Vikan


Vikan - 03.10.1963, Síða 16

Vikan - 03.10.1963, Síða 16
EFTIR BARÚN SADIO GARAVINI Dl TURNO Ég vissi ekki fyrr til en fjórar mannverur, naktar og sVipljótar, birtust skammt frá mér, með harðspennta boga í höndum og langar örvar á streng, sem þær miðuðu á mig. Ég vissi það og fullvel, að örvaroddunum liafði verið difið í eitur, sem lamaði mann eða livaða lifandi skepnu, sem var, til bana á svipstundu, ef oddurinn gekk inn úr hörindinu. En þó að verur þessar væru að vísu svo nauðaljótar og illilegar, að þær minntu einna heízt á ferlegar myndir af vítis- púkum og forynjum, þá voru þær af mannlegu eðli engu að síður. Og þegar fund- um okkar bar þarna saman, var ég þannig á vegi staddur, að það vakti fyrst og fremst fögnuð með mér að mæta mönnum, liversu grimmúðlegir og svarnir óvinir, sem þeir kunnu að vera. Það kom lika hrátt á daginn, að þessir náungar voru fyrstu mennirnir af Taurepan-kynþættinum, sem ég' hitti. Þrátt fyrir áhyggjur minar og kvíða, var ég þvi ánægður yfir því að hafa loks náð takmarki mínu. Þetta hafði sannarlega verið langt: og erfitt ferðalag. í raun- inni hófst það, þegar hvirfilhylur lagði í rústir bændabýli mitt í Yenezuela, og ég var tilneyddur að selja jörðina og fara á fiakk. Einhverra hluta vegna, sem ég gat alls ekki gert mér grein fyrir, lagði ég leið mína fyrst til Caracas, en þar hitti ég gamlan kunningja, Felix nokkurn Cordona. Fundum okkar bar saman á knæpu, og Cordona var að sjálfsögðu við skál, og við raunar báðir. 1 Það var þá, sem hann sagði mér af Taurepan-Indíánunum og Mundo, ættar- höfðingja þeirra. Og hann sagði mér að elfur nokkur rynni um yfirráðasvæði þeirra, og var það undarlegt við hana, að botn hennar mátti að heita þakinn demöntum, sagði hann. Og þetta varð svo til þess, að ég lagði af stað, og hafði ekki önnur skilríki meðferðis en tvær ljósmyndir, og var önnur þeirra af þeim, Mundo, höfðingjanum og Cordona, ])ar sem þeir stóðu hlið við hlið, og átti hún að dugaf mér sem kynning og meðmæli við þann volduga mann, liöfð- ingjann. Annars hafði Cordona þagað vandlega yfir þessu með demantana. Það voru líka sárafáir, sem yfirleitt höfðu hugmynd um þennan kynþátt, enda var mjög örðugt að komast ])angað, sem hann hann liafði aðsetur sitt. Nokkrir Camaragato-Indíáanar éÉmmmrnárn : , . 16 — VIKAN 40- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.