Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 12
Milli Panama-skipaskurðarins og Columbiu, sem liggur að Mið-Ameríku að sunnan, er enn að mestu ókannað land, Darien frum- skógurinn. Tólf ungir bílaáhugamenn banda- rískir, sem aldrei höfðu séð frumskóg öðru vísi en í kvikmyndum, tóku sig saman um að ryðjast í gegn um þetta græna ríki á þremur rauðum Corvair fólksbílum og þrem- ur stærri Chevrolet bílum. Tveir þeirra stærri eru enn í skóginum, minnisvarðar um þessa svaðilför, en hinir komust allir aftur á þjóð- vegi siðmenningarinnar. En förin var ekki þrautalaus. Lagt af stað í ferðina. Við vorum tólf saman, þar á meðal einn hagfræðingur og einn kirkjuorganleikari. Fimm mílur! Það var ekki lengra milli bílalestarinnar okkar og hinnar ósýnilegu, landfræðilegu línu milli Mið- og Suður-Ameríku. Ef við aðeins gætum mjakað skrapatólunum okkar þessar fáu mílur og yfir strikið, myndi nálega fjög- urra mánaða sviti, sjúkleiki og erfiðleikar hverfa eins og dögg fyrr sólu, og leiðangur okkar heppnast. En þessar fimm mílur hefðu allt eins getað verið fimm þúsund. Senditækið okkar var gegnvott af hi tahellisregnimi og ónýtt. Við kúldr- uðumst undir lekandi trjákrónunum, í miðjum óþekktasta frumskógi heimsins, og svipurinn á andlitum okkar staðfesti það, sem enginn okkar vildi viðurkenna: Okkur hafði mistekizt. Kannske hefðum við aldrei átt að reyna þetta. Við vorurn reynslulausir viðvaningar. Áður en við ókum brott úr Panama City þennan sólfagra janúarsunnudag, í upphafi þriggja mánaða þurrktíðar i frumskóginum, liafði enginn okkar séð frumskóg — nema í Tarzanmyndum. Samt ætluðum við að aka þrem venjulegum fólksbílum frá Panama skipaskurðin- um, gegnum lítt kannaðan frumskóginn, þar sem ekki voru til nein liótel, engir gi’eiðasölustaðir voru með vegunum, gegn um svæði, sem ekkert vegakort var til yfir — og engir vegir. Ef við næðum landamærum Columbiu, eftir um það bil 250 mílna akstur, myndum við verða fyrstir til að aka á bílum frá Norður-Ameríku til Suður-Ameriku, gegn um þennan vegg í annars samfelldu vegakerfinu frá Alaslca til Það er líkast því, þegar Guðmundur Jónasson eða aðrir ferðagarpar fara yfir Tungná á fjallahílum. En þetta er ekki Tungná, heldur ein af mörgum kvíslum í Darien frumskóginum. Corvairinn er með vélina aftur í og þolir að fara furðu djúpt. Við fylgdum stundum Indíánastígum, en Cuna- Indíánarnir eiga þarna heima. Margir spáðu því, ?.ð þeir mundu hefta för okkar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.