Vikan


Vikan - 03.10.1963, Page 15

Vikan - 03.10.1963, Page 15
E N LEGGUR FRÁ SÉR VOPNIN í SKAMMDEGINU HANN MÁLAR í ÁSASKÓLA Á SUMRIN, Jóhann Briem, listmálari, er einn þeirra ágætu listamanna okkar, sem komnir eru á miðj- an aldur og alltaf eru að sækja í sig veðrið. Hann hefur fetað sig fremur varlega áfram með árvakri liyggju hins gætna manns. Verk hans eru ekki tilviljanakennd, því Jóhann lileypur ógjarna útundan sér. Miklu fremur einkennast verk hans af rólegri yfirvegun hins hugsandi manns. Formin eru yfirleitt stórskorin og allmikl- ar andstæður í litunum. Jóhann var að mála 'iustur i Gnúpverjahreppi í sumar eins og venjulega. Hann fær til um- ráða skólastofu í barnaskól- anum og þar er þessi sérstaka lykt, sem alltaf fylgir litum og léreHi. Það hafði verið breitt léreft yfir nokkur horð og þar lágu túbur og þar stóðu krukk- ur með penslum. Utan með veggjum var röð nýrra mál- verka, Jóhann var að undir- búa sýningu, sem nú mun ný- lega hafa verið opnuð. Brúsapallurinn í Ásum i sterku gulu og grænu, kýr á beit, lítil stúlka einhversstaðar úti í móa. Svo voru aðrar svo skammt á veg komnar, að mað- ur gat ekki séð, hvað úr þvi yrði. Jóhann tróð í pipuna og fór að smyrja okkurgulum lit á stóran flöt, bak við gang- andi mann. — Ætlarðu að klára hana í dag? — Nei, nú fer ég yfir hana og svo læt ég hana þorna. Mér finnst betra að vinna þannig. Ég læt þær þorna tvisvar eða þrisvar áður en ég lýk við þær. Ég hef margar myndir i takinu. — Og hvernær ertu búinn? Er nokkurn tima hægt að segja að mynd sé búin? — Þegar maður treystir sér ekki lengra. Annars var það mjög góð regla, sem kennari minn gamall við akademíið úti sagði eitt sinn: „Þegar þið eruð komin svo langt með mynd, að ykkur finnst að henni sé, lokið, þá skulið þið hyrja.“ — Eru þetta mótív héðan úr sveitinni? — Ekki endilega. En mér finnst gott að vinna hérna. Það er næði. Ég mála ekki úti í náttúrunni, flestöll min verk verða til á vinnu- stofu. Það er undantekning með myndina af brúsapallin- um. -— Tekurðu eftir litum i náttúrunni, í skriðum, giljum eða hraunum með tilliti til þess að nota í málverk. — Ég tek eftir litunum, en ekki til þess að nota þá í mál- verkinu. Eins og ég sagði: Ég mála ekki ásýnd hlutanna. Ekki landslag, ekki gömul hús né neitt slikt. T^rnml'inlH n RÆTT JOHANN BRIEM LIST- MÁLARA VXKAN 40. tbl. 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.