Vikan - 02.04.1964, Síða 10
Og hvað er það svo, sem
herrarnir horía fyrst og mest
á, á þessari mynd? Auðvit-
að fæturnir, eins og eðlilegt
er, enda eru þeir klæddir
i Evu Dclfion nylon kvensokka,
„made in Iceland —
ally for export11!
JQ — VIKAN 14, tbl.
VIKAN skýrði frá því fyrir nokkru,
að tekizt hefði að sanna vísinda-
lega, hvernig karimaður horfir á
fallega stúlku. Niðurstaðan var
sú, að fyrst horfir hann á brjóst-
in í eina sekúndu, síðan á fæturna í
heilar átta sekúndur. Þar næst rennir hann
augunum aftur upp og við og skoðar
lendarnar í fimm sekúndur, augun í tvær
og hálfa og hárið í hálfa sekúndu.
Samtals hefur hann horft á þessa fal-
legu stúlku í 17 sekúndur, en af þeim
tíma hefur hann eytt næstum helming —
átta sekúndum — til að skoða fæturna.
Og ef hann hefur meiri tíma til umráða,
er hann viss með að bæta við þessar
átta, sem hann hafði þegar eytt í að
skoða ganglimina.
Þetta kannast flestir karlmenn við, þótt
þeir vilji kannske ekki viðurkenna það
opinberlega, og stúlkurnar vita þetta ekki
síður.
Það má því ganga út frá því sem vísu,
að fallegir kvenmannsfætur hafi eins mik-
Vélin hefur lokið við að spinna einn sokk,
og gusar honum út úr sér ofan í plast-
fötu. Afköst vélarinnar eru færð á skýrslu,
sem fest er við vélina.
<1
Ingi Þorsteinsson framkvæmdastjóri og
Ragnar Sigfússon verksmiðjustjóri skoða
framleiðsluna, — og virðast vera ánægðir.