Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 32
KARLMANNAFÖT KARLMANNAFRAKKAR KARLMANNASKYRTUR KARLMANNASKÓR. ATHUGIÐ OKKAR HAGSTÆÐA VÖRUVERÐ GEFJUN - IÐUNN KIBK JUSTRÆTI VIK II 4 ’bUmar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): Vikan er sérlega hentug til hvers konar fram- kvæmda. Öll feröalög löng eða stutt munu gefa góða raun. Mikilvægt er að þú hvikir hvergi frá afstöðu þinni í hagfræðilegum málefnum. Helgin hefur upp á margt að bjóða, sérstaklega laugardagskvöldið. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Þú ert mjög vel upplagður til hvers konar átaka, andlegra og líkamlegra, notaðu þér út í æsar þennan lífsþrótt þinn. Svolítið örlæti, umfram það venjulega, við sjálfan þig og aðra, gæti haft mjög góð áhrif. Sæktu mannfagnaði og stundaðu félagsstörf. Þú munt eiga góðar stundir með fólki sem þú umgekkst í sumar- leyfinu. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Gættu þess að fara ekki of geyst og hugsaðu vand- lega áður en þú framkvæmir. Þú færð mikla löng- un til að ausa úr skálum reiði þinnar við einhvern, og kann það að leiða til betra samkomulags á eftir en áður. Haltu þig sem mest heima og hafðu það rólegt. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Ýmsar breytingar og vandamál munu sjá dagsins ljós á næstunni. Dragðu ekki af þér, og láttu líkamlega vellíðan ekki sitja fyrir öllu. Þú kemur til með að þurfa að hafa orð fyrir félögum þínum og ráða fram úr klandri sem þeir hafa lent í. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Veigraðu þér ekki við að leita þér þeirra upplýs- inga og hjálpar sem þú þarfnast. Óverulegur at- burður hefur haft truflandi áhrif á þig, sem þú verður að hrista af þér hið bráðasta. Einbeittu þér að hlutverki þínu innan fjölskyldunnar. Þriðjudagur og miðvikudagur verða beztu dagar vikunnar. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Framkvæmdir málanna eins og nú stendur gætu leitt til óþarfa mistaka, þú skalt því bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Þú verður í mjög góðu andlegu jafnvægi og þótt þú mætir einhverjum erfiðleikum eru miklar líkur til að þú yfirstígir þá með sóma. Vogarmerkið (24. september—23. október): Það getur reynzt þér nauðsynlegt að beita þving- unaraðferðum í samskiptum þínum við vissa persónu, þótt slíkt sé sjaldan farsælt, en umfram alla muni gættu þess að taka ekki of djúpt á ár- inni. Það gæti reynzt eftirsjárvert. Endurnýjaðu sambandið við félaga þína. Drekamerkið 24. október—23. nóvembfcr): Vertu ekki of dómgjarn, og láttu ekki alltaf í ljós skoðanir þínar og óskir. Það gæti reynzt nytsamt fyrir þig að hafa það í huga nú um miðja vikuna. Líkur eru til þess að þú fáir fjárhagsaðstoð, sem yrði þér mjög hjálpleg. Þú lendir í skemmtilegu kvöldboði. Bogmannsmerkið (24. nóvember—21. desember): Þú þarft að taka á allri þinni lipurð og lagni við Wprj, 3 persónu sem vill þér vel, en gerist ef til vill ein- um um of hnýsin í einkamál þin. Einhver spenna er í loftinu sem fær happadrjúgan endi. Þú færð fréttir sem þú hefur beðið lengi eftir. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): Hætta er á að þú skeytir skapi þínu á blásaklaus- 'flfl^J um aðila, sökum klaufaskapar sem þú aðeins get- ur rakið til þín sjálfs. Taktu minni þátt í félags- lífinu en verið hefur og hafðu þig ekki í frammi, ef rætt er um pólitík. Eyddu kvöldstund með einmana fé- laga þínum. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Gættu þess að láta ekki skjall og fagurmæli rugla dómgreind þína, þótt þér takist vel upp. Reyndu að sjá út betri tækifæri og styrkja aðstöðu þína enn meir. Gríptu til sparifjárins og gleddu bág- stadda persónu sem þú þekkir vel. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Eyddu ekki því fé sem þú hefur unnið fyrir í svita þíns andlits í hluti sem þú hefur alls enga þörf fyrir. Fjölskylda þín þarfnast umhyggju þinnar, láttu hana finna á einhvern hátt að þú skiljir og rækir skyldur þínar. Ljúktu við aðkallandi verk- efni sem fyrst. m 32 — VIEAN 39. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.