hennar, eða þar til liún leit undan og synti leti- lega í burtu, en fljótakrabbi hvarf snarlega af matseðii okk- ar. Við bættum okkur það upp með því að skrifa i staðinn steiktan apa, villidýrakjöt, kalk- únasteik og páfagaukalæri, til þess að bæta upp bragðleysið og tilbreytingarleysið í hris- grjónunum okkar og niðursoðnu stöppinni. Þrátt fyrir varnagla okkar, fengum við allir slæma blóð- kreppusótt, og minnkaði hún ferðahraðann enn. Kýli, tásvep'p- ir og fleira slíkt fylgdi i kjöl- farið, og tjöldin okkar þefjuðu langar leiðir af væminni ólykt af skordýraeitri. Loks, 120 milum og 47 dög- um frá Panama City, skall ný piága ylir okkur. Hitasótt. Á einum degi snarveiktust fjórir menn, og lágu með um 40 stiga hita. Við stungum þeim inn í sendiferðabílana og reyndum að lialda áfram i þeirri von, að þeir myndu hressast. En það gerðu þeir ekki. Hitinn hafði tekið sér bólfestu i þeim. Frum- skógurinn varð kuldalegri og einangraðri en nokkru sinni fyrr, þar til við rákumst á það, sem við átttim sizt af öllu von á, hér á þessum stað; Veg! Og eftir lionum kom næst-ótrúleg- asti hluturinn: Jeppi. Ökumaður hans nam staðar og drafaði vin- gjarnlega með greinilegum Texas lireim „What’r y’ fellas doin, heah? (Hvað eruð þið að gera hé'r?)” Við myndum ekki einu sinni hafa trúað þessu, þótt við hefð- um séð það í sjónvarpinu. Tex- asbúinn var að vinna fyrir The Delili-Teylor Oil Company að oliuborunum þarna skammt frá og hafði látið ryðja þennan veg niður að ánni. Hann greindi sjúkdóm mannanna sem malar- íu. Við þáðum með þökkum boð hans um að senda sjúkl- ingana með bát niður eftir ánni og þaðan með flugvél til Pan- ama, svo að þeir gætu fengið bót meina sinna. Þá var sá höfuðverkurinn frá, en nú vorum við hættulega lið- fáir. Við héldum samt áfram, og börðumst eins og óðir við frumskóginn og þreytuna. Við töpuðum á báðum þeim víg- stöðvum og reistum loks búðir okkar i dauniliri kvos og köll- uðum Panama gegn um sendi- tækið til þess að senda okkur varahluti. I átta daga biðum við óþolin- móðir, meðan flogið var með þunga varahiutina frá 'Banda- ríkjunum, settir í tollskoðun í Panama, fluttir þaðan upp að ánni, sem við dvöldum við, sett- ir um borð í eintrjáninga, og fluttir upp eftir ánni eins og hægt var, og við bárum þá síðan á bökunum þessar þrjár mílur, sein á vantaði að þeir næðu tjaldstað okkar — þar sem við uppgötvuðum, að þetta voru ekki réttir varahlutir! Þegar réttu hlutirnir komu, voru malaríusjúklingarnir okkar í för með þeim. Þeir voru enn fremur lasburða, en fullir á- liuga fyrir fullkomnun farar- innar. Til allrar hamingju höfðu Cunarnir aftur grafið stríðs- öxina sína. Þeir buðu farar- stjóra okkar til fnndar i þorpi þeirra. Þegar liann kom þangað, hitti hann fyrir vingjarnlegt og barnalegt fólk, klætt í sport- skyrtur með stóra filthatta. Það sagði honum með nokkru yfir- læti, að það hefði verið ákveðið að leyfa okkur að ferðast óá- reittum. Þeir höfðu loksins kom- izt að því, að þjóðvegur um Darien væri óhjákvæmilegur, og ])að Ijómaði gleðin af andlitum þeirra, þegar þeir sögðu honum frá þvi, að þeir ætluðu að setja upp hlið sitt hvorurn megin við landsvæði þcirra og krefjast tolls af þeim, sem færu þennan veg. Við drógum andann léttara, þegar við héldum áfram, og hé'ldum að nú væru þrautir okkar senn á enda. En frum- skógurinn var ekki á sama máli. Fyrstu regndroparnir féllu á sj.ötugasta og fyrsta degi, þegar við komum að bökkum Chucu- naqe fljótsins. Regnið jókst, áð- ur en við náðum E1 Real, litlu þorpi i frumskóginum, en þar stönzuðum við til að dytta að farkostunum, og þegar við kom- um til Boca de Cupe, aðeins 35 mílum frá landamærum Colombia, var hinum stutta þurrktíma í Darien lokið. Og um leið lauk indíánastígnum, sem við höfðum fylgt að mestu fram að þessu. Það sem eftir var, lá vegur- inn um hrattlendi. Á skiptust háir fjallshryggir og djúpir skorningar á milli, brattinn iðu- lega um 60 gráður. Það var aðeins hægt að komast yfir þetta á einn hátt: Binda fólksbílana aftan í stóru bilana og spila svo hvort tveggja upp á hrygg- ina, en renna þeim niður hinum megin til þess að hyrja sama ballið upp aftur á næsta hrygg. Þetta var vogunarspil, að tengja sjö tonn af málmi og mönnum við taug, ekki sverari en litlafingur. Við hlustuðum allir eftir hljóðinu sem við ótt- uðumst mest: Snöggum bresti, ])egar taugin hrykki i sundur. Lausi endinn gat slöngvazt gegn um loftið með nógu afli til þess að höggva þrekinn mann i tvennt. Þó var hættulegast að ferð- ast svona á spilinu að nætur- lagi, eins og sívaxandi regnið knúði okkur til. Það var aldrei að vita, hvort maður myndi gripa um taugina, eins og ætl- unin var, eða höggorm, Kóral- snák eða fer-de-lance, hættuleg- asta kvikindið í Darien. Eða hvort tréð, sem við vorum að festa taugina við, myndi láta undan og breyta annars frið- sælli nóttinni í martröð mal- aðra bíla og logandi eldsneytis. Tvisvar á einum sólarhring gerðist það, sem við óttuðumst mest. Tvisvar brast spiltaug benzínbílsins, sem rann þá stjórnlaust og stefnulaust niður snarbratta brekkuna, og i bæði skiptin niunaði minnstu, að hann rynni beint á Corvairinn, sem bundinn var aftan i hann. Tví- vegis skriðu ökumenn benzín- bilsins undan stýri, illa skelk- aðir en ómeiddir. Svo gerðist þetta í þriðja sinn. Og í þetta sinn lauk leiknum. Benzínbíllinn hrapaði niður á jafnsléttu og afturhásingin brotn- aði. Við gátum ekkert gert ann- að en skilja hann eftir, með það af dýrmætu benzíni, sem við gátum ekki troðið á hina bílana. Svo liéldum við áfram með sendibilana sem fasta punkta í tilverunni, og Corv- airana á spilum á milli þeirra. Þetta var ofsaleg vinna og vog- unarspil, en ferðin sóttist ekki að sama skapi. Regnið jókst dag frá degi, og breytti fjóllum og dölum í seiga leðju. Malarían kom aftur, sömuleiðis kalda, og óheilnæmt lóftslagið gerði hverja skeinu að vætlandi svöðusári. Við reyndum að halda áfram, en bilarnir komust hvorki lönd né strönd í leðjunni. Fjallahlíð- arnar urðu hálar eins og gler, og spildrátturinn varð að mar- tröð. Við börðumst fyrir hverju feti nær markinu, sem við nálg- uðumst aðeins um mílu á viku! Þetta varð stöðugt verra og verra. Brátt urðu liliðárnar svo hálar, að við gátum ekki einu sinni ekið niður brekkurnar; við urðum að láta bílana síga í böndum! Annar sendibíllinn lenti með afturhjól í hulinni gjótu og braut öxul. Við skildum hann eftir í örvæntingu og héldum áfram að spila okkur upp og ofan hrekkur með aðeins einu spili. Þetta var brjálæði. Og fimm milur frá landamærunum kom- umst við loks ekki lengra; það var varla hægt að ganga í leðj- unni, hvað þá aka. Við slógum tjöldum í forinni, höfðum ekkert samband við um- heiminn og fæðan var á þrot- um. Benzinið næstum húið. í fijóra dága hlustuðum ‘við á linnulaust regnið, sem skall á gegnvotum tjalddúknum, og þrá- uðumst við að viðurkenna það, sem öllum var ljóst ■—■ ævin- týrinu var lokið. Og ' þó. Dropunum fækkaði, og þeir urðu minni. Það var að stytta upp. Við gægðumst iit úr tjöldunum og sáum þess merki, að það væri sólskin þarna fyrir ofan trén. Gufan reis upp úr skógarbotninum, breyttist í gQ _ VXKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.