Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 51
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST SJÁ BLS. 48: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Áður en fjallað verður um efnishlið þessa máls, þ. e. hvort hið umbeðna lögtak skuli ná fram að ganga eða ekki, þykir í fróðleiksskyni rétt að víkja með örfáum orðum að formhlið málsins. Það er útbreidd skoðun, að skattgreiðandi eigi einungis leið- réttingu mála sinna fyrir skattayfirvöldum. Og hafi ríkisskatta- nefndin sem æðsta vald í þessum efnum kveðið upp úrskurð sinn, þá verði ekki við honum hróflað af dómstólunum. Þessi skoðun er ekki alls kostar rétt. Að vísu eru dómstólar ekki bærir um að fjalla um þau matsatriði, sem skattayfirvöld jafnan hafa heimild til að beita. Á þessu sviði er úrskurður ríkisskattanefndar fullnaðarúrskurður. Hins vegar er hverjum skattþegni heimilt að leita til dómstóla um skattskyldu sína eða um það, hvaða tekjur teljast til skattskyldra tekna. Þegar sú leið er farin að vísa slíkum málum til dómstóla, á það sér oftast stað með þeim hætti, að skattþegninn mótmælir framgangi lögtaksgerðar, þegar umboðsmenn ríkis eða sveitar- félaga ætla að gera lögtak til tryggingar gjöldum til hins op- inbera. Það er einmitt þessi leið, sem Jón Jónsson fór í máli sínu. Ef málatilbúnaður skattþegns reynist ekki haldgóður, úr- skurðar fógeti, að lögtakið eigi fram að fara. Skattþegninn hefur þá þann möguleika að áfrýja þeim úrskurði til Hæsta- réttar, sem kveður upp endanlegan dóm í málinu. Ef nú fógeti hins vegar kemst að þeirri niðurstöðu, að lagt hafi verið að meira eða minna leyti á rangan tekjustofn, úr- skurðar hann, að lögtakið fari ekki fram. Skiptir þar engu máli, þótt hinar umdeildu tekjur séu mjög lítill hluti af tekj- um skattgreiðanda. Það er ekki hlutverk dómstóla að meta það, hve mikið t. d. útsvar ætti að lækka, ef hluti hins ætlaða tekjustofns hefur verið dæmdur skattfrjáls. Það atriði yrði að metast að nýju af skattayfirvöldum. Verður nú litið til þess, hvort þessar 30 þús. krónur, þ. e. mismunurinn á söluverði kúnna og matsverði þeirra, verði taldar til skattskyldra tekna Jóns Jónssonar. Samkvæmt skattalögum er það aðalreglan, að ágóði af sölu fasteigna og lausafjár telst til skattskyldra tekna. Þetta gildir einnig, þótt salan falli ekki undir atvinnurekstur skattgreið- anda, ef ætla má, að hann hafi öðlazt eignina í því skyni að selja hana aftur. Hér skiptir og miklu máli, hve lengi verð- mætin voru í eign skattgreiðandans. Kýrnar hans Jóns Jónssonar voru ávöxtur af búrekstrinum. Jóni hefði vafalaust aldrei komið til hugar að selja þær, ef orsakir honum óviðráðanlegar hefðu ekki komið til. Er hér átt við eignarnámið. Þegar litið er til þessara orsaka sölunnar, er ljóst, að salan verður ekki talin þáttur í atvinnurekstri Jóns og því síður, að hann hafi eignazt kýrnar í þeim tilgangi að selja þær. Af þessum rökstuðningi leiðir, að margnefndar 30 þús. krón- ur verða ekki taldar til skattskyldra tekna Jóns. Samkvæmt þessari niðurstöðu nær hið umbeðna lögtak ekki fram að ganga. Ályktunarorð: LÖGTAKIÐ NÆR EKKI FRAM AÐ GANGA. J. P. E. VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.