Vikan


Vikan - 03.10.1963, Qupperneq 22

Vikan - 03.10.1963, Qupperneq 22
FRAMHALDSSAGAN 6. HLUTI TEIKNING RALTASAR Blanche hafði reikað á brott og fyrir hornið á húsinu, þar sem lilæjandi áhorfendurnir gátu ekki séð hana. Þegar hún var komin bak við húsið, hafði hún leitað hælis undir tröpp- unum, sem lágu niður af bak- veröndinni, og þar liafði hún farið að gráta, meðan hún lá þar ein og yfirgefin. Móðir hennar fann hana þarna næstum tveim stundum síðar og leiddi hana eina eftir fjörunni, sem rökkrið var að síga á. Þar settist mamma henn- ar á stein og dró hana að sér. „Þú mátt ekki taka þetta nærri þér, elskan,“ sagði móðir hennar. „Þú verður að reyna að finna einhverja leið til þess. Pabba þinum var heldur ekki alvara, þótt hann léti svona við þig, ekki raunverulega. Það er að- eins, að hann verður að sinna Jans svo miklu meira en hann getur sinnt þér — eða jafnvel mér — vegna vinnunnar liennar. Þú veizt, að við eigum Jane svo mikið upp að unna. Ef ekki væri hennar vegna, mundum við ekki eiga eins mikið af fall- egum hlutum og raun ber vitni. Þú mundir til dæmis ekki vera alltaf svo vel til fara. Við mund- um ekki geta flutzt hingað og búið við sjóinn að sumarlagi. Við mundum fara á mis við svo margt. Jane vinnur mikið fyrir okkur — og þig líka, elskan." Móðir hennar lyfti hökunni á henni blíðlega með fingurgómi og horfðist djúpt i augu við hana andartak. „En það ert þú, sem ert heppin, það ertu sann- arlega, þótt þú gerir þér ekki grein fyrir því. En þú munt skilja það einn góðan veður- dag, og þegar þér skilst það, verður þú að muna að vera betri við Jane og pabba þinn, en þau eru við þig núna. Skilurðu, hvað ég er yfirleitt að fara?“ Blanche skildi það eiginlega ekki, en henni var umhugað um að gera móður sinni til geðs. Hún kinkaði kolli. „Jamm,“ sagði hún lágri röddu. „Ég — Ég geri róð fyrir því . . . .“ Ég vona, að þú gerir það, elskan, ég vona að þú gerir það raunverulega!“ Á öllum þeim mörgu, löngu árum, sem liðin voru fró því, að þessir atburðir gerðust, hafði hún aldrei hugsað um þá fyrri en að þessu sinni, og hún fór að velta þvl fyrir sér, hvers- vegna þeir höfðu eiginlega rifj- azt upp fyrir henni svona greini- lega.- Þegar hún hugleiddi þetta, mundi hún meira að segja, hvernig móðir hennar var klædd. Svn hristi Blanche höf- uðið til að losna við þessar hugleiðingar og leit til dyra. Hún lagði við hlustirar, en heyrði ekkert, sem benti til þess að Jane væri komin á fætur. Hún sneri sér aftur að glugg- anum og reyndi öðru sinni að lyfta sér í stólnum til að sjá betur út. Að þessu sinni seild- ist hún svo langt fram, að hún gat náð taki á grindununm úti fyrir glugganum, og hún kippti sér fram og upp, unz hún stóð næstum upp á endann. En svo lileypti hún brúnum af vonbrigð- um, þegar hún gat litið ofan í garðinn, því að hann var mann- laus. Það fór um hana einhver -kvíðafiðringur — ef til vill hafði eitthvað óvænt komið fyrir. Ef til vill hafði frú Bates orðið veik um nóttina, svo að hún gat ekki komið út um dag- inn. Eða hún hafði skyndilega ... neyðist til að biðja yður ásjár... mjög alvar- legu máli... bráðnauðsynlegt að ná sambandi við lækni... eins fljótt og hann getur... um líf og dauða getur verið að tefla... gerið þetta fyrir mig... verið kölluð út fyrir borgina vega einhvers slyss eða óhapps. Það var -farið að líða svo á morguninn .... Svo varð henni snögglega litið til hússins -fyrir enda garðs- ins, þvi að ein franska hurðin var skyndilega opnuð hvat- lega og frú Bates gekk um leið út i -garðinn, eins og hún gengi einmitt út á þessu andartaki, til að færa Blanche sönnur á, Iiversu heimskulegar bollalegg- ingar hennar hefðu verið vegna taugaóstyrks hennar. Hún var klædd slopp og með stráhatt á höfði eins og venjulega, leit yfir garðinn með ónægj-usvip, eins og venjulega, og gekk að því búna að hananum á garðslöng- unni til að skrúfa frá vatninu. Blanche dró sig enn nær grind- unum, og svo seildist hún ofan i vasa sinn eftir miðanum, sem liún hafði skrifað bréfið til frú Bates á. En svo kippti liún hendinni snögglega upp úr vasanum aftur, af því að liún hélt að hún liefði heyrt þrusk á ganginum. Hún leit í átt lil dyranna, en þegar hún sá, að hurðin var enn lokuð, sneri liún sér aftur að garðinum og beindi athy-gli sinni að frú Bates. Lengi bærði hún ekki á sér, vissi ekki, hvað gera skyldi. Frú Bates var enn svo langt undan, að hún mundi að líkindum ekki sjá mið- ann, ef hún fleygði honum ofan í garðinn strax. En ef hún drægi að fleygja miðanum ofan í garð- inn, gæti svo farið, að Jane kæmi inn í herbergið, áður en hún fengi tækifæri til að losa sig við hann . . . Svo heyrði hún þrusk- ið aftur, greinilegra í þetta skipti, og þá var ákvörðunin tekin fyrir hana — hún sleppti taki sinu á grindinni, ýtti sér lítið eitt frá henni og lét fallast á stólinn. Hún var rétt aðeins búin að ýta stólnum frá glugganum og snúa honum við, þegar hurðinni var lokið upp og Jane gekk inn í her- bergið. Jane var í hinum venjulega morgunbúningi sínum, hvítum, stoppuðum morgunsloppi, sem var orðinn harla óhreinn. Hárið á henni stóð út í allar áttir, eins og það hafði gert um morguninn, þegar hún vaknaði og fór fram úr, og á fótunum hafði hún rauðu gljáleðurskóna. Það var greini- legt, að hún hafði verið á ferli nokkra hrið, því að Blanclie sá, þegar hún kom inn, að hún hélt enn á bakka, sem pentúdúkur hafði verið breiddur yfir. Hún nam staðar andartak, þegar hún var komin inn fyrir þröskuldinn og litaðist um með augum, sem enn voru svo svefndrukkin, að þau voru tæpast meira en örlitl- ar rifur. Blanche renndi hend- inni niður að vasanum og lagði hana, eins og i verndarskyni, yfir miðann, sem liún liafði skrifað frú Bates. Jane lét bakkann á skrifborðið og tók síðan hinn, sem hún hafði komið með kvöldið áður, eins og hún liefði engan áhuga á honum, og stefndi að -þvi búnu til dyra. En einmitt þegar hún ætlaði að ganga út úr herberginu, liikaði hún örstutta stund, leit ó bakk- ann, sem hún hafði skilið eftir, og siðan á þann, sem hún hafði einmitt tekið af skrifborðinú. Blanche vissi ekki, hvort Janc ha-fði litið til hennar eða ekki — það hafði aðeins komið ein- hver lireyfing á þung augnalok hennar en ekki meira. Svo var eins og Jane hefði tekið skyndi- lega ákvörðun, því að hún sneri allt í -einu við og gekk að baklc- anum á borðinu. Blanche leit i skyndi undan, þegar hún gerði það. Hún bærði jafnvel ekki á sér, þegar fótatalc Jane var liorfið niður stigann, og allt var orðið hljótt aftur. Hún vissi, að hún yrði fyrr eða síðar að líta í átt- ina til skrifborðsins, svo að hún afréð að gera það strax. Rétt sem snöggvast var hún svo undrandi, að hún gat aðeins star- að. Hún hafði verið við þvl búin, að við henni mundi blasa ein- hver hrottalegur viðbjóður, að hún var nokkur andartök að átta sig ó því, að það, sem liún horfði ó, var ekkert annað en venjuleg- ur morgunverður, steikt egg, appelsínusafi, smurt, glóðað 22 — VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.