Vikan


Vikan - 03.10.1963, Síða 49

Vikan - 03.10.1963, Síða 49
glugganum til að ganga úr skugga um, eins og venja hennar var, livort frú Bates væri komin út í garð sinn, svo sem hún hafði fyr- ir sið. Blanche fór ofan í vas- ann, þar sem hún geymdi miðann, en tók þó ekki úr vasanum. Þegar Jane kom með kvöldverð- arbakkann klukkan sjö og skildi hann eftir, án þess að taka pentu- dúkinn ofan af honum, fann Blanche ekki fyrir neinum þeim ótta, sem hún hafði verið haldin áður. Bétt sem snöggvast fann hún fyrir efasemdum, en svo ók hún stólnum að borðinu, seildist til pentudúksins og tók hann af bakkanum. Maturinn var gómsætur á að líta. Þarna voru tvær kótelettur, sem voru nákvæmlega mátulega steiktur, dálitill skammtur af karöflustöppu, gulrætur og græn ar baunir, örlitið af grænu salati og sneið af kirsuberjaköku. Blanche var mikið niðri fyrir, þegar hún tók gaffalinn og fékk sér dálítið af kartöflustöppunni. Hún var rétt búin að setja matinn upp í sig, þegar lnin greip andann á lofti og tók kipp fram á við. Hún lét gaff- alinn detta úr hendi sér, hirti ekki um, þótt hann lenti á gólf- inu og teygði sig í skyndi eftir pentudúknum. Svo stirðnaði hún og starði ákaft niðtir á disk- inn. Nú tók hún eftir því, sem hún hafði ekki veitt athygli áð- ur — 'fíngerðum, hvítum sandi hafði verið stráð yfir allan matinn. Fimmti kafli. Stundarfjórðungi fyrir níu var allt enn kyrrt og hljótt i húsinu. Jane var ekki vöknuð enn. Aftur hafði það komið fyrir Blanche, að lienni hafði ekki komið blundur á brá, og hún hafði verið skelfd og skjálfandi alla nóttina. Aftur hafði hún set- ið í stól sínum alla liðlanga nóttina og hlustað á endalausa þögnina, meðan hún hafði óskap- legan hjartslátt — vegna hvers vissi hún þó ckki. Og aftur hafði hún séð morgunskimuna koma inn um gluggann, hægt og rólega, læðast framhjá grindunum, sem voru fyrir honum. En þegar dag- urinn tók að eldast, og gullinn sólargeisli leit inn um gluggann, beið Blanche 1 vaxandi tauga- spennu og bað þess heitt og inni lega, að frú iStitt kænii, áður en Jane væri komin á fætur. Klukkuna vantaði tvær min- útur í níu, þegar hún heyrði loks eitthvert hljóð neðan úr hús- inu, og hún renndi þá hjóla- stólnum í skyndi fram að dyr- unum. Svo heyrðist dálitið ísk- ur, og þótt vegalengdin væri töluverð, áttaði Blanche sig strax á því, að hljóðið stafaði af þvl, að frú Stitt var að renna lyklinum sínum í skráargatið á útihurðinni. Andartaki síðar var Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvirm, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- Mjö^auðveit. Kh>Pið kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bindivökvinn er úibúum sérstaka^iokk^fnt og liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðfórum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef hða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT—EN61N ÁGEZKUN —ENGIR ERFWLEIKAR leið betn og varanlegri hárliðun. hurðinni lokið upp og síðan var henni lokað aftur. Um leið og fótatak frú Stitt hljómaði í hús- inu, varð Blanche að grípa um hurðarbrúnina til þess að lirópa ekki á ræstingarkonuna. Aftur var hurð lokið upp, og var það hurðin á fataskápnum niðri í anddyrinu, og Blanchc sá í anda, hvernig frú Stitt hengdi upp hatt sinn og yfir- höfn, og síðan tók hún niður svuntuna sína, renndi lienni yfir höfuðið á sér og batt svo böndin fyrir aftan bak. Hún mundi koma upp eftir andartak, eða þar um bil. T eftirvæntingu sinni renndi Blanche stólnum aftur inn i herbergið. Fótatakið heyrð- ist aftur, það nálgaðist eftir neðri ganginum, fór síðan þvert yfir setustofuna og hélt að þvi húnu upp stigann. Frú Stitt gekk hvatlega inn til ungfrú Blanche. Þegar hún sá Blanche sitja þar í stól sín- um, nam hún staðar i dyragættt- inni og mátti lesa undrunina i svip liennar. „Edna!“ sagði Blanche. „Þér bara komin á fætur?“ sagði frú Stitt forviða. „Það var allt svo kyrrt í húsinu, að ég........“ „Komið þér inn fyrir,“ hvísl- aði Blanche og var mikið niðri fyrir. „Komið þér inn fyrir og lokið hurðinni á eftir yður.“ Frú Stitt gekk inn i herbergið, en svo kom hún auga á uppbúið rúmið, svo að hún hikaði og leit eftir ganginum i áttina til her- bergis þess, sem .Tane svaf i. „Hún lika komin á fætur?“ Blanche hristi höfuðið. „Edna, hlustið þér . . . .“ Frú Stitt horfði enn eftir gang- inum, og allt í einu lyfti hún annari hendinni aðvarandi, eins og einhver hætta vofði yfir. „Nei, góðan dag“ sagði hún svo hljóm- Tausri röddu. „Ég hélt, að ég hefði heyrt eitthvað til yðar þarna.“ Blanche varð fyrir sárum vonbrigðum. Nú mundi liún neyðast til að bíða, hún yrði að þola þenna ógurlega kvíða áfram, hver vissi hve lengi. Um leið og frú Stitt kom inn i herbergið, birtist Jane i dyra- gættinni fyrir aftan hana, f>að mátti sjá á þrútnum augum hennar, að hún var alveg ný- vöknuð. Hún var að binda á sig svuntuna, um leið og hún kom VIKAN 40. tbl. — 4Q

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.