Vikan


Vikan - 03.10.1963, Side 17

Vikan - 03.10.1963, Side 17
Fyrsti kafli af fimm komu mér til aSstoðar og fluttu mig i eintrjáningsbát aö Hachafljótinu, en reyndust með öllu ófáanlegir að fylgja mér lengra. Þeir voru að vísu ekki neinir veifiskatar, en slíkt grimmdar- orð lá á Taurepan-Indiánunum, að þeim stóð ógn af. Þegar Indíánar þessir höfðu sagt skilið við mig, varð ég því að halda einn leiðar minnar. Höggva mér braut gegnum þéttan og myrkan frmnskóg- Ekki báru Indiánar þessir annan fatnað en lendaskýlu. Þeir voru með brokkið, blásvart bár, augun virtust eilítið skásett og þeir voru ókaflega dökkir á hörund. Eins og Indíánar yfirleitt kunnu þeir ber- sýnilega vel að leynda hugsunum sínum, að minnsta kosti varð ekki með neinu móti merkt á svip þeirra eða lótbragði hvað þeir ætluðust fyrir með mig. En þar sem ég áleit að það gæti að minnsta kosti ekki sakað, þó að ég gerðist til þess að rjúfa þögnina, dró ég ljósmyndina af Mundo upp úr vasa mínum og sýndi þeim. Þeir tautuðu eitthvað hver við annan, sem ég fékk hvorki greint né skilið. Og enn þuldi ég þeim kynningarorðin, sem ég liafði svo vandlega undirbúið: „Mig vinur Mundo, mig bitta Mundo“. Og ég vonaði að ég hefði náð fram- EINS OG KUNNUGT ER LIFA EINSTAKIR ÞJÓÐFLOKKAR INDÍÁNA ENNÞÁ Á STEINALDARSTIGI LANGT INNI í FRUMSKÓGUM SUÐUR AMERÍKU. ÆVINTÝRAMAÐUR AÐ NAFNI SADIO GARAVINI Dl TURNO, KOMST Á SNOÐIR UM DEMANTANÁMUR VIÐ FLJÖT EITT, ÞAR SEM TAUREPAN INDÍÁNAR BÚA. HANN KOMST TIL ÞEIRRA, VAR MEÐTEKINN í SAMFÉLAG ÞEIRRA OG GIFTI SIG JAFNVEL. ÞETTA ER ÖTRÚLEG SAGA EN SÖNN. Di Tumo samdi sig algerlega að lifnaðar- háttum indíánanna og hinu frumstæða líf- erni þeirra. Lolomai var fyrsta ef hinum þrem ungu eigin- konum Di Tumos, en sú síðasta var aðeins átta ára gömul. Di Tumo hóf æfintýraferð sína með það eitt í huga að finna demanta og verða ríkur á skömmum tíma. inn. Það lá við sjálft, að mér yrði það gleðiefni, að ég skyldi hafa glatað miklu af farangri mínum, einu sinni þegar bátnum hvolfdi. Og ég liafði farið langa leið, og var aðframkominn af þreytu, þegar ég náði loks að bökk- um árinnar, þar sem Taurepan-Indí- ánarnir komu að mér. Og loks tókst mér að koma upp úr mér orðunum, sem ég hafði lengi æft mig í að bera fram. „Mig vinur mikils böfðingja, Mun- do“, sagði ég. Þau orð virtust bafa þau ein áhrif, að Indíánarnir tóku frá mér riffil minn, skotbylkjabeltið og veiðihnif- inn, svo og allan farangur annan, sem þeir lögðu á bak sér. Að því búnu, var haldið af stað; gengu tveir af Indí- ánunum á undan og tveir á eftir, en ég í miðið. Þannig gengum við langan og þröngan stíg, sem lá eftir fljóts- bakkanum. burðinum svo vel, að þeir fengju skilið ineininguna. Þeir stungu lika á sig ljósmyndinni. Það var greinilegt, að þetta voru náungar, sein gengu lireint til verks. Eftir svo sem klukkustunargang námu þeir staðar bjá læk einum. Þar tóku þeir upp nesti sitt og létu mig einnig verða þess aðnjótandi. Degi var nokkuð tekið að halla, þegar við komum upp á liæðina, þar sem sást þangað, sem Hvítáin féll í annað fljót, sem á máli Indi- ánanna nefndist Uai-Paru, og þar í krikanum stóð þorp Indiánarina. Uni leið og ég kom inn í Taurepan-þorpið, fannst mér, sem ég væri allt í einu horfinn aftur' í steinöld. Öll áhöld og tæki sem þar sáust, voru svo frumstæð, sem hugsazt gat, spjót með oddum úr tré, steinker, illa riðnar tágakarfir og tinnuaxir. Kofarnir stóðu i hvirfingu kring- um autt svæði, einskonar torg, sumir þeirra voru stærri og vandaðri að sjá en allir hinir. Fangaverðir mínir hurfu inn í einn af þeim, sem virtist með þeim stærstu, en skildu mig eftir fyrir utan. Varla voru þeir samt komnir innfyrir þröskuldinn, þegar ég var uiri- kringdur hóp 1: vcnna og barna. Börnin voru allsnakin, en konurnar báru stutta Icndaskýlu, sem fest var um mitti' þeim með grannri tág. Þær störðu á mig eins og naut á nývirki, en létu þó ekki þar við sitja, heldur þukluði mig allan og potuðu i mig( hér og þar, á meðan þær ræddu ákaft sín á milli, og þó að ég skildi ekki neitt af því, sem þær sögðu, var mér Ijóst að þær ræddu um mig, dæmdu útlit mitt og vaxtar- lag eins og dómarar á gripasýningu. Einkum var það skegg mitt, sem virtist vekja undrun þeirra og athygli. Loks kom fram á sjónarsviðið aldurhniginn maður og virðulegur, og dreifðist þá hópurinn. Öldungur þessi bar sig1 vel, gekk teinréttur, og mátti með naumindum þekkja, að tuskur þær, sem liann bar um herðar sér, mundu einhverntíma liafa verið skyrta. Bak við hann stóð stúlka ákaflega fríð sýnum og aðlaðandi. Brjóst liennar voru nakin, eins og á öllu öðru kvenfólki þarna í þorpinu. Öldungurinn hélt á ljósmyndinni af Mundu í liendi sér. Hann ávarp- aði mig, en þar sem mig skorti kunáttu i máli kynþáttarins til að skilja orð hans, gat ég ekki annað en endurtekið þessi fáu orð, sem ég að minnsta kosti liélt mig hafa lært: „Mig finna Mundo. Mig vinur Mundo. Mig tala við Mundo.“ Með bendingum tókzt öldungnum að koma mér í skilning um, að ég skyldi koma inn í kofann með sér. Þegar inn kom, sá ég að allt það, sem ég liafði haft meðferðis, lá á við og dreif i kofanum. Ég tindi það saman aftur eftir beztu getu, en tók skyrtu eina og gaf þeim aldraða. Hann leit á mig, sem snöggvast virtist mér bregða fyrir undrun i svip hans, en svo var liann ekkert að tvínóna við það og fór tafarlaust í skyrtuna, utan yfir' ræflana af hinni. Öldungurinn rétti nú úr sér, virtist strax í mun vingjarnlegra skapi, kallaði á náungana fjóra, sem komið liöfðu með mig, og gaf þeim ein- hverjar fyrirskipanir og hurfu þeir samstundis á brott. Héldu þeir til skógar, þar sem mér skildist að félagar þeirra væru á veiðum með höfðingjanum Mundo, og mun öldungurinn hafa sent þá út af örkinni, til að segja þeim af komu minni. En nú höfðu fréttirnar af komu minni bersýnilega borizt um þorpið, og þegar ég kom aftur Framh. d bls. 34 VIKAN 40. tbi. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.