Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 28
Innritun: Sími 20565. Námsgreinum fjölgar. Flokkar við allra hæfi, aðeins fimm í flokk. 1. Venjuleg 6 vikna námsskeið. 2. Sérstakir tímar fyrir konur, sem vilja megra sig. 3. Snyrtinámsskeið. Kennslu annast fegrunarsér- fræðingnr með prófskírteini frá Lancome í París. 4. Sérstakur flokkur fyrir telpur á aldrinum 11—13 ára. SCHNDHLE CADILLAC ÁRGERÐ 1948. Framhald af bls. 15. Pepe tók við pappírnum, at- hugaði þá og lét sem hann gæti lesið það, sem þar var skráð. Um leið vék undrunin úr svip hans fyrir heiftarlegri gremju. „Sé þetta satt,“ hreytti hann út úr sér, „skipa ég þér að fara tafarlaust með þetta bölvað bíl- ræksni út af mínu svæði.‘‘ Hann spratt á fætur og tók að sveifla örmum og pata, um leið og hann hvæsti milli samanbitinna tann- anna. „Bölvað magueybóndafífl- ið þitt — þú, sem þykist rækta akra á berum klettunum! Hvað- an kemur þér réttur til að eign- ast bíl? Var það kannski ekki ég, sem einn gerðist til að rétta þessum fábjána hjálparhönd? Var það ekki ég, sem lagði á mig það ómak að ná í bílaviðgerðar- manninn hingað? Var það ekki ég, sem lofaði honum að láta bílinn standa hérna á mínu svæði?“ Hann spýtti fyrirlitlega um tönn og hvarf inn í skúrinn. Miguel hélt með næstu áætl- unarferð til Taxco. Þó að farið kostaði ekki nema sex peos, voru það mikil fjárútlát fyrir hann. Þegar til Taxco kom, tók hann sér þar sæti á bekk og fór í skóna, og spurði síðan til veg- ar að oficina de tránsito. Sú skrifstofa reyndist til húsa í stórri byggingu í grennd við dómkirkjuna. Miguel tók ofan hattinn, þegar hann gekk þar inn. Honum var vísað inn á bið- stofu. Og þar sem þeir þarna vissu sig hafa allt vald í hönd- um sér gagnvart honum, sem ekkert var og engu réði, létu þeir hann kenna á því, svo að hann varð að bíða lengi. Loks var hann kallaður inn í skrif- stofu, þar sem akfeitur náungi sat við borð og spurði hann um erindið. Miguel sagði til sín, kvaðst vera með skjöl, sem hann þyrfti að láta skrásetja á sitt nafn og dró loks upp pappírana. Sá akfeiti tók við þeim, leit fyrst á þá og síðan á Miguel, furðu lostinn. „Öldungis ómögulegt," sagði hann. „En, senore, þetta er satt og rétt ..." „Fölsun,“ sagði sá feiti, „aug- ljós fölsun!“ Miguel maldaði í móinn og kvað pappírana ófalsaða, og þannig þrefuðu þeir góða stund. Það leyndi sér ekki, að embætt- ismanninum fannst með öllu ó- hugsandi, að svo vesæll og fá- tækur bóndi gæti hafa komizt yfir slikan dýrgrip; hann fann þessháttar furðu bókstaflega engan stað í heimi síns raun- veruleika. Loks lét hann þó undan og fékk Miguel einhver eyðublöð til útfyllingar. Það var komið framundir kvöld áður en allri þeirri skrif- finnsku var lokið. Það var með naumindum, að hann komst inn, áður en skrifstofunni var lokað, og gat afhent þar öll plöggin. Sá feiti skrifaði eitthvað í feikn- mikinn doðrant, spurði enn nokkurra spurninga, og var ber- sýnilega enn bálreiður yfir þessu öllu saman. „Fjörutíu pesos,“ sagði hann. Miguel vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Ég á ekki fjöru- tíu pesos í eigu minni,“ stamaði hann. „Datt mér ekki í hug,“ öskr- aði sá akfeiti og skellti flötum lófanum ofan á eyðublaðahrúg- una. „Sagði ég ekki einmitt, að þetta gæti ekki átt sér stað,“ hrópaði hann um leið og hann hallaði sér aftur á bak í stóln- um og leit sigri hrósandi í kring- um sig, en var svo óheppinn, að allir starfsmennirnir voru farn- ir, og gátu því ekki borið vitni þessum sigri hans. „Þessi vell- ríki náungi, eigandi að bíl, sem er að minnsta kosti 10.000 pesos virði, á ekki svo mikið sem 40 pesos í eigu sinni.‘‘ Að svo mæltu vöðlaði hann öllum hinum út- fylltu eyðublöðum saman og stakk þeim í pappírskörfuna. Þá nótt svaf Miguel á bekk úti á torginu og hélt svo heim til sín í býtið morguninn eftir. Hann sá að hreyfillhlutunum og öðru lauslegu hafði verið fleygt inn í aftursætið í kadiljáknum, sem síðan hafði verið ýtt af torginu, út á götuna. Miguel kleif inn í framsætið, settist undir stýrið og starði út um framrúðuna. Þó að mælaborðið, stillamir, rof- arnir og allt það, væri honum ó- skiljanlegur leyndardómur, sá hann sig engu að síður í anda aka þessu glæsilega farartæki hratt og fimlega um bæinn, fjall- vegina, göturnar í Taxco —• kannski um breiðstræti sjálfrar höfuðborgarinnar, því ekki það? Vondjarfur og ákveðinn hélt hann síðan áfram upp í fjöllin, og síðasta spölinn tók hann þá ákvörðun að selja múldýrið til að komast vfir það fé, sem hann v^nghagaði um. Hann skýrði Estrellu frá þess- ari ákvörðun sinni um kvöldið, þegar hún var að steyta kom í flatbrauðið handa þeim. Hún laut vfir steinmortélið og svaraði honum orði og orði: ,.Já“, eða: ,,Já. múldýrið‘‘, eða „Ég skil‘“. Og þegar hann tók sér einu sinni málhvíld, spurði hún: „Hvað heldurðu annars að við getum feneið fyrir múldýrið?“ ,,Ég veit ekki“, svaraði hann. „Tvö hundruð pesos, alltaf það“. Og enn eftir nokkra þögn: „Jæja kannski ekki nema hundrað og fimmtíu. En alltaf það, sem með þarf.“ „Auðvitað", sagði hún. „Og við getum horið maguey-komið til myllunnar og heim aftur — það ætti ekki að vera svo erfitt“. Það varð stundarþögn. „Og svo er það ökuskirteinið, er það ekki En það er kannski ókeypis“. „Varla. En það getur ekki ver- ið dýrt; það held ég ekki“. „Gott,“ sagði hún. „Og þú heldur að Pepe, vinur þin, taki ekkert fyrir að kenna þér að aka?‘‘ Miguel minntist fjandsam- legrar framkomu þessa „vinar“ ;sins, og eins rifjaðist það upp fyrir honum, að Pepe kunni alls ekki að aka bíl, og hann lét því ósvarað, en vann um stund þegj- andi og af kappi. „Það er þó kostur, þegar allt kemur til alls,“ hóf hún loks máls á ný, „að það var Diosdado sjálfur, sem vann skemmdarverkið á bílnum, svo að hann getur ekki krafizt neins fyrir að bæta úr því“. „Hvað?‘ spurði Miguel. Hann stóð á fætur, gekk út að girðing- unni og horfði upp í fjöllin drykklanga stund. Síðan gekk hann heim að kofanum og nam staðar á þröskuldinum. „Ég held að það sé kannski ekki svo nauð- synlegt þegar allt kemur til alls að selja múlúdýrið“, sagði hann. „Við látum það að minnsta kosti bíða þangað til við sjáum hvernig þetta verður'. „Þú heldur að það sé hyggi- legt?“ varð Estrellu að orði. Þegar hann kom í bæinn dag- daginn eftir komst hann að raun um að bíllinn hafði snúið beztu vinum hans og kunningjum til óvildar og fjandskapar við hann. Pepe var ekki einn um það, að líta hann illum augum, þegar hann gekk að bílnum, það gerði allur slæpingjahópurinn á torg- inu. Erindi hans í bæinn að þessu sinni, var að fá einhverstaðar 40 pesos að láni, eitt pesos héma og annað þarna, en nú þóttist hann sjá að þýðingarlaust mundi að reyna það. Hann komst líka að raun um að César lá sofandi í framsæti kadil- jáksins. César þessi var mágur bæjarstjórans, og þessvegna lög- regluþjónn bæjarins. Hann var ágjarn, voldugur og ágengur — náungi, sem enginn þorði að spauga við. Það var að minnsta kosti áreiðanlega ekki neins góðs viti, að hann skyldi hafa gert sér svefnból, þarna í kadiljáknum. Miguel komst líka að raun um það, þegar César loks brá blundi með geispum miklum og allskon- ar háværum búkhljóðum. „Einmitt það, já,“ rumdi í hon- um. „Þú ert þá kominn. Ég hef þeðið eftir þér í allan morgun ... Hann þrölti með erfiðismunum út úr bílnum. „Ég á það meira að segja líka þér upp að unna, að ég hef orðið að vaka 1 alla lið- langa nótt“. „Hvernig má það vera?“ spurði Miguel. César sparkaði í annað fram- hjólið. „Hvað heldurðu að barðinn haldist lengi á þessu hjóli, þegar þú lætur þílinn 28 — TIKAIT 41. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.