Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 13
s&jíí plpl _ | ■ í'ii'ívíiíSSwí ' :-'v: ': i 111 jpftMfMMMI . :''JP V? íp:»ÍPl^llll:lÍMiÍ«^^ÍÍ •\ «:.• , •- , ; lllíIílliilPIÍM s S \ A £M ' . : ..'.■':.■'V": '■■■.:■' '■':■■■:• '::; fflgÉk:. L :... .... iiip |p^ÍW«i|ÍplÉÍ SÍÍIl: .. 111111 . " ■'.: :"- .'■■■ :; ■ í sssS Hafið þið skóflur hérna? og rétti Bergi hendina. „Sömuleiðis,“ sagði hann, frek- ar dræmt, en þrýsti hönd hennar svo fast að hana kenndi til. Hann var vandræðalegur, hún brosti að honum í laumi: þetta var víst ekta sveitapiltur, þegar allt kom til alls. Hann stóð lengi þegjandi og horfði í kringum sig, en gaut til hennar augum við og við. Loks mælti hann: „Hafið þið skóflur hérna?“ Rödd hans var svo hás og drengjaleg að Ása gat ekki að sér gert að skella upp úr. „Nei, því er nú verr og miður,“ sagði hún og reyndi að halda aftur af hlátrinum. „Við höfum víst engin garðyrkjuáhöld; þau færðu niðri í bænum. — En hvernig líð- ur þér annars? Ljómandi var gaman að heimsækja þig um dag- inn.“ „Mér þótti líka gaman að þið skylduð koma,“ sagði hann, en var reyndar eilítið reiðilegur á svipinn, líklega af því að hún hafði hlegið að honum. „Þið ger- ið mér vonandi þá ánægju að líta til mín aftur einhvern tíma, helst á næstunni, því að nú er margt fallegt að sjá í gróðurhús- unum mínum.“ „Æ, já,“ sagði Ása, hún varð dreymandi á svip, er hún minnt- ist fallegu blómanna er fylltu húsin hans Bergs. „Það hlýtur að vera ljómandi gaman að fást við gróðurinn — og ekki sízt inni í húsunum, þar sem alltaf er eins og suðrænt sumar." „Já, ég gæti nú ekki hugsað mér neitt annað,“ sagði Bergur. „Garðyrkja sko, það er vinna í sambandi við Skaparann líttu á — og svo er þetta ákaflega spenn" andi. Maðir sáir nokkrum fræj- um, sem maður hefur fengið ein- hvers staðar úti í heimi, og upp koma litlir angar, sem líta ekki út fyrir að vera neitt — en bíddu bara við: áður en varir þá eru þetta orðnar stórar plöntur, runnar eða tré, sem bera hin furðulegustu blöð og blóm.“ Ása Sigurlinnadóttir horfði á garðyrkjubóndann, eilítið háðs- leg á svip, en þó með móður- lega mýkt í augum. Hann leit satt að segja út fyrir að vera dálítið einfaldur, strákgreyið, en góður víst, bezta skinn og lík- lega dálítið einmana þarna í garðyrkjustöðinni sinni. „Leiðist þér ekki að vera alltaf einn á býlinu þínu? spurði hún mildum rómi. „O nei, ekki get ég nú sagt það. Það er aldrei leiðinlegt að lifa — misjafnlega spennandi, það er svo. ■— En gaman hefði ég af því að þið kæmuð upp eftir til mín bráðum aftur; það er svo hressandi að fá góða gesti.“ Einhver smápúki hvíslaði að Ásu að hún skyldi gera hann ennþá feimnari en hann var og hún sagði með dálítið mein- fýsnu brosi: „Hún er lagleg, hún Lóa Dalberg —• finnst þér það ekki, Bergur?‘‘ Garðyrkjubóndinn roðnaði út að eyrum, en hló jafnframt og leit allt í einu beint í augu búðarstúlkunnar. „Jú, hún er ágæt fyrir sig,“ sagði hann dræmt. „Hún lætur sem hún sé anzi veraldarvön.“ „Það er ég nú líka kannski hrædd um að hún sé,“ sagði Ása með hægð. „En stundum hvarfl- ar þó að mér að hún smyrji dá- lítið þykkt á, telpukornið — og ef satt skal segja þá hef ég aldrei séð neitt svoleiðis til hennar. En við höfum nú heldur ekki þekkzt lengi.“ „Ja, mér sýnist hún nú vera sakleysið uppmálað, stúlkan?“ sagði garðyrkjubóndinn og horfði enn björtum augum sínum á Ásu. Hún hló lítið eitt og hristi höfuðið; svo leit hún glettnislega í hin bláu augu piltsins og sagði: „Það er nú svona þegar maður er hrifinn af einhverjum, þá trúir maður aldrei neinu á hann, nemt góðu. En ég er hrædd um —.“ Hún þagnaði í miðri setningu, því að eitthvað í tilliti piltsins hafði snert hana svo undarlega að hún fékk allt í einu hjart- slátt. Hún laut höfði og hélt áfram lágri röddu: „Ég segi auð- vitað ekki að það sé neitt að stelpugreyinu, það eru flestir svona nú á tímum, eilítið lausir í rásinni og hún er sjálfsagt elcki mikið verri en aðrir. En góður félagi er hún, ágæt vinkona, ég kann dæmalaust vel við hana. Og auðvitað myndi hún sjá að sér ef hún trúlofaðist góðum manni og giftist; ég hugsa bara að hún Framhald á bls. 45. VIKAN 40. tbl. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.