Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 20
HEIMURINN VAR FURÐU- LOSTINN ÞEGAR FYRSTI RÚSS- NESKI KVENGEIMFARINN VAR KOMINN Á BRAUT UM- HVERFIS JÖRÐU. Hér á eftir verður frá því sagt, sem i sérfræðingar Rússa hafa á prjónunun ur langt um líður: Hugsanalestur, ný UNDRIN XC GREIN ÞESSI BIRTIST FYRIR SKÖMMU í SÆNSKU BLAÐI, SEM HEFUR ORÐ Á SÉR FYRIR AÐ VERA HIÐ ÁREIÐANLEGASTA f ALLA STAÐI SEGIR ÞAR í FORMÁLS- ORÐUM, AÐ GREININ SÉ AÐ ÞVÍ LEYTI TIL EIN- STÆÐ, AÐ ÞAR SÉ í FYRSTA SKIPTI FRÁ ÞVÍ SAGT VESTAN JÁRN- TJALDS, SEM FRÆG- USTU VÍSIMDAMENN, TÆKNISÉRFRÆÐINGAR OG UPPFINNINGAMENN í SOVÉTRÍKJUNUM HAFI NÚ HELZT Á PRJÖN- UNUM. HEIMILDARMAÐUR BLAÐSINS ER EUGEN SEMITJOV, EN HANN ER FÆDDUR í RÚSSLANDI OG SÉRFRÆÐINGUR HVAÐ SNERTIR GEIM- FERÐAÁÆTLANIR OG AÐRAR RÁÐAGERÐIR Á SVIÐI VÍSINDA OG TÆKNI. í GREIN ÞESSARI SEGIR HANN FRÁ HEIMSÖKN SINNI. i Ríkið stijður og stgrkir á atlan hátt starf þeirra, scm vinna að full- komnun uppfinninga, sem valda munu gerbyltingu á flestum svið- um áðnr en langt um líðnr. Vísindarnenn og tæknisérfræðingar eru hæst launaðir allra i Sovétrikjunum. Þar vilja lika undantekningar- lítið allir verða vísindamenn, en þeir einir fá að leggja inn á þá braut, sem sgnt er að skari fram úr. Engu að síður er þetta úr- valslið svo fjölmennt að furðu gegnir. Það er ekki svo ýkjalangt síðan, að hlegið var að Rússum fgrir þœr fullyrðingar þeirra, að þeir hefðu „fundið upp alla hluti“. Hver áróðurstilkynningin rak aðra í sovézka útvarp- inu um skjöl, sem fundizt höfðu og sönnuðu „óvefengjanlega", að raftampinn —- radióið ■— ratsjáin — penicillinið — kvik- myndirnar — kafbáturinn og ótal margt annað, væru rúss- neskar uppfinningar. Þó ýmislegt væri satt í þessum fullyrð- ingum, báru þær einfeldnislegum þjóðargorgeir fyrst og fremst augljóst vitni. Þangað til fyrsta rússneska spútniknum var skot- ið á loft. Nú tala Rússarnir um lwað þcir hafi í hyggju að gera. Og nú er ekki lengur hlegið að fullyrðingum þeirra vestan járn- tjalds . . . Rússneska fólkið hefur gert vísindin að trú sinni. Sérhver rússneskur borgari tekur þátt i hinum nýju, vísindalegu land- viiutingum — gerir sér fulla grein fyrir hlutdeild sinni hvc lítil, sem hún lcann að vera. Þeir, sem með völdin fara, gera allt til þess að auka á fögnuðinn yfir hverjum nýjum sigri, sem vinnst. Mikilt fjöldi sérlærðra hefur fengið það hlutverk að mynda sem traustust tengsl á milli vísindamannanna og almennings í landinu. Mikill mannfjöldi hlustar á fyrirlestur þessara vísinda- áróðursmanna á ýmsum slöðum í Soyétrikjunum. Það er síður en svo sjaldgæft, að heyra þannig komizt að orði nú síðari hluta sunnudags í stjörnurannsóknarstöðinni í Moskvu þegar hinn stóri fyrirlestrarsalur er þéttsetinn áheyrendum á aldr- inum sjö til sjötíu ára: — Áðnr fyrr áleit maðurinn sig máttarvana leiksopp hinna voldugu náttúruafla. Nú eru þaðnáttúruöflin, sem verða að lúta í lægra haldi fyrir okkurl Viðtemjum náttúruöflin! Við erum drottnar þeirra! En um leið Framhald á bls. 50. UPPSKURÐIR GERÐIR MEÐ HÁTÍÐNISHLJÖÐBYLGJUM Þess verður ekki langt að bíða að hátíðnishljóðbylgjur verði notaðar til upp- skurða á rússneskum sjúkrahúsum. Sjálfur hnífurinn er einna líkastur kúlu- penna, og dreginn nokkra millimetra frá liörundinu og myndast við það skurður, svo að unnt er að komast að líffærunum fyrir innan, án nokkurs blóðdropa úr sárinu. Rússneskir vísindamenn hafa uppgötvað, að hljóð með vissri hátíðni skera ekki einungis sundur frumuvefi, heldur valda því og að blóðið trefjast í sár- inu. Auk þess deyfir hátíðnishljóðhnífurinn taugarnar um leið og hann sker vefina. Uppskurðurinn verður því með öllu sársaukalaus. Og enn eitt — há- tíðnishljóðið drepur alla sýkla og sóttkveikjur, sem kunna að komast í sárið. Það er sérstök rannsóknastofnun sem sér um tilraunir með ný uppskurðar- tæki, undir stjórn Michaels Ananjcvs prófessors, sem smíðað hefur þennan merkilega uppskurðarhníf. Þar leitast vísindamennirnir við að finna hina „fullkomnu uppskurðaraðferð“. Holskurðir eru ekki lengur saumaðir saman — þess í stað er notaö einskonar „límband“. 20 — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.