Vikan


Vikan - 10.10.1963, Síða 26

Vikan - 10.10.1963, Síða 26
Moskva, 9. sept. ‘62. „Það mætti krukka í nokkra kapla ef allt þetta hlemmiskeið væri komið í kafloðið valllendi‘‘. Þessari setningu skýtur upp í hugann á Byltingarhorginu í Moskvu. Sannarlega virðist það illa nytjað. Um- ferðin gengur fram með því til beggja hliða á akbrautum sem virðast ekki neitt í saman- burði við alla malbikssléttuna á milli. Þó eru þær götur til samans einar 14 akrein- ar. En svæðið milli akbrautanna er svo autt að þar sést ekki einu sinni tóbakssölu- turn, sem mig vantar þó ákaflega, því ég er eldspýtnalaus, en langar mikið að reykja. A torginu sjálfu er aðeins einn húsbónda- laus hundur með hálsband í eftirdragi. Hann trítlar og trítlar, af þolinmæði sem heimfúsum hundum er gefin. Samt tekur það hann eilífðartíma að komast alla leið yfir auðnina frá Hótel Moskva yfir að stóra sýningarsalnum þar sem haldnar eru yfir- litssýningar á málverkum, ljósmyndum, handiðnaði og fleiru haust og vetur, en unglingar dansa í rokk og jitterbug á sumr- um. Einu sinni var þar tamningastöð fyrir hross keisaranna. Úti á torginu er ekki neitt nema hund- urinn og svo nokkrir hrikalegir staurar úr málmsteypu (50 cm í þvermál neðst), sem EFTIR: EYVIND ERLENDSSON TEIKNING: BALTASAR 2g — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.