Vikan


Vikan - 03.10.1963, Síða 18

Vikan - 03.10.1963, Síða 18
Eyvindur Eriendsson dvaldist síSast liðinn vetur við leiklistarnám í Moskvu. Hann hélt dagbók og Vikan hefur fengið leyfi til að rýna í hana. Þar bregður Eyvindur upp myndum af Lenin- grad og Moskvu, af rússnesku iífi og sérkennum fólksins, bæði sem hann kynnt- ist og sá í kringum sig. Fyrri hluti. EYVINDUR ERLENDSSON DAGBOK FRA RUSSIANDI Rússncskt landslag er tilbreytingarlaust og einkennilega grátt: Lágar hæðir, tré og hús á víð og dreif. 6. september, kl. 2. Neðst á blaðinu stóð feitletrað: — Sá sem ekki gefur réttar upplýsingar verður með- höndlaður samkvœmt sovézkum lögum. — Og hvað þýðir það? spyrja konurnar tvær úr Hlíð- unum mig, ferðafélaga sinn, sem þær telja töframann í tungumálum heimsins. — Þýðir? — ekki annað en tugthús, Síþeríuvist eða skot í hnakkann, svara ég, meðan ég er að átta mig á því, hverskonar plagg þetta er, sem þær hafa beðið mig um að gera skiljanlegt venjulegu fólki úr Hlíðunum. — Hjálpi okkur Guð í himnaríki! — Notið ekki gálausleg orð, góðar dömur. Þeir gætu handtekið ykkur fyrir að klæmast. Við erum brátt í nýju lögsagnarumdæmi. Farþega- skipið Mikael Kalinin frá Leningrad, nálgast heimahöfn sína með 18 sjómílna hraða. Það hefur innanborðs lítinn túristahóp frá íslandi. Þar á meðal eru þessar tvær hispursmeyjar úr Hlíðunum; systur, samrýmdar mjög með ættartengsl úr einni byltingarminnstu sveit heims- ins. Frændelskar, friðelskar. Skikkanlegar í sínum lifi- máta. Fimmtugar. Hafa beyg af karlmönnum og komm- únistum, en finnst þó hvorir tveggja forvitnilegir. ■— Hvar fenguð þið þetta duíarfulla blað? spyr ég þær. — Hjá fararstjóranum. Hann sagði, að við ættum að skrifa nei á rússnesku eða ensku í allar punktalínurnar og svo nöfn okkar undir. Svo þaut hann bara upp á bar og sagði ekki meira. Jg — VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.